Héldu að þau yrðu örugg á Íslandi en eiginmaðurinn smitaðist samt Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. júlí 2021 20:00 Laurie Vansteenkiste, gestur farsóttarhúss. Farþegi skemmtiferðaskipsins Viking Sky hefur ekki hugmynd um hvar eiginmaður hennar, einnig farþegi á skipinu, smitaðist af kórónuveirunni. Hún lætur vel af Íslandsdvölinni þrátt fyrir allt. Aðrir gestir farsóttarhússins taka í sama streng. Gestir farsóttarhússins við Rauðarárstíg reyndu margir að njóta sjaldséðrar veðurblíðunnar í höfuðborginni í gegnum galopna glugga þegar fréttastofu bar að garði í dag. Þeir Jakob Þór Magnússon, Kolbeinn Tumi Gautason og Leifur Guðlaugsson eru bólusettir og allir smitaðir af Covid. Jakob og Kolbeinn hófu einangrun á miðvikudag en Leifur kom á fimmtudag. Tveir fyrrnefndu telja að þeir hafi smitast við áhorf á leik Englands og Danmerkur á Evrópumótinu í knattspyrnu á dögunum en Leifur segir að sitt smit sé alveg órakið. Þeir Jakob Þór Magnússon, Kolbeinn Tumi Gautason og Leifur Guðlaugsson eru bólusettir og allir smitaðir af Covid. Þeir dvelja nú í farsóttarhúsi, ásamt fjölda annarra í einangrun og sóttkví. Fullbólusett og heilsast vel Jökull Veigarsson og Guðrún Gígja Aradóttir voru útsett fyrir smiti á skemmtistaðnum Bankastræti club um síðustu helgi. Þau losna líklega úr sóttkví á morgun en hafa hingað til stytt sér stundir með púsluspili og hámhorfi á Grey's Anatomy. „Við erum ekki með Covid, við erum fullbólusett og heilsast vel. Þannig að allt í góðu sko,“ segir Jökull upplitsdjarfur í glugganum. Jökull og Guðrún Gígja hlakka til að losna úr sóttkví á morgun. Laurie Vansteenkiste frá Michigan Bandaríkjunum, nýkomin úr sóttkvíargöngutúr þegar fréttastofa tók hana tali, kom til Reykjavíkur ásamt eiginmanni sínum á laugardag með skemmtiferðaskipinu Viking Sky á laugardag. „Og svo á þriðjudag var hringt í okkur um kvöldið. Maðurinn minn greindist með Covid og þeir settu hann þá í eina káetu og ég varð eftir í káetunni okkar,“ segir Laurie. Sjálf hefur hún ekki greinst með Covid og er aðeins í sóttkví. Laurie hefur ekki hugmynd um hvar eiginmaðurinn smitaðist. Þau hjónin hafa nú verið fullbólusett um nokkurt skeið. „Við erum miklið ferðafólk og reiknuðum með að við yrðum örugg. Þetta hefur verið frábært. Fólkið á skipinu hefur verið frábært og fólkið hér [í farsóttarhúsi] hefur verið frábært.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Sjá meira
Gestir farsóttarhússins við Rauðarárstíg reyndu margir að njóta sjaldséðrar veðurblíðunnar í höfuðborginni í gegnum galopna glugga þegar fréttastofu bar að garði í dag. Þeir Jakob Þór Magnússon, Kolbeinn Tumi Gautason og Leifur Guðlaugsson eru bólusettir og allir smitaðir af Covid. Jakob og Kolbeinn hófu einangrun á miðvikudag en Leifur kom á fimmtudag. Tveir fyrrnefndu telja að þeir hafi smitast við áhorf á leik Englands og Danmerkur á Evrópumótinu í knattspyrnu á dögunum en Leifur segir að sitt smit sé alveg órakið. Þeir Jakob Þór Magnússon, Kolbeinn Tumi Gautason og Leifur Guðlaugsson eru bólusettir og allir smitaðir af Covid. Þeir dvelja nú í farsóttarhúsi, ásamt fjölda annarra í einangrun og sóttkví. Fullbólusett og heilsast vel Jökull Veigarsson og Guðrún Gígja Aradóttir voru útsett fyrir smiti á skemmtistaðnum Bankastræti club um síðustu helgi. Þau losna líklega úr sóttkví á morgun en hafa hingað til stytt sér stundir með púsluspili og hámhorfi á Grey's Anatomy. „Við erum ekki með Covid, við erum fullbólusett og heilsast vel. Þannig að allt í góðu sko,“ segir Jökull upplitsdjarfur í glugganum. Jökull og Guðrún Gígja hlakka til að losna úr sóttkví á morgun. Laurie Vansteenkiste frá Michigan Bandaríkjunum, nýkomin úr sóttkvíargöngutúr þegar fréttastofa tók hana tali, kom til Reykjavíkur ásamt eiginmanni sínum á laugardag með skemmtiferðaskipinu Viking Sky á laugardag. „Og svo á þriðjudag var hringt í okkur um kvöldið. Maðurinn minn greindist með Covid og þeir settu hann þá í eina káetu og ég varð eftir í káetunni okkar,“ segir Laurie. Sjálf hefur hún ekki greinst með Covid og er aðeins í sóttkví. Laurie hefur ekki hugmynd um hvar eiginmaðurinn smitaðist. Þau hjónin hafa nú verið fullbólusett um nokkurt skeið. „Við erum miklið ferðafólk og reiknuðum með að við yrðum örugg. Þetta hefur verið frábært. Fólkið á skipinu hefur verið frábært og fólkið hér [í farsóttarhúsi] hefur verið frábært.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Sjá meira