Mercedes vinnur að Vision EQXX rafbíl með 1000 kílómetra drægni Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 24. júlí 2021 07:01 Fyrstu myndir eru vissulega óljósar en þetta er Mercedes EQXX. EQXX á að verða hreinn rafbíll með 1000km drægni og að verða sá skilvirkasti í heimi. Bíllinn er ennþá á hugmyndastigi. Mercedes hefur að undanförnu verið að vinna að þessum bíl, með það markmið að komast frá Peking til Sjanghæ, sem eru um 1200 km. á á einni hleðslu. Endanleg drægni virðist enn vera óákveðin. Til að ná markmiðum sem þessum um drægni þá þarf EQXX að vera afar skilvirkur. Mercedes segir að markmiðið sé að halda bílnum í eins stafa tölu þegar kemur að kWh á 100 kílómetrum. Sem þýðir að bíllinn nái meira en 10 km. á hverri kílóvattstund á hefðbundnum hraðbrautum. Til að setja þau skilvirknimarkmið í samhengi þá fer Audi E-Tron um 3 km. á hverri kílóvattstund. Tesla Model 3 er að ná um 6 km. út úr hverri kílóvattstund, sem er með besta móti. Þekking úr Formúlu 1 er notuð við þróun á EQXX. mercedes notar starfskrafta úr vélaþróunardeild Formúlu 1 liðsins til að ná endum saman þegar kemur að drægni. Bíllinn er ekki væntanlegur fyrr en á næsta ári. Mercedes segir að þetta verkefni muni nýtast til hagsbóta fyrri alla rafbíla framleiðandans í framtíðinni. Nýr arkitektúr er væntanlegur árið 2025 þá munu kaupendur Mercedes bíla njóta góðs af verkefninu. Vistvænir bílar Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent
Mercedes hefur að undanförnu verið að vinna að þessum bíl, með það markmið að komast frá Peking til Sjanghæ, sem eru um 1200 km. á á einni hleðslu. Endanleg drægni virðist enn vera óákveðin. Til að ná markmiðum sem þessum um drægni þá þarf EQXX að vera afar skilvirkur. Mercedes segir að markmiðið sé að halda bílnum í eins stafa tölu þegar kemur að kWh á 100 kílómetrum. Sem þýðir að bíllinn nái meira en 10 km. á hverri kílóvattstund á hefðbundnum hraðbrautum. Til að setja þau skilvirknimarkmið í samhengi þá fer Audi E-Tron um 3 km. á hverri kílóvattstund. Tesla Model 3 er að ná um 6 km. út úr hverri kílóvattstund, sem er með besta móti. Þekking úr Formúlu 1 er notuð við þróun á EQXX. mercedes notar starfskrafta úr vélaþróunardeild Formúlu 1 liðsins til að ná endum saman þegar kemur að drægni. Bíllinn er ekki væntanlegur fyrr en á næsta ári. Mercedes segir að þetta verkefni muni nýtast til hagsbóta fyrri alla rafbíla framleiðandans í framtíðinni. Nýr arkitektúr er væntanlegur árið 2025 þá munu kaupendur Mercedes bíla njóta góðs af verkefninu.
Vistvænir bílar Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent