Ben & Jerry's hættir sölu á landtökusvæðum Ísraela Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 24. júlí 2021 13:41 Ísframleiðandinn Ben & Jerry's hefur tilkynnt að hann ætli að hætta allri sölu á ís á landtökusvæðum Ísraela. Getty/Robert Alexander Ísframleiðandinn Ben & Jerry's hyggst hætta sölu á landtökusvæðum Ísraela á Vesturbakkanum og í austurhluta Jerúsalem. Forsætisráðherra Ísraels segist ætla bregðast við sölubanninu með hörðum aðgerðum. Ísframleiðandinn sendi frá sér tilkynningu fyrr í vikunni þar sem hann telur sölu á svæðinu ekki samræmast þeim gildum sem fyrirtækið stendur fyrir. Aðdáendur Ben & Jerry's eru sagðir hafa bent á að samkvæmt alþjóðalögum væru viðskiptin á svæðinu ólögleg, þar sem þau eru ekki í samræmi við frjálslynda ímynd fyrirtækisins. Árið 2015 sagðist fyrirtækið vera meðvitað um það hversu flókinn markaðurinn á þessu svæði gæti verið, en taldi viðveru sína þar geta haft jákvæð áhrif. Nú virðist þó sem fyrirtækinu hafi snúist hugur. „Við hlustum og tökum til greina allar þær áhyggjur sem aðdáendur og samstarfsfélagar hafa deilt með okkur,“ segir í tilkynningunni. „Ný tegund af hryðjuverkum“ Samningur framleiðandans við leyfishafa og dreifingaraðila Ben & Jerry's á svæðinu gildir út árið 2022 og verður hann ekki endurnýjaður. En framleiðandinn hefur stundað viðskipti við Ísrael frá árinu 1987. Ben & Jerry's ísinn verður þó enn til sölu í Ísrael en með breyttu fyrirkomulagi sem tilkynnt verður síðar. Ayelet Shaked, innanríkisráðherra Ísraels, brást við ákvörðun fyrirtækisins á Twitter-reikningi sínum: „Ísinn ykkar passar ekki við smekk okkar. Við komumst af án ykkar.“ Þá hefur Isaac Herzskog, forseti Ísraels kallað ákvörðun ísframleiðandans „nýja tegund af hryðjuverkum“ og Naftali Bennett, forsætisráðherra landsins, hefur sagt að málið muni hafa alvarlegar afleiðingar. Ben & Jerrys hefur staðið framarlega hvað samfélagslega ábyrgð varðar og vakið athygli fyrir samfélagsleg gildi sín. Fyrirtækið hefur haft hátt hvað varðar yfirburði hvítra í Bandaríkjunum og setti meðal annars í loftið hlaðvarp sem fjallar um kynþáttahatur Bandaríkjunum. Ísrael Palestína Mest lesið Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Trump-tollar tóku gildi í nótt Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Bjartara yfir við opnun markaða Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Sjá meira
Ísframleiðandinn sendi frá sér tilkynningu fyrr í vikunni þar sem hann telur sölu á svæðinu ekki samræmast þeim gildum sem fyrirtækið stendur fyrir. Aðdáendur Ben & Jerry's eru sagðir hafa bent á að samkvæmt alþjóðalögum væru viðskiptin á svæðinu ólögleg, þar sem þau eru ekki í samræmi við frjálslynda ímynd fyrirtækisins. Árið 2015 sagðist fyrirtækið vera meðvitað um það hversu flókinn markaðurinn á þessu svæði gæti verið, en taldi viðveru sína þar geta haft jákvæð áhrif. Nú virðist þó sem fyrirtækinu hafi snúist hugur. „Við hlustum og tökum til greina allar þær áhyggjur sem aðdáendur og samstarfsfélagar hafa deilt með okkur,“ segir í tilkynningunni. „Ný tegund af hryðjuverkum“ Samningur framleiðandans við leyfishafa og dreifingaraðila Ben & Jerry's á svæðinu gildir út árið 2022 og verður hann ekki endurnýjaður. En framleiðandinn hefur stundað viðskipti við Ísrael frá árinu 1987. Ben & Jerry's ísinn verður þó enn til sölu í Ísrael en með breyttu fyrirkomulagi sem tilkynnt verður síðar. Ayelet Shaked, innanríkisráðherra Ísraels, brást við ákvörðun fyrirtækisins á Twitter-reikningi sínum: „Ísinn ykkar passar ekki við smekk okkar. Við komumst af án ykkar.“ Þá hefur Isaac Herzskog, forseti Ísraels kallað ákvörðun ísframleiðandans „nýja tegund af hryðjuverkum“ og Naftali Bennett, forsætisráðherra landsins, hefur sagt að málið muni hafa alvarlegar afleiðingar. Ben & Jerrys hefur staðið framarlega hvað samfélagslega ábyrgð varðar og vakið athygli fyrir samfélagsleg gildi sín. Fyrirtækið hefur haft hátt hvað varðar yfirburði hvítra í Bandaríkjunum og setti meðal annars í loftið hlaðvarp sem fjallar um kynþáttahatur Bandaríkjunum.
Ísrael Palestína Mest lesið Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Trump-tollar tóku gildi í nótt Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Bjartara yfir við opnun markaða Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Sjá meira
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf