Handbolti

Ísland rúllaði yfir Kósóvó og spilar um fimmta sætið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Íslenski hópurinn.
Íslenski hópurinn. mynd/hsí

Íslenska U19 landslið kvenna í handbolta spilar um fimmta sæti í B-deild Evrópumótsins eftir 37-23 sigur á Kósóvó í dag.

Mótið fer fram í Skopje í Makedóníu en íslenska liðið komst ekki í undanúrslitin því liðið var með verri markahlutfall en Pólland. Grátlegt.

Íslenska liðið lenti hins vegar í engum vandræðum með lið Kósóvó í dag er liðin mættust í umspili um 5. til 8. sætið.

Ísland tók strax völdin og var 16-10 yfir í hálfleik. Liðið bætti svo bara í forystuna í síðari hálfleik og munurinn varð að endingu fjórtán mörk, 37-23.

Elín Rósa Magnúsdóttir, Ásthildur Bertha Bjarkadóttir og Sara Katrín Gunnarsdóttir gerðu allar fimm mörk og Ída Margrét Stefánsdóttir, Katrín Helga Sigurbergsdóttir og Rakel Sara Elvarsdóttir fjögur.

Emilía Ósk Steinarsdóttir, Bríet Ómarsdóttir og Júlía Sóley Björnsdóttir gerðu tvö og þær Hanna Karen Ólafsdóttir, Katrín Tinna Jensdóttir, Jóhanna Margrét Sigurðardóttir og Anna Marý Jónsdóttir eitt hver.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×