Hent berbrjósta upp úr Sky Lagoon: „Ég er alltaf ber að ofan í sundi“ Árni Sæberg skrifar 17. júlí 2021 18:02 Diljá var vísað á dyr í Sky Lagoon fyrir að vera ber að ofan. Diljá Sigurðardóttir/Sky Lagoon Diljá Sigurðardóttur var vísað upp úr Sky Lagoon í dag fyrir að vera ber að ofan. Hún segir starfsfólk lónsins mismuna fólki eftir kyni. Diljá ætlaði að gera sér glaðan dag með kærasta sínum í tilefni sambandsafmælis þeirra og bauð honum því í Sky Lagoon, baðlón á Kársnesi. Hún hefur að eigin sögn farið ber að ofan í sund síðastliðin fimm ár í þeim tilgangi að gengisfella geirvörtur kvenna sem eitthvað sem hægt sé að nota gegn konum, t.d. í gegnum stafrænt kynferðisofbeldi. Hún segir að það að geirvörtur kvenna séu álitnar kynferðislegar sé samfélagslegt fyrirbæri, ekki líffræðilegt. Diljá kynnti sér reglur Sky Lagoon til öryggis og komst að því að þar er hvergi minnst á að konur þurfi að hylja brjóst sín. Eina reglan er að allir gestir þurfa að klæðast baðfötum, sem hún gerði svo sannarlega. Hún bendir á að ekkert hafi verið aðhafst yfir því að kærasti hennar hafi ekki verið í topp. Yrði fylgt upp úr af starfsmönnum ef hún færi ekki í topp Diljá og kærasti hennar höfðu verið í lóninu í um hálftíma þegar starfsmaður lónsins gefur sig að tali við þau og segir að Diljá þurfi að vera í bikinítoppi. Hún neitaði að gera það og benti starfsmanninum á að það væri kynjamismunun að krefjast þess af henni. Starfsmaðurinn náði þá í framkvæmdastjóra Sky Lagoon sem tjáði Diljá að hún þyrfti að fara í toppa ellegar myndu „starfsmenn fylgja henni upp úr lóninu.“ Framkvæmdarstjórinn gaf þá skýringu að gestir lónsins komi frá mismunandi menningarheimum. Diljá veltir því fyrir sér hvort blygðungarkennd ferðamanna vegi þyngra en landslög. Ljóst er að lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna banna mismunun á grundvelli kyns. Diljá segist hafa grátið af reiði í miðju lóninu þar sem henni fannst svo gróflega brotið á réttindum sínum. Hún dreif sig upp úr lóninu enda hafði hún engan áhuga á því að fara í topp eftir hótanir framkvæmdastjórans um brottrekstur. Hún dreif sig reyndar svo mikið að hún fór ekki einu sinni í sokka. „Ég vildi bara komast burt sem fyrst,“ segir hún. Kærasti Diljár fór einnig upp úr en hann fór ekki án þess að fara fram á endurgreiðslu enda kostar aðgangur að lóninu sinn skilding. Diljá segir að Sky Lagoon hafi þegar endurgreitt sér aðgangsverðið. Oftast er ekkert tiltökumál að vera ber að ofan í sundi Sem áður segir hefur Diljá farið ber að ofan í sund síðustu fimm ár. Hún hefur einungis einu sinni lent í vandræðum vegna þess en það var árið 2017 þegar henni var gert að yfirgefa Jaðarsbakkalaug á Akranesi. Hún segir að í kjölfar Free the nipple byltingarinnar hafi meginþorri sundalauga landsins sett reglur um að allir megi vera berir að ofan, óháð kyni. Sundlaugar Jafnréttismál Ferðamennska á Íslandi Kópavogur Sky Lagoon Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð hafi ekki lækkað í samræmi við verð á heimsmörkuðum Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Sjá meira
Diljá ætlaði að gera sér glaðan dag með kærasta sínum í tilefni sambandsafmælis þeirra og bauð honum því í Sky Lagoon, baðlón á Kársnesi. Hún hefur að eigin sögn farið ber að ofan í sund síðastliðin fimm ár í þeim tilgangi að gengisfella geirvörtur kvenna sem eitthvað sem hægt sé að nota gegn konum, t.d. í gegnum stafrænt kynferðisofbeldi. Hún segir að það að geirvörtur kvenna séu álitnar kynferðislegar sé samfélagslegt fyrirbæri, ekki líffræðilegt. Diljá kynnti sér reglur Sky Lagoon til öryggis og komst að því að þar er hvergi minnst á að konur þurfi að hylja brjóst sín. Eina reglan er að allir gestir þurfa að klæðast baðfötum, sem hún gerði svo sannarlega. Hún bendir á að ekkert hafi verið aðhafst yfir því að kærasti hennar hafi ekki verið í topp. Yrði fylgt upp úr af starfsmönnum ef hún færi ekki í topp Diljá og kærasti hennar höfðu verið í lóninu í um hálftíma þegar starfsmaður lónsins gefur sig að tali við þau og segir að Diljá þurfi að vera í bikinítoppi. Hún neitaði að gera það og benti starfsmanninum á að það væri kynjamismunun að krefjast þess af henni. Starfsmaðurinn náði þá í framkvæmdastjóra Sky Lagoon sem tjáði Diljá að hún þyrfti að fara í toppa ellegar myndu „starfsmenn fylgja henni upp úr lóninu.“ Framkvæmdarstjórinn gaf þá skýringu að gestir lónsins komi frá mismunandi menningarheimum. Diljá veltir því fyrir sér hvort blygðungarkennd ferðamanna vegi þyngra en landslög. Ljóst er að lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna banna mismunun á grundvelli kyns. Diljá segist hafa grátið af reiði í miðju lóninu þar sem henni fannst svo gróflega brotið á réttindum sínum. Hún dreif sig upp úr lóninu enda hafði hún engan áhuga á því að fara í topp eftir hótanir framkvæmdastjórans um brottrekstur. Hún dreif sig reyndar svo mikið að hún fór ekki einu sinni í sokka. „Ég vildi bara komast burt sem fyrst,“ segir hún. Kærasti Diljár fór einnig upp úr en hann fór ekki án þess að fara fram á endurgreiðslu enda kostar aðgangur að lóninu sinn skilding. Diljá segir að Sky Lagoon hafi þegar endurgreitt sér aðgangsverðið. Oftast er ekkert tiltökumál að vera ber að ofan í sundi Sem áður segir hefur Diljá farið ber að ofan í sund síðustu fimm ár. Hún hefur einungis einu sinni lent í vandræðum vegna þess en það var árið 2017 þegar henni var gert að yfirgefa Jaðarsbakkalaug á Akranesi. Hún segir að í kjölfar Free the nipple byltingarinnar hafi meginþorri sundalauga landsins sett reglur um að allir megi vera berir að ofan, óháð kyni.
Sundlaugar Jafnréttismál Ferðamennska á Íslandi Kópavogur Sky Lagoon Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð hafi ekki lækkað í samræmi við verð á heimsmörkuðum Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Sjá meira