Körfubolti

NBA dagsins: Gríska goðið sá til þess að Hirtirnir unnu fyrsta titilinn í 50 ár

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Gríska goðið að leik loknum.
Gríska goðið að leik loknum. Jonathan Daniel/Getty Images

Giannis Antetokounmpo var allt í öllu þegar Milwaukee Bucks tryggði sér loksins NBA-meistaratitilinn í körfubolta. Liðið vann Phoenix Suns 105-98 í sjötta leik liðanna í úrslitaeinvígi deildarinnar og tryggði sér þar með 4-2 sigur í einvíginu og titilinn í leiðinni.

Eftir að hafa lent 0-2 undir virtist sem hirtnir væru frosnir er Phoenix Suns hraðlestin með þá Devin Booker og Chris Paul við stýrið ætlaði að keyra Giannis og félaga af veginum. Allt kom fyrir ekki, Giannis stöðvaði sigurgöngu Phoenix og sneri einvíginu sér í vil.

Ótrúleg frammistaða Giannis skilaði honum titlinum „Verðmætasti leikmaður úrslitaeinvígisins“ og var hann vel að því kominn. Hann hefur skilað ótrúlegum tölum allt einvígið og toppaði það endanlega í nótt er hann skoraði 50 stig og tók 14 fráköst.

Leikur næturinnar var nokkuð kaflaskiptur og ljóst að spennustigið var hátt. Það var ekki fyrr en alveg undir lok leik sem Bucks náði forystu sem Suns náði ekki að saxa niður og þar með ljóst að titilinn væri á leiðinni til Milwaukee.

Er sigurinn var staðfestur brutust út mikil fagnaðarlæti en sjá má allt það helsta úr leiknum, fagnaðarlætin sem og ýmis viðtöl hér að neðan.

Klippa: NBA dagsins

NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.



Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×