Sossa segir Reykjanesið leynda perlu Reykjanesbær 20. júlí 2021 11:45 Það er mikil upplifun að horfa á brimið skella á klettaströndinni. VisitReykjanes.is Reykjanesið býr yfir einstökum náttúrutöfrum og þangað er hægt að gera frábæra ferð. Myndlistakonan Sossa býr og starfar í Reykjanesbæ þar sem hún ólst upp. Hún segir Reykjanesið geyma margar perlur sem gaman er að skoða og upplifa. Heimabærinn hennar, Keflavík hefur löngum haft yfir sér framandi yfirbragð og blómstrandi menningarlíf. Vísir mælir með heimsókn á Reykjanesið. Myndlistakonan Sossa býr og starfar í heimabænum sínum. „Hér er gott að starfa og fínt að búa, stutt til höfuðborgarinnar og stutt út í heim,“ segir Sossa en Keflavík hefur löngum skorið sig úr flóru íslenskra sveitarfélaga vegna nálægðarinnar við útlönd ef svo má segja. Hvernig var að alast þar upp? Annar menningarheimur „Ég fluttist til Keflavíkur þriggja ára gömul. Þegar ég man fyrst eftir mér einkenndist bærinn svolítið af veru herliðsins á Keflavíkurflugvelli. Hernum fylgdi annar menningarheimur, ameríska sjónvarpið, útvarpsstöðvar og sælgæti sem á einhvern hátt komust út fyrir Keflavíkurhliðið, og svo “príslistar” þar sem pöntuð voru föt frá henni Ameríku og þeim svo smyglað niður í bæinn,“ rifjar Sossa upp. Krakkarnir frá Keflavík hafi skorið sig úr í klæðaburði. Einnig fengu þau erlenda popptónlist beint í æð. Menningarlífið blómstrar í bænum. Hér málar Sossa ásamt barnabarni sínu með tilþrifum á vinnustofunni en þangað er hægt að heimsækja listakonuna.Sossa „Tónlistin skipaði stóran sess hjá okkur unglingunum, lituð af ameríska útvarpinu,“ segir Sossa. „Það var spennandi að alast upp í hratt vaxandi bæ. Íbúar komu allsstaðar af landinu og allir tóku þátt í uppbyggingu samfélagsins, unnu í fiskinum og svo byggði herinn upp flugvöllinn. Enn þann dag í dag er stór hluti atvinnulífsins tengdur flugvellinum og ferðamannaiðnaðinum,“ segir Sossa. Í dag blómstri einnig menningarlífið og ber þar hæst bæjarhátíðina Ljósanótt, sem fram fer á hverju hausti en allt árið um kring iðar bærinn af fjölbreyttu menningarlífi. „Hin seinni ár hefur menningarlífið fengið stærri sess í bæjarfélaginu“ segir Sossa. „Tónlistarhöll og svo Duus húsin sem hýsa listasafn Reykjanesbæjar en þar er unnið afar metnaðarfullt starf og svo eru sýningar frá byggðasafni Reykjanesbæjar. Þegar ég fæ gesti til mín býð ég þeim að sjálfsögðu á vinnustofuna í Duushúsin og svo til leirlistakonunnar Drífu Káradóttur sem er með fallega vinnustofu hér í bænum.“ Leyndar perlur Beðin um skothelda uppskrift að góðum degi á Reykjanesi segir Sossa lítið mál að gera frábæra ferð um nesið. „Ég færi með gestina í góðan göngutúr með fram sjónum á fallegum göngustígum. Í hádeginu væri hægt að stoppa á einhverjum af mörgum veitingastöðum bæjarins, til dæmis á Library. Ég myndi síðan keyra út í Garð, skoða fjöruna og vitann, svo Sandgerði, Þekkingarsetrið og út í Hafnir og líta á fallegu kirkjuna þar, áfram út á Reykjanestá, að Gunnuhver og stoppa svo til að horfa á brimið við klettaströndina. Brú milli heimsálfa. Samkvæmt jarðfræðikenningum togast Evrasíu- og Norður- Ameríkuflekarnir hvor frá öðrum á Reykjanesi.Visitreykjanes.isGunnuhver dregur nafn sitt af Guðrúnu nokkurri sem gekk aftur og olli miklum usla. Prestur sendi loks drauginn í hverinn.Visitreykjanes.isBrimketill er sérkennileg laug í sjávarborðinu vestast í Staðarbergi stutt frá Grindavík.Visitreykjanes.isEldgosið í Geldingadölum hefur óþrjótandi aðdráttarafl.Visitreykjanes.isTilkomumikið brimið við klettana.Visitreykjanes.isSelatangar eru gömul verstöð miðja vegu milli Grindavíkur og Krýsuvíkur.Visitreykjanes.is Reykjanesið er nefnilega leynd perla sem býður upp á fallega náttúru, Kleifarvatn, Seltún, Eldborg, Krísuvíkurbjarg, Húshólma, Selatanga, Geldingadali, Djúpavatn, Sogin, Reykjanesvita og Sandvík svo eitthvað sé nefnt. Eftir daginn mætti svo borða kvöldmat á nýjum veitingastað The Brigde sem er á Hótel Marriott. Fólkið gæti síðan valið að gista á einhverju hótela bæjarins en ef á að tjalda þá er ágætis tjaldstæði í Garði og Grindavík. Í Grindavík er einnig einn af mínum uppáhaldsveitingastöðum, Hjá Höllu. Ég mæli með þeim stað og fer gjarnan með mína gesti þangað.“ Festarfjall er Eeldfjall um 190 metra hátt. Meðfram því er bergveggur en sagan segir að sé festi tröllskessu.Visitreykjanes.isÁður fyrr bökuðu grindvískar konur brauð í Eldvörpum og liggur svokallaður Brauðstígur þangað frá Grindavík. visitreykjanes.isSpákonuvatn við Sogin er sprengigígur, eins og Arnarvatn við göngustíg yfir SveifluhálsVisitreykjanes.isHraunið í Geldingadölum er vinsæll viðkomustaður á Reykjanesi.Visitreykjanes.isValahnúkur myndaðist í einu gosi en sýnir mismunandi ásýndir í virkni gossins.Visitreykjanes.is Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Reykjanesbær Ljósanótt Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira
Myndlistakonan Sossa býr og starfar í Reykjanesbæ þar sem hún ólst upp. Hún segir Reykjanesið geyma margar perlur sem gaman er að skoða og upplifa. Heimabærinn hennar, Keflavík hefur löngum haft yfir sér framandi yfirbragð og blómstrandi menningarlíf. Vísir mælir með heimsókn á Reykjanesið. Myndlistakonan Sossa býr og starfar í heimabænum sínum. „Hér er gott að starfa og fínt að búa, stutt til höfuðborgarinnar og stutt út í heim,“ segir Sossa en Keflavík hefur löngum skorið sig úr flóru íslenskra sveitarfélaga vegna nálægðarinnar við útlönd ef svo má segja. Hvernig var að alast þar upp? Annar menningarheimur „Ég fluttist til Keflavíkur þriggja ára gömul. Þegar ég man fyrst eftir mér einkenndist bærinn svolítið af veru herliðsins á Keflavíkurflugvelli. Hernum fylgdi annar menningarheimur, ameríska sjónvarpið, útvarpsstöðvar og sælgæti sem á einhvern hátt komust út fyrir Keflavíkurhliðið, og svo “príslistar” þar sem pöntuð voru föt frá henni Ameríku og þeim svo smyglað niður í bæinn,“ rifjar Sossa upp. Krakkarnir frá Keflavík hafi skorið sig úr í klæðaburði. Einnig fengu þau erlenda popptónlist beint í æð. Menningarlífið blómstrar í bænum. Hér málar Sossa ásamt barnabarni sínu með tilþrifum á vinnustofunni en þangað er hægt að heimsækja listakonuna.Sossa „Tónlistin skipaði stóran sess hjá okkur unglingunum, lituð af ameríska útvarpinu,“ segir Sossa. „Það var spennandi að alast upp í hratt vaxandi bæ. Íbúar komu allsstaðar af landinu og allir tóku þátt í uppbyggingu samfélagsins, unnu í fiskinum og svo byggði herinn upp flugvöllinn. Enn þann dag í dag er stór hluti atvinnulífsins tengdur flugvellinum og ferðamannaiðnaðinum,“ segir Sossa. Í dag blómstri einnig menningarlífið og ber þar hæst bæjarhátíðina Ljósanótt, sem fram fer á hverju hausti en allt árið um kring iðar bærinn af fjölbreyttu menningarlífi. „Hin seinni ár hefur menningarlífið fengið stærri sess í bæjarfélaginu“ segir Sossa. „Tónlistarhöll og svo Duus húsin sem hýsa listasafn Reykjanesbæjar en þar er unnið afar metnaðarfullt starf og svo eru sýningar frá byggðasafni Reykjanesbæjar. Þegar ég fæ gesti til mín býð ég þeim að sjálfsögðu á vinnustofuna í Duushúsin og svo til leirlistakonunnar Drífu Káradóttur sem er með fallega vinnustofu hér í bænum.“ Leyndar perlur Beðin um skothelda uppskrift að góðum degi á Reykjanesi segir Sossa lítið mál að gera frábæra ferð um nesið. „Ég færi með gestina í góðan göngutúr með fram sjónum á fallegum göngustígum. Í hádeginu væri hægt að stoppa á einhverjum af mörgum veitingastöðum bæjarins, til dæmis á Library. Ég myndi síðan keyra út í Garð, skoða fjöruna og vitann, svo Sandgerði, Þekkingarsetrið og út í Hafnir og líta á fallegu kirkjuna þar, áfram út á Reykjanestá, að Gunnuhver og stoppa svo til að horfa á brimið við klettaströndina. Brú milli heimsálfa. Samkvæmt jarðfræðikenningum togast Evrasíu- og Norður- Ameríkuflekarnir hvor frá öðrum á Reykjanesi.Visitreykjanes.isGunnuhver dregur nafn sitt af Guðrúnu nokkurri sem gekk aftur og olli miklum usla. Prestur sendi loks drauginn í hverinn.Visitreykjanes.isBrimketill er sérkennileg laug í sjávarborðinu vestast í Staðarbergi stutt frá Grindavík.Visitreykjanes.isEldgosið í Geldingadölum hefur óþrjótandi aðdráttarafl.Visitreykjanes.isTilkomumikið brimið við klettana.Visitreykjanes.isSelatangar eru gömul verstöð miðja vegu milli Grindavíkur og Krýsuvíkur.Visitreykjanes.is Reykjanesið er nefnilega leynd perla sem býður upp á fallega náttúru, Kleifarvatn, Seltún, Eldborg, Krísuvíkurbjarg, Húshólma, Selatanga, Geldingadali, Djúpavatn, Sogin, Reykjanesvita og Sandvík svo eitthvað sé nefnt. Eftir daginn mætti svo borða kvöldmat á nýjum veitingastað The Brigde sem er á Hótel Marriott. Fólkið gæti síðan valið að gista á einhverju hótela bæjarins en ef á að tjalda þá er ágætis tjaldstæði í Garði og Grindavík. Í Grindavík er einnig einn af mínum uppáhaldsveitingastöðum, Hjá Höllu. Ég mæli með þeim stað og fer gjarnan með mína gesti þangað.“ Festarfjall er Eeldfjall um 190 metra hátt. Meðfram því er bergveggur en sagan segir að sé festi tröllskessu.Visitreykjanes.isÁður fyrr bökuðu grindvískar konur brauð í Eldvörpum og liggur svokallaður Brauðstígur þangað frá Grindavík. visitreykjanes.isSpákonuvatn við Sogin er sprengigígur, eins og Arnarvatn við göngustíg yfir SveifluhálsVisitreykjanes.isHraunið í Geldingadölum er vinsæll viðkomustaður á Reykjanesi.Visitreykjanes.isValahnúkur myndaðist í einu gosi en sýnir mismunandi ásýndir í virkni gossins.Visitreykjanes.is
Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Reykjanesbær Ljósanótt Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira