Handbolti

Með uppeldisfélögin á bakinu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Alfreð er þjálfari þýska liðsins sem hefur leik á föstudag.
Alfreð er þjálfari þýska liðsins sem hefur leik á föstudag. Daniel Karmann/Getty

Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í þýska landsliðinu í handbolta undirbúa sig nú undir Ólympíuleikana í Tókýó sem hefjast í vikunni.

Það styttist í að leikarnir hefjist en það eru ekki bara góðar fréttir sem koma frá Tókýó því upp hafa komið kórónuveirusmit í Ólympíuþorpinu.

Þýskaland bryddar upp á nýjungum en aftan á upphitunartreyjunum má sjá nafn þess liðs sem leikmennirnir léku fyrst með, sjálf uppeldisfélögin.

Þýskaland er í riðli með Frakklandi, Noregi, Brasilíu, Spáni og Argentínu en fyrsti leikur liðsins er gegn Spáni á laugardag.

Óvíst er hvort að KA standi aftan á peysu Alfreðs sem tók við þýska liðinu á síðasta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×