Unga fólkið og frystihúsin Hrafndís Bára Einarsdóttir skrifar 22. júlí 2021 08:00 Sköpunarmiðstöðin á Stöðvarfirði hélt á dögunum upp á 10 ára afmæli sitt. Við tækifærið fóru valdir einstaklingar með nokkur orð um tímamótin og var eitt sérstaklega áberandi í máli þeirra allra. Öll áréttuðu þau að þó ástæða væri til að fagna hafi ferðalagið ekki alltaf verið auðvelt og þau vissu sem væri, að ekkert er í hendi. Þarna er mikilvægt að stoppa aðeins við og rýna í þetta fyrirbæri. Ekki bara fyrirbærið Sköpunarmiðstöðina heldur fyrirbærin ungt fólk, sköpun, listir og ný tækifæri í jaðarbyggðum. Hvað rekur fólk til að leggja allt sitt í sölurnar fyrir gamalt hús og hugsjón, eyða ómældum tíma í að berjast fyrir tilveru þess og uppbyggingu? Er það hafið eða fjöllin? Nei, sennilega er það fólkið á þessum stöðum. Fólkið og viljinn til að skapa sér gefandi og nærandi umhverfi þar sem það kýs að búa sér heimili. Unga fólkið sem hefur tekið hvert frystihúsið á fætur öðru, eða annað húsnæði sem áður hýsti gamla tíma, og gefið því nýtt líf og ný verkefni. Með hugviti sínu sem skapar ekki bara störf og dregur að fólk, heldur mótar nærsamfélagið og gefur af sér. En hvers vegna þarf að berjast svona hatrammlega fyrir slíkri tilveru? Eru ekki allir sammála um að það nauðsynlegasta við uppbyggingu brothættra byggða og smærri samfélaga eru tækifæri fyrir ungt fólk og þjónusta við það eldra? Nú virðist vera að nánast hvert einasta pláss á Austurlandi státi af glæsilegri uppbyggingu hugmyndaríkra einstaklinga í gömlum húsum sem ganga í endurnýjun lífdaga. Slíkri uppbyggingu á ekki bara að fagna á tyllidögum og senda fallegar loforðskveðjur korter í kosningar. Slíkri uppbyggingu á að hampa alla daga, bæði í orði og á borði. Draga þarf úr miðstýringu ríkis á sama tíma og stutt er við sjálfbærni sveitarfélaga. Þannig er smærri samfélögum gert kleift að móta sitt umhverfi sjálft. Gefum sköpunarkrafti hvers annars lausan tauminn og hefjum endurreisn á forsendum fólks og hugmynda þeirra. Höfundur er hreinræktaður Hrafnkelsdælingur og skipar annað sæti Pírata í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Skoðun: Kosningar 2021 Fjarðabyggð Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Sköpunarmiðstöðin á Stöðvarfirði hélt á dögunum upp á 10 ára afmæli sitt. Við tækifærið fóru valdir einstaklingar með nokkur orð um tímamótin og var eitt sérstaklega áberandi í máli þeirra allra. Öll áréttuðu þau að þó ástæða væri til að fagna hafi ferðalagið ekki alltaf verið auðvelt og þau vissu sem væri, að ekkert er í hendi. Þarna er mikilvægt að stoppa aðeins við og rýna í þetta fyrirbæri. Ekki bara fyrirbærið Sköpunarmiðstöðina heldur fyrirbærin ungt fólk, sköpun, listir og ný tækifæri í jaðarbyggðum. Hvað rekur fólk til að leggja allt sitt í sölurnar fyrir gamalt hús og hugsjón, eyða ómældum tíma í að berjast fyrir tilveru þess og uppbyggingu? Er það hafið eða fjöllin? Nei, sennilega er það fólkið á þessum stöðum. Fólkið og viljinn til að skapa sér gefandi og nærandi umhverfi þar sem það kýs að búa sér heimili. Unga fólkið sem hefur tekið hvert frystihúsið á fætur öðru, eða annað húsnæði sem áður hýsti gamla tíma, og gefið því nýtt líf og ný verkefni. Með hugviti sínu sem skapar ekki bara störf og dregur að fólk, heldur mótar nærsamfélagið og gefur af sér. En hvers vegna þarf að berjast svona hatrammlega fyrir slíkri tilveru? Eru ekki allir sammála um að það nauðsynlegasta við uppbyggingu brothættra byggða og smærri samfélaga eru tækifæri fyrir ungt fólk og þjónusta við það eldra? Nú virðist vera að nánast hvert einasta pláss á Austurlandi státi af glæsilegri uppbyggingu hugmyndaríkra einstaklinga í gömlum húsum sem ganga í endurnýjun lífdaga. Slíkri uppbyggingu á ekki bara að fagna á tyllidögum og senda fallegar loforðskveðjur korter í kosningar. Slíkri uppbyggingu á að hampa alla daga, bæði í orði og á borði. Draga þarf úr miðstýringu ríkis á sama tíma og stutt er við sjálfbærni sveitarfélaga. Þannig er smærri samfélögum gert kleift að móta sitt umhverfi sjálft. Gefum sköpunarkrafti hvers annars lausan tauminn og hefjum endurreisn á forsendum fólks og hugmynda þeirra. Höfundur er hreinræktaður Hrafnkelsdælingur og skipar annað sæti Pírata í Norðausturkjördæmi.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun