Gosmóða frá Geldingadölum mældist í Færeyjum í gær: „Við sendum Færeyingum góðar kveðjur“ Elísabet Inga Sigurðardóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 19. júlí 2021 14:10 Frá gosinu í Geldingadölum. Vísir/Vilhelm Nokkur gosmóða er á höfuðborgarsvæðinu. Einstaklingum, sem viðkvæmir eru fyrir loftmengun, er ráðlegt að fara varlega og skulu ung börn ekki sofa utandyra. Gosmóða frá gosinu í Geldingadölum mældist í Færeyjum í gær. Elísabet Inga Sigurðardóttir Íbúar á höfuðborgarsvæðinu urðu líklega margir varir við gosmóðu á leið til vinnu í morgun, en nokkuð há gildi á brennisteinsdíoxíð og súlfötum hafa mælst í borginni og í Hvalfirði frá því árla morgun. Ung börn skulu ekki sofa utandyra Samkvæmt ábendingum frá Veðurstofunni skulu einstaklingar sem viðkvæmir eru fyrir loftmengun fara varlega og skulu ung börn ekki sofa utandyra. Þá getur aukinna áhrifa gætt þegar fólk erfiðar utandyra. Áhugasömum er bent á að skoða vefsíðu Umhverfisstofnunar þar sem hægt er að fylgjast með gildum. Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni segir í samtali við fréttastofu að gosmóðan komi ekki beint frá gosstöðvunum í Geldingadölum heldur sé um eldri gasmökk að ræða. „Þetta er bara vindáttin sem ræður þessu og eins og núna þegar þetta kemur til okkar þá er þetta að koma utan af sjó. Þetta er hæg vestanátt og þetta mallar svona yfir okkur.“ Sendir Færeyingum góðar kveðjur Hún segir erfitt að spá fyrir um hversu lengi megi búast við að móðan geri sig heimakomna hér á landi, og það fari helst eftir veðri og vindum. Hún segir almenna ráðið, til þess að forðast að verða fyrir áhrifum móðunnar, að halda sig innan dyra. „Þetta ætti ekki að hafa mikil áhrif á heilsuhrausta einstaklinga eða einstaklinga sem eru ekki viðkvæmir fyrir loftögnum. Þetta getur haft áhrif á þá sem eru með einhvers konar öndunarörðugleika eða sjúkdóma.“ Þá hafi gosmóðan sem rekja má til gossins í geldingadölum mælst í Færeyjum í gær og sendir Veðurstofan Færeyingum góðar kveðjur. Salóme segir jafnframt að við séum ekki ein að kljást við gosmóðu, en móðan sé viðvarandi ástand á Hawaii. Þar séu gefnir út leiðbeiningabæklingar fyrir almenning og er nú í skoðun að gefa út svipaðar leiðbeiningar til almennings hérlendis. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Esjan er horfin Gosmóða hylur nú bæjarfjall höfuðborgabúa. Sjaldan eða aldrei hefur gosmengunin verið svo mikil í höfuðborginni. 19. júlí 2021 10:52 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Fleiri fréttir Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Sjá meira
Íbúar á höfuðborgarsvæðinu urðu líklega margir varir við gosmóðu á leið til vinnu í morgun, en nokkuð há gildi á brennisteinsdíoxíð og súlfötum hafa mælst í borginni og í Hvalfirði frá því árla morgun. Ung börn skulu ekki sofa utandyra Samkvæmt ábendingum frá Veðurstofunni skulu einstaklingar sem viðkvæmir eru fyrir loftmengun fara varlega og skulu ung börn ekki sofa utandyra. Þá getur aukinna áhrifa gætt þegar fólk erfiðar utandyra. Áhugasömum er bent á að skoða vefsíðu Umhverfisstofnunar þar sem hægt er að fylgjast með gildum. Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni segir í samtali við fréttastofu að gosmóðan komi ekki beint frá gosstöðvunum í Geldingadölum heldur sé um eldri gasmökk að ræða. „Þetta er bara vindáttin sem ræður þessu og eins og núna þegar þetta kemur til okkar þá er þetta að koma utan af sjó. Þetta er hæg vestanátt og þetta mallar svona yfir okkur.“ Sendir Færeyingum góðar kveðjur Hún segir erfitt að spá fyrir um hversu lengi megi búast við að móðan geri sig heimakomna hér á landi, og það fari helst eftir veðri og vindum. Hún segir almenna ráðið, til þess að forðast að verða fyrir áhrifum móðunnar, að halda sig innan dyra. „Þetta ætti ekki að hafa mikil áhrif á heilsuhrausta einstaklinga eða einstaklinga sem eru ekki viðkvæmir fyrir loftögnum. Þetta getur haft áhrif á þá sem eru með einhvers konar öndunarörðugleika eða sjúkdóma.“ Þá hafi gosmóðan sem rekja má til gossins í geldingadölum mælst í Færeyjum í gær og sendir Veðurstofan Færeyingum góðar kveðjur. Salóme segir jafnframt að við séum ekki ein að kljást við gosmóðu, en móðan sé viðvarandi ástand á Hawaii. Þar séu gefnir út leiðbeiningabæklingar fyrir almenning og er nú í skoðun að gefa út svipaðar leiðbeiningar til almennings hérlendis.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Esjan er horfin Gosmóða hylur nú bæjarfjall höfuðborgabúa. Sjaldan eða aldrei hefur gosmengunin verið svo mikil í höfuðborginni. 19. júlí 2021 10:52 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Fleiri fréttir Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Sjá meira
Esjan er horfin Gosmóða hylur nú bæjarfjall höfuðborgabúa. Sjaldan eða aldrei hefur gosmengunin verið svo mikil í höfuðborginni. 19. júlí 2021 10:52