Hvenær gilda lög og þá fyrir hverja? Jón Páll Haraldsson skrifar 22. júlí 2021 15:31 Tökum sem dæmi hámarkshraða á Reykjanesbrautinni sem er 90 km. Mörgum finnst að hraðinn mætti vera 120 km og þá sérstaklega þar sem akreinar eru 2 X 2. Getur þá talist í lagi að keyra á 120 km hraða á Reykjanesbrautinni, þar sem svo margir eru sammála því að lög um hámarkshraða séu ekki rétt? Gæti það líka talist í lagi að ef t.d. dómsmála- og fjármálaráðherrar panti alltaf sérstaklega bílstjóra fyrir sig, sem þau vita að keyra Reykjanesbrautina alltaf á 120 km hraða, ef þau eru hluti þess hóps sem finnst að löglegi hraðinn ætti að vera 120 km? Hvað svo ef einhverjir lögreglustjórar, eða lögregluþjónar láta það vera að kæra þá sem keyra á 120 km hraða, þar sem þeim finnst líka að hámarkshraðinn ætti að vera 120 km? Nú er það alveg ljóst að um lögbrot er að ræða, þar sem lögum hefur ekki verið breytt, og hver er þá lögbrjóturinn? Bílstjórinn, sá sem kaupir sérstaklega þjónustu hans vegna þess að hann keyrir alltaf of hratt, lögreglustjórinn eða lögregluþjónarnir sem lýta fram hjá brotinu? Verður ekki 120 km hraði á Reykjanesbrautinni ekki alltaf lögbrot þar til Alþingi samþykkir ný lög um hámarkshraða? Nú hefur það verið umtalað í samfélaginu að fyrirtækið Santé ehf kt. 641114-1030, með VSK númerið 118625 hafi stundað ólöglega sölu á áfengi frá árinu 2015 til dagsins í dag. Ég hef t.d. séð tölvupóst frá 2015 þar sem Santé ehf er að bjóða vín til banka og ég hef einnig séð kvittun þar sem kemur fram að Santé ehf seldi vín til einstaklings í nóvember 2020. Ég hef líka heyrt að Santé ehf leiki þann leik að gefa út reikninga á einstaklinga og fyrirtæki sem hafa ekki endursöluleyfi áfengis og bakfæri síðan reikningana í sínu bókhaldi, en sendi ekki kredit reikning á viðkomandi fyrirtæki og síðan er gefinn út nýr reikningur á nokkur veitingahús sem Santé ehf er í samstarfi við. Ég vil taka sérstaklega fram að þótt einn veitingamaður hafi viðurkennt fyrir mér að hann leyfi Santé ehf að gera tilhæfulausa reikninga, þá hef ég ekki séð nein gögn sem staðfesta þennan orðróm um þess lags reikningsviðskipti. Nú er spurningin eins og með hámarkshraðann á Reykjanesbrautinni: Er það í lagi, ef satt er, að fyrirtækið Santé ehf selji áfengi ólöglega? Eingöngu vegna þess að svo margir eru sammála því að lögin ættu að leyfa frjálsa sölu á áfengi til allra. Hvað ef t.d. dómsmála- og fjármálaráðherra panta þjónustu frá Santé ehf, þar sem þau eru fylgjandi þess að hafa sölu á áfengi frjálsa? Er það þá líka í lagi að engin kæra berist (eða komist í gegn eins og orðrómur segir) þar sem einhverjir sem ráða, koma í veg fyrir kæru, því þau eru líka sammála að Santé ehf eigi að hafa frelsi til að selja áfengi til hvers sem er og jafnvel til þeirra líka? Hver er núna að fremja lögbrot ef sögur eru sannar? Er það fyrirtækið Santé ehf? Eru það þau sem panta þjónustuna frá Santé ehf? Eða þau sem ákveða að líta fram hjá brotinu? Einfaldlega vegna þess að þeim finnst persónulega þetta ekki vera brot. Er ekki sala á áfengi til almennings og fyrirtækja sem ekki hafa endursöluleyfi alltaf lögbrot? Er ekki svarið einfaldlega: að minnsta kosti þar til Alþingi breytir núverandi lögum eða samþykkir ný lög um áfengissölu á nákvæmlega sama hátt og það er ólöglegt að keyra á 120km hraða á Reykjanesbrautinni samkvæmt núgildandi umferðarlögum. Vissulega margar spurningar, en aðalatriðið er: hvenær gilda lög og þá fyrir hverja? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Mest lesið Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Tökum sem dæmi hámarkshraða á Reykjanesbrautinni sem er 90 km. Mörgum finnst að hraðinn mætti vera 120 km og þá sérstaklega þar sem akreinar eru 2 X 2. Getur þá talist í lagi að keyra á 120 km hraða á Reykjanesbrautinni, þar sem svo margir eru sammála því að lög um hámarkshraða séu ekki rétt? Gæti það líka talist í lagi að ef t.d. dómsmála- og fjármálaráðherrar panti alltaf sérstaklega bílstjóra fyrir sig, sem þau vita að keyra Reykjanesbrautina alltaf á 120 km hraða, ef þau eru hluti þess hóps sem finnst að löglegi hraðinn ætti að vera 120 km? Hvað svo ef einhverjir lögreglustjórar, eða lögregluþjónar láta það vera að kæra þá sem keyra á 120 km hraða, þar sem þeim finnst líka að hámarkshraðinn ætti að vera 120 km? Nú er það alveg ljóst að um lögbrot er að ræða, þar sem lögum hefur ekki verið breytt, og hver er þá lögbrjóturinn? Bílstjórinn, sá sem kaupir sérstaklega þjónustu hans vegna þess að hann keyrir alltaf of hratt, lögreglustjórinn eða lögregluþjónarnir sem lýta fram hjá brotinu? Verður ekki 120 km hraði á Reykjanesbrautinni ekki alltaf lögbrot þar til Alþingi samþykkir ný lög um hámarkshraða? Nú hefur það verið umtalað í samfélaginu að fyrirtækið Santé ehf kt. 641114-1030, með VSK númerið 118625 hafi stundað ólöglega sölu á áfengi frá árinu 2015 til dagsins í dag. Ég hef t.d. séð tölvupóst frá 2015 þar sem Santé ehf er að bjóða vín til banka og ég hef einnig séð kvittun þar sem kemur fram að Santé ehf seldi vín til einstaklings í nóvember 2020. Ég hef líka heyrt að Santé ehf leiki þann leik að gefa út reikninga á einstaklinga og fyrirtæki sem hafa ekki endursöluleyfi áfengis og bakfæri síðan reikningana í sínu bókhaldi, en sendi ekki kredit reikning á viðkomandi fyrirtæki og síðan er gefinn út nýr reikningur á nokkur veitingahús sem Santé ehf er í samstarfi við. Ég vil taka sérstaklega fram að þótt einn veitingamaður hafi viðurkennt fyrir mér að hann leyfi Santé ehf að gera tilhæfulausa reikninga, þá hef ég ekki séð nein gögn sem staðfesta þennan orðróm um þess lags reikningsviðskipti. Nú er spurningin eins og með hámarkshraðann á Reykjanesbrautinni: Er það í lagi, ef satt er, að fyrirtækið Santé ehf selji áfengi ólöglega? Eingöngu vegna þess að svo margir eru sammála því að lögin ættu að leyfa frjálsa sölu á áfengi til allra. Hvað ef t.d. dómsmála- og fjármálaráðherra panta þjónustu frá Santé ehf, þar sem þau eru fylgjandi þess að hafa sölu á áfengi frjálsa? Er það þá líka í lagi að engin kæra berist (eða komist í gegn eins og orðrómur segir) þar sem einhverjir sem ráða, koma í veg fyrir kæru, því þau eru líka sammála að Santé ehf eigi að hafa frelsi til að selja áfengi til hvers sem er og jafnvel til þeirra líka? Hver er núna að fremja lögbrot ef sögur eru sannar? Er það fyrirtækið Santé ehf? Eru það þau sem panta þjónustuna frá Santé ehf? Eða þau sem ákveða að líta fram hjá brotinu? Einfaldlega vegna þess að þeim finnst persónulega þetta ekki vera brot. Er ekki sala á áfengi til almennings og fyrirtækja sem ekki hafa endursöluleyfi alltaf lögbrot? Er ekki svarið einfaldlega: að minnsta kosti þar til Alþingi breytir núverandi lögum eða samþykkir ný lög um áfengissölu á nákvæmlega sama hátt og það er ólöglegt að keyra á 120km hraða á Reykjanesbrautinni samkvæmt núgildandi umferðarlögum. Vissulega margar spurningar, en aðalatriðið er: hvenær gilda lög og þá fyrir hverja?
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun