Hvernig þingmenn vilt þú að vinni fyrir þig? Eiríkur Björn Björgvinsson og Sigríður Ólafsdóttir skrifa 22. júlí 2021 08:00 Fólk í öllum og ólíkum stjórnmálaflokkum gegnir mikilvægu hlutverki í okkar lýðræðissamfélagi. Stjórnmálafólk er í leiðtogahlutverki og meginhlutverk þess er að hafa hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi, vinna fyrir hana og vera til fyrirmyndar í störfum sínum. Stjórnmálafólk er því í þjónustuhlutverki fyrir aðra og ber að taka það hlutverk alvarlega. Þjónandi forysta Þjónandi forysta er hugmyndafræði Roberts K. Greenleaf, en hann segir sanna leiðtoga vera þjóna samfélagsins. Þar sem þeir séu í forystu þurfi þeir að búa yfir innri styrk og framtíðarsýn en síðast en ekki síst þurfi þeir að búa yfir einlægum áhuga á högum annarra. Þjónandi leiðtogar eiga auðvelt með að skuldbinda sig til að setja þjónustu, jafnræði og heildarhagsmuni í fyrsta sæti. Það samræmist vel okkar persónulegu sýn og grunnhugmyndafræði Viðreisnar. Rannsóknir hafa meðal annars sýnt að samfélög sem ná árangri byggja á leiðtogum sem eru hvetjandi og drifnir áfram af gildum, trausti og virku samstarfi við fólkið sem þeir þjónusta. Þannig leiðtoga viljum við og sú sýn er klárlega það sem drífur okkur áfram og ástæða þess að við gefum kost á okkur til að vinna fyrir þig. Við hlustum Sú færni að kunna að hlusta á aðra er einn veigamesti eiginleiki þeirra leiðtoga sem ná raunverulegum árangri. Rannsóknir sýna að hlustun styður við vöxt þeirra sem fá hana. Hlustun grundvallar góð samskipti, laðar fram hugmyndir, eykur ánægju og góðan árangur. Þá skiptir virk hlustun, sem felur í sér samhyggð, meginmáli því sá sem hlustar á þann hátt heyrir ekki aðeins það sem sagt er heldur einnig það sem býr að baki orðunum og varðar ekki síst tilfinningar eða líðan. Þetta er eiginleiki sem mikilvægt er að þjálfa og með virkri hlustun má stórauka traust og jafningjabrag. Í þessu liggur einnig sá grundvallarmunur sem er á því að hlusta til að skilja og að hlusta til að svara. Við hlustum til að skilja. Þjónandi stjórnmálafólk Stjórnmálafólk sem áttar sig á inntaki þjónustuhlutverks síns og er gætt þessum forystueiginleikum ætti að vera eftirsóknarvert. Slíkir þjónandi leiðtogar eru sannir umboðsmenn fólksins, þeir eru rödd þess og þannig stjórnmálafólk þurfum við til starfa á Alþingi. Þingmenn sem leggja metnað sinn í að hlusta og þjóna fólkinu í landinu eru leiðtogar sem taka almannahagsmuni umfram sérhagsmuni. Það er meginstef í stefnu Viðreisnar og þannig leggjum við alltaf áherslu á að setja fólkið í fyrsta sætið. Við viljum vinna fyrir þig Í störfum okkar, stjórnun og ráðgjöf til margra ára höfum við tileinkað okkur hugmyndafræði þjónandi forystu. Það má glögglega sjá í okkar stjórnunarstíl, samskiptum og fyrri verkum. Fyrir okkur er það því sjálfgefið og liggur beint við að yfirfæra þessa nálgun á ný hlutverk okkar sem þátttakendur í stjórnmálum. Þess vegna viljum við vinna fyrir þig. Hvernig stjórnmálafólk vilt þú að vinni fyrir þig á Alþingi? Eiríkur Björn skipar 1. sæti á lista Viðreisnar í Norðausturkjördæmi. Sigríður skipar 2. sæti á lista Viðreisnar í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Norðausturkjördæmi Viðreisn Eiríkur Björn Björgvinsson Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Þöglar raddir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir skrifar Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir skrifar Skoðun Götusalar eða stjórnmálamenn? Friðrik Erlingsson skrifar Sjá meira
Fólk í öllum og ólíkum stjórnmálaflokkum gegnir mikilvægu hlutverki í okkar lýðræðissamfélagi. Stjórnmálafólk er í leiðtogahlutverki og meginhlutverk þess er að hafa hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi, vinna fyrir hana og vera til fyrirmyndar í störfum sínum. Stjórnmálafólk er því í þjónustuhlutverki fyrir aðra og ber að taka það hlutverk alvarlega. Þjónandi forysta Þjónandi forysta er hugmyndafræði Roberts K. Greenleaf, en hann segir sanna leiðtoga vera þjóna samfélagsins. Þar sem þeir séu í forystu þurfi þeir að búa yfir innri styrk og framtíðarsýn en síðast en ekki síst þurfi þeir að búa yfir einlægum áhuga á högum annarra. Þjónandi leiðtogar eiga auðvelt með að skuldbinda sig til að setja þjónustu, jafnræði og heildarhagsmuni í fyrsta sæti. Það samræmist vel okkar persónulegu sýn og grunnhugmyndafræði Viðreisnar. Rannsóknir hafa meðal annars sýnt að samfélög sem ná árangri byggja á leiðtogum sem eru hvetjandi og drifnir áfram af gildum, trausti og virku samstarfi við fólkið sem þeir þjónusta. Þannig leiðtoga viljum við og sú sýn er klárlega það sem drífur okkur áfram og ástæða þess að við gefum kost á okkur til að vinna fyrir þig. Við hlustum Sú færni að kunna að hlusta á aðra er einn veigamesti eiginleiki þeirra leiðtoga sem ná raunverulegum árangri. Rannsóknir sýna að hlustun styður við vöxt þeirra sem fá hana. Hlustun grundvallar góð samskipti, laðar fram hugmyndir, eykur ánægju og góðan árangur. Þá skiptir virk hlustun, sem felur í sér samhyggð, meginmáli því sá sem hlustar á þann hátt heyrir ekki aðeins það sem sagt er heldur einnig það sem býr að baki orðunum og varðar ekki síst tilfinningar eða líðan. Þetta er eiginleiki sem mikilvægt er að þjálfa og með virkri hlustun má stórauka traust og jafningjabrag. Í þessu liggur einnig sá grundvallarmunur sem er á því að hlusta til að skilja og að hlusta til að svara. Við hlustum til að skilja. Þjónandi stjórnmálafólk Stjórnmálafólk sem áttar sig á inntaki þjónustuhlutverks síns og er gætt þessum forystueiginleikum ætti að vera eftirsóknarvert. Slíkir þjónandi leiðtogar eru sannir umboðsmenn fólksins, þeir eru rödd þess og þannig stjórnmálafólk þurfum við til starfa á Alþingi. Þingmenn sem leggja metnað sinn í að hlusta og þjóna fólkinu í landinu eru leiðtogar sem taka almannahagsmuni umfram sérhagsmuni. Það er meginstef í stefnu Viðreisnar og þannig leggjum við alltaf áherslu á að setja fólkið í fyrsta sætið. Við viljum vinna fyrir þig Í störfum okkar, stjórnun og ráðgjöf til margra ára höfum við tileinkað okkur hugmyndafræði þjónandi forystu. Það má glögglega sjá í okkar stjórnunarstíl, samskiptum og fyrri verkum. Fyrir okkur er það því sjálfgefið og liggur beint við að yfirfæra þessa nálgun á ný hlutverk okkar sem þátttakendur í stjórnmálum. Þess vegna viljum við vinna fyrir þig. Hvernig stjórnmálafólk vilt þú að vinni fyrir þig á Alþingi? Eiríkur Björn skipar 1. sæti á lista Viðreisnar í Norðausturkjördæmi. Sigríður skipar 2. sæti á lista Viðreisnar í Norðausturkjördæmi.
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar