„Excuse me“ lúsmý en hvað eigum við eiginlega að gera? Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 17. júlí 2021 09:00 Lífið tók á tali húðlækni, lyfjatækni, grasalækni og meindýraeyðir og fengu ráðleggingar varðandi lúsmý. Einnig tókum við saman nokkur vel valin húsráð sem hafa verið áberandi á samfélagsmiðlum þessa dagana. Eins fagnandi og landinn virðist taka sumrinu góða þá viðurkennist það fúslega að þessi litla fluga, sem elskar að næra sig á blóði okkar, er aðeins að drepa stemmninguna. Sumarbústaðarferð fjölskyldunnar er í einhverjum tilvikum ekki glædd eins miklum ævintýraljóma eins og fólk gerði sér kannski vonir um. Fjölskyldan sefur sveitt með lokaða glugga í vel girtum ullarnærfötum. Vifturnar hamast í hverju horni og lavender bleyttar grisjur berjast utan í veggina. Þeir sem ekki eru andvaka vegna bita og kláða sofa ekki fyrir látunum í viftunni nú eða hátíðnihljóðinu úr bilaða tækinu sem afi keypti á netinu. „Excuse me“ lúsmý en hvað eigum við eiginlega að gera? Hvað virkar og hvað ekki? Internetið glóir af allskyns ráðum, misvísindalegum og misgáfulegum auðvitað en flestir sem hafa orðið fyrir barðinu á blóðþyrstu og aðeins of uppáþrengjandi lúsmýinu vilja heyra þetta allt. Förum aðeins yfir þetta. Ljós fatnaður og kolagrill Húðlæknirinn Jenna Huld Eysteinsdóttir segir mikilvægt að fólk kynni sér vel hvernig best sé að fyrirbyggja bitin sjálf og þar sé að mörgu að huga. Til dæmis geti klæðnaður skipt miklu máli. Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir á Húðlæknastöðinni segir mikilvægt að fólk hugi vel að fyrirbyggjandi aðgerðum þegar kemur að lúsmýi. „Það er gott ráð að ganga í ljósum langermabolum og síðbuxum, sokkum og skóm utandyra, einkum í ljósaskiptunum. Dökkur klæðnaður laðar flugurnar meira að, líklega vegna meiri hita.“ Flugnafælandi krem, eða úða sem innihalda efnið DEET, segir hún mjög áhrifarík til að fyrirbyggja bitin en þó sé ráðlegt að nota efnið í litlu magni þar sem DEET er talið geta haft neikvæð áhrif á heilsuna í of stórum skömmtum. Fólk ætti einnig að verða sér úti um flugnagildrur en ýmiskonar gildrur eru fáanlegar í dag. Sumir nota til dæmis kolagrill en lyktin er talin fæla flugurnar frá. Aðspurð út í hvað best sé að gera þegar bitin eru komin segir hún mikilvægt að sótthreinsa vel og kæla. Í verstu tilvikunum eftir bit mælir hún eindregið með því að fólk leiti sér læknisaðstoðar en annars ættu ólyfseðilsskyld ofnæmislyf og sterakrem að virka vel. Sultugrisjur með ilmkjarnaolíum Sigríður Jakobsdóttir lyfjatæknir og starfsmaður í Lyf og heilsu úti á Granda segir eftirspurnina eftir vörum tengdum lúsmýi mjög mikla og eru vörur eins og armbandsúr og ýmiskonar fælur löngu uppseldar. Er þetta meira enn í fyrra? Tssssst. Tsssst. Það er eins gott að spreyja sig vel, ætli maður ekki að lenda illa í lúsmýinu. „Ætli þetta sé ekki svipað. Það er alveg sama hvað við pöntum, það selst allt,“ segir Sigríður. Vinsælast segir hún vera sérstök sprey sem eigi að fæla frá lúsmý. En flest innihaldi þau efnið DEET. Hún segir þrjár tegundir vera vinsælastar og misjafnt sé hvernig nota megi spreyin. „Yfirleitt er hægt að spreyja þeim á líkamann, í glugga eða á staði sem þú vilt verja.“ Vörnina í spreyjunum segir hún yfirleitt virka í um átta klukkustundir en starfsfólk leiðbeini fólki um hvað best henti hverjum. Venjuleg flugnanet virka ekki á lúsmýið að sögn Sigríðar og mælir hún því frekar með fínum grisjum. Við höfum verið að mæla með sultugrisjum. Það er sniðugt að bleyta þær með ilmolíum eða einhverjum blöndum eins og lavender og setja til dæmis fyrir glugga. Flugan kemst ekki í gegn en þær ná samt að lofta. Aðspurð út í B vítamín sem mælt hefur verið með til inntöku segist hún ekki sjá mikla hreyfingu á því undanfarið en fólk sé mikið að verða sér út um ofnæmislyf eins og Lóritín og sterakremið Mildison. Sérblönduð olía frá Jurtaapótekinu Kolbrún grasalæknir og eigandi Jurtaapóteksins segist fá margar fyrirspurnir út í vörur tengdar lúsmýi en fólk sé jafnvel of seint að huga að fyrirbyggjandi aðgerðum. Kolbrún grasalæknir segir fólk yfirleitt byrja fyrst að hugsa um fyrirbyggjandi aðferðir þegar það hefur verið bitið af lúsmýi. „Það er meira um að fólk sé að koma til okkar eftir að það er bitið og fer þá að hugsa um að kaupa eitthvað á bitin og til þess að fæla lúsmýið frá,“ segir Kolbrún. Jurtaapótekið hefur þróað sína eigin blöndu sem heitir Fríja og segir Kolbrún að blandan hafi virkað mjög vel til þess að fæla frá lúsmý. Þetta er blanda sem heitir Fríja og það má spreyja henni á allt og í raun eina sem þarf til. Til þess að vinna á lúsmýbitunum mælir hún með sérblandaðri olíu frá Jurtaapótekinu sem er sótthreinsandi og heitir Fönn. „Það er mjög gott að bera þessa blöndu á sjálf bitin því að hún er mjög sótthreinsandi og virkar líka vel við sýkingum.“ Að lokum bætir Kolbrún því við að alltaf sé gott að taka líka inn brenninetlu sem fæst bæði sem te eða í hylkjum en brenninetluna segir hún góða við óþolsviðbrögðum. Net fyrir glugga og hátíðnihljóð Meindýrafræðingurinn Guðmundur Óli Scheving flytur inn sérstök net til að setja fyrir glugga, hátíðnitæki og sprey til að fæla frá lúsmý. Meindýrafræðingurinn Guðmundur Óli Scheving var í viðtali fyrir stuttu í Brennslunni á FM957 þar sem hann sagði að landsmenn þyrftu að læra að umgangast lúsmýið og læra að verja sig. Sjálfur flytur Guðmundur inn vörur sem eiga að verja fólk fyrir lúsmýi en í samtali við Vísi segir hann eftirspurnina hafa verið það mikla að nú sé allt uppselt. Ég fæ ekki vörur fyrr en í næstu viku, það seldist allt upp. Sérstök net til að setja fyrir glugga segir hann hafa verið mjög vinsæl en þau séu mjög fín net sem hann mæli sterklega með fyrir sumarbústaðaeigendur. Einnig segir hann hátíðnihljóð fæla flugurnar í burtu og komin séu á markað góð tæki sem hengja má utan á sumarbústaði eða aðra viðverustaði. Tækin gefi frá sér hljóð sem fæli frá skordýr og lúsmý en hljóðið trufli almennt ekki fólk. Sprey sem unnið er úr afrísku sólblómi segir Guðmundur Óli hafa reynst vel sem flugnafæla. Flugurnar finni mikla og sterka lykt af efninu sem trufli ekki fólk. Svo eru það öll húsráðin Áður en haldið er lengra er ekki vitlaust að fara aðeins yfir skilgreiningu orðsins húsráð samkvæmt Wikipedia, frjálsa alfræðiritinu. Húsráð eru ráð sem eru misvel til þess fallin að teljast til ráða. Sum húsráð eru þó þannig að þau eru reynsla kynslóðanna sem hafa fylgt ættum eða þjóðum mann fram af manni. Stundum er erfitt að gera upp á milli bábilju og raunverulegra ráða, því sum húsráð eru það furðuleg að þau teljast frekar til fyndni en annars. En stundum fer allt saman, ráð, fyndni og virkni. Allt fer það þó auðvitað eftir hverju ráði fyrir sig og raunverulegum afleiðingum þess. 1. Ilmolíur Eitt af algengustu ráðunum til að fæla frá lúsmýið virðist vera ilmolíur. Hvort sem fólk notast við sérstakar blöndur, hreinar olíur eða útbýr sínar eigin blöndur. Lavenderolía, sítrónuolía, sítrónugras og tea tree olía eru þær olíur sem oftast eru sagðar hafa fælandi áhrif á lúsmý en einnig hafa verið nefndar eucalyptus- og piparmyntuolía. Sumir blanda ilmkjarnaolíunum í vatn og setja í spreybrúsa á meðan aðrir setja þær beint í grisjur, tuskur eða á ákveðna fleti. Einnig er sniðugt að setja blöndu í ilmolíulampa og hafa kveikt á honum á kvöldin og nóttunni. Ilmkjarnaolíurnar virðast hjálpa í einhverjum tilvikum en þó virðast hörðustu ilmkjarnadrottningar vera við það að gefast upp. Setja ilmkjarmaolíur og vatn í spreybrúsa. Til dæmis tea tree eða lavender. Spreyja í rákirnar á gluggakistum daglega, því þær fela sig þar. Spreyja alla glugga og hurðarkarma þannig að þær fælist frá því að koma inn. Byggja sér svo neðanjarðarbyrgi, dósa sig upp og flytja þangað ef þær koma bara samt. - Þórunn Antonía 2. Net Flugnanetin. Eins og áður hefur komið fram þá virðast venjuleg flugnanet ekki duga til þess að halda frá lúsmý en fínni net hafa verið fáanleg í búðum. Mælt er með því að setja netin fyrir glugga. Sumir virðast hafa tröllatrú á netunum meðan aðrir mæla einfaldlega með því að flýja þennan litla, lúmska skaðvald í öruggari landshluta. Ferðast um Vestfirði, ekkert lúsmý þar! - Magnús Hafliðason 3. Viftur Viftur hafa verið vinsælar í baráttunni við lúsmý og selst upp á mörgum stöðum. Mælt er með því að hafa viftur í því rými sem sofið er í og beina þeim að gluggunum. Eins og með svo mörg húsráðin þá hafa einhverjir þróað þau áfram og gert að sínum. Spila tónlist mjög hátt og dansa nútímadans með viftu í fanginu. Þetta þarf að gera alla nóttina. Ef þetta virkar ekki þá hefur reynst vel að tæma ísskápinn og sofa í honum. - Hreinn Óskarsson 4. B vítamín og ofnæmislyf Mælt hefur verið með inntöku B vítamíns til að fyrirbyggja bit sem og ofnæmislyf til að minnka eða koma í veg fyrir ofnæmisviðbrögð eftir bit. Þeir sem hafa enga trú á einhverskonar töfluinntöku deyja þó ekki ráðalausir, ó nei. Kallinn segir gin og tonic og ekki spara ginið! - Rúna Guðmundsdóttir 5. Heitar teskeiðar og laukur Húsráðin eru óteljandi og aðferðirnar þeim mun fleiri. Á meðan einhverjir láta ilmkjarnaolíur duga þá eru aðrir sem skera niður lauk og raða í gluggakistuna, jú eða í kringum rúmið. Einnig hefur verið mælt með því að sótthreinsa bit og kæla til að forðast kláða og bólgur en sumir mæla eindregið með því að setja sjóðandi heita teskeið á bitin. Þessi tiltekna aðferð er meira að segja bara töluvert vinsæl, ef marka má ummæli á Facebook síðum sem tileinkaðar eru þessari litlu sætu flugu. Maður lifandi, ekki er öll vitleysan eins. En fyrir þá sem einfaldlega nenna þessu ekki... Flýja land! - Steindór Gíslason Það er nú ekkert nema viðeigandi að enda þennan pistil með Litlu flugunni hans Sigfúsar Halldórssonar sem vissulega veitir nú mun meiri gleði sú ofangreinda. Og ef ég væri orðin lítil fluga Ég inn um gluggann þreytti flugið mitt. Og þó ég ei til annars mætti duga Ég eflaust gæti kitlað nefið þitt. Lúsmý Skordýr Húsráð Tengdar fréttir Ekki sniðugt að klappa lúsmýi frekar en geitungum „Ég var að lenda í fyrsta skipti í þessari pest, þessu lúsmý. Ég hef séð fullt af myndum en hef alltaf sloppið við þetta, en ég slapp ekki núna,“ segir útvarpsmaðurinn Rikki G í Brennslunni í gær. 7. júlí 2021 07:00 Tuttugu ómissandi hlutir fyrir ferðalag um Ísland Hvað þarf að taka með í ferðalagið, fyrir utan grunn útilegubúnað og góða skapið? Makamál saman lista yfir 20 hluti sem væri sniðugt að taka með í útileguna eða ferðalagið. 30. júlí 2020 11:55 Hundrað íslensk útilegulög fyrir ferðaþyrstan landann Halló sumarfrí, sæla, ást og ævintýr. Önnur stærsta ferðahelgi ársins er nú handan við hornið og flesta ferðalanga farið að kitla í útileguhjartað. Talandi um útilegu... 1. júlí 2021 13:00 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fleiri fréttir Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Sjá meira
Sumarbústaðarferð fjölskyldunnar er í einhverjum tilvikum ekki glædd eins miklum ævintýraljóma eins og fólk gerði sér kannski vonir um. Fjölskyldan sefur sveitt með lokaða glugga í vel girtum ullarnærfötum. Vifturnar hamast í hverju horni og lavender bleyttar grisjur berjast utan í veggina. Þeir sem ekki eru andvaka vegna bita og kláða sofa ekki fyrir látunum í viftunni nú eða hátíðnihljóðinu úr bilaða tækinu sem afi keypti á netinu. „Excuse me“ lúsmý en hvað eigum við eiginlega að gera? Hvað virkar og hvað ekki? Internetið glóir af allskyns ráðum, misvísindalegum og misgáfulegum auðvitað en flestir sem hafa orðið fyrir barðinu á blóðþyrstu og aðeins of uppáþrengjandi lúsmýinu vilja heyra þetta allt. Förum aðeins yfir þetta. Ljós fatnaður og kolagrill Húðlæknirinn Jenna Huld Eysteinsdóttir segir mikilvægt að fólk kynni sér vel hvernig best sé að fyrirbyggja bitin sjálf og þar sé að mörgu að huga. Til dæmis geti klæðnaður skipt miklu máli. Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir á Húðlæknastöðinni segir mikilvægt að fólk hugi vel að fyrirbyggjandi aðgerðum þegar kemur að lúsmýi. „Það er gott ráð að ganga í ljósum langermabolum og síðbuxum, sokkum og skóm utandyra, einkum í ljósaskiptunum. Dökkur klæðnaður laðar flugurnar meira að, líklega vegna meiri hita.“ Flugnafælandi krem, eða úða sem innihalda efnið DEET, segir hún mjög áhrifarík til að fyrirbyggja bitin en þó sé ráðlegt að nota efnið í litlu magni þar sem DEET er talið geta haft neikvæð áhrif á heilsuna í of stórum skömmtum. Fólk ætti einnig að verða sér úti um flugnagildrur en ýmiskonar gildrur eru fáanlegar í dag. Sumir nota til dæmis kolagrill en lyktin er talin fæla flugurnar frá. Aðspurð út í hvað best sé að gera þegar bitin eru komin segir hún mikilvægt að sótthreinsa vel og kæla. Í verstu tilvikunum eftir bit mælir hún eindregið með því að fólk leiti sér læknisaðstoðar en annars ættu ólyfseðilsskyld ofnæmislyf og sterakrem að virka vel. Sultugrisjur með ilmkjarnaolíum Sigríður Jakobsdóttir lyfjatæknir og starfsmaður í Lyf og heilsu úti á Granda segir eftirspurnina eftir vörum tengdum lúsmýi mjög mikla og eru vörur eins og armbandsúr og ýmiskonar fælur löngu uppseldar. Er þetta meira enn í fyrra? Tssssst. Tsssst. Það er eins gott að spreyja sig vel, ætli maður ekki að lenda illa í lúsmýinu. „Ætli þetta sé ekki svipað. Það er alveg sama hvað við pöntum, það selst allt,“ segir Sigríður. Vinsælast segir hún vera sérstök sprey sem eigi að fæla frá lúsmý. En flest innihaldi þau efnið DEET. Hún segir þrjár tegundir vera vinsælastar og misjafnt sé hvernig nota megi spreyin. „Yfirleitt er hægt að spreyja þeim á líkamann, í glugga eða á staði sem þú vilt verja.“ Vörnina í spreyjunum segir hún yfirleitt virka í um átta klukkustundir en starfsfólk leiðbeini fólki um hvað best henti hverjum. Venjuleg flugnanet virka ekki á lúsmýið að sögn Sigríðar og mælir hún því frekar með fínum grisjum. Við höfum verið að mæla með sultugrisjum. Það er sniðugt að bleyta þær með ilmolíum eða einhverjum blöndum eins og lavender og setja til dæmis fyrir glugga. Flugan kemst ekki í gegn en þær ná samt að lofta. Aðspurð út í B vítamín sem mælt hefur verið með til inntöku segist hún ekki sjá mikla hreyfingu á því undanfarið en fólk sé mikið að verða sér út um ofnæmislyf eins og Lóritín og sterakremið Mildison. Sérblönduð olía frá Jurtaapótekinu Kolbrún grasalæknir og eigandi Jurtaapóteksins segist fá margar fyrirspurnir út í vörur tengdar lúsmýi en fólk sé jafnvel of seint að huga að fyrirbyggjandi aðgerðum. Kolbrún grasalæknir segir fólk yfirleitt byrja fyrst að hugsa um fyrirbyggjandi aðferðir þegar það hefur verið bitið af lúsmýi. „Það er meira um að fólk sé að koma til okkar eftir að það er bitið og fer þá að hugsa um að kaupa eitthvað á bitin og til þess að fæla lúsmýið frá,“ segir Kolbrún. Jurtaapótekið hefur þróað sína eigin blöndu sem heitir Fríja og segir Kolbrún að blandan hafi virkað mjög vel til þess að fæla frá lúsmý. Þetta er blanda sem heitir Fríja og það má spreyja henni á allt og í raun eina sem þarf til. Til þess að vinna á lúsmýbitunum mælir hún með sérblandaðri olíu frá Jurtaapótekinu sem er sótthreinsandi og heitir Fönn. „Það er mjög gott að bera þessa blöndu á sjálf bitin því að hún er mjög sótthreinsandi og virkar líka vel við sýkingum.“ Að lokum bætir Kolbrún því við að alltaf sé gott að taka líka inn brenninetlu sem fæst bæði sem te eða í hylkjum en brenninetluna segir hún góða við óþolsviðbrögðum. Net fyrir glugga og hátíðnihljóð Meindýrafræðingurinn Guðmundur Óli Scheving flytur inn sérstök net til að setja fyrir glugga, hátíðnitæki og sprey til að fæla frá lúsmý. Meindýrafræðingurinn Guðmundur Óli Scheving var í viðtali fyrir stuttu í Brennslunni á FM957 þar sem hann sagði að landsmenn þyrftu að læra að umgangast lúsmýið og læra að verja sig. Sjálfur flytur Guðmundur inn vörur sem eiga að verja fólk fyrir lúsmýi en í samtali við Vísi segir hann eftirspurnina hafa verið það mikla að nú sé allt uppselt. Ég fæ ekki vörur fyrr en í næstu viku, það seldist allt upp. Sérstök net til að setja fyrir glugga segir hann hafa verið mjög vinsæl en þau séu mjög fín net sem hann mæli sterklega með fyrir sumarbústaðaeigendur. Einnig segir hann hátíðnihljóð fæla flugurnar í burtu og komin séu á markað góð tæki sem hengja má utan á sumarbústaði eða aðra viðverustaði. Tækin gefi frá sér hljóð sem fæli frá skordýr og lúsmý en hljóðið trufli almennt ekki fólk. Sprey sem unnið er úr afrísku sólblómi segir Guðmundur Óli hafa reynst vel sem flugnafæla. Flugurnar finni mikla og sterka lykt af efninu sem trufli ekki fólk. Svo eru það öll húsráðin Áður en haldið er lengra er ekki vitlaust að fara aðeins yfir skilgreiningu orðsins húsráð samkvæmt Wikipedia, frjálsa alfræðiritinu. Húsráð eru ráð sem eru misvel til þess fallin að teljast til ráða. Sum húsráð eru þó þannig að þau eru reynsla kynslóðanna sem hafa fylgt ættum eða þjóðum mann fram af manni. Stundum er erfitt að gera upp á milli bábilju og raunverulegra ráða, því sum húsráð eru það furðuleg að þau teljast frekar til fyndni en annars. En stundum fer allt saman, ráð, fyndni og virkni. Allt fer það þó auðvitað eftir hverju ráði fyrir sig og raunverulegum afleiðingum þess. 1. Ilmolíur Eitt af algengustu ráðunum til að fæla frá lúsmýið virðist vera ilmolíur. Hvort sem fólk notast við sérstakar blöndur, hreinar olíur eða útbýr sínar eigin blöndur. Lavenderolía, sítrónuolía, sítrónugras og tea tree olía eru þær olíur sem oftast eru sagðar hafa fælandi áhrif á lúsmý en einnig hafa verið nefndar eucalyptus- og piparmyntuolía. Sumir blanda ilmkjarnaolíunum í vatn og setja í spreybrúsa á meðan aðrir setja þær beint í grisjur, tuskur eða á ákveðna fleti. Einnig er sniðugt að setja blöndu í ilmolíulampa og hafa kveikt á honum á kvöldin og nóttunni. Ilmkjarnaolíurnar virðast hjálpa í einhverjum tilvikum en þó virðast hörðustu ilmkjarnadrottningar vera við það að gefast upp. Setja ilmkjarmaolíur og vatn í spreybrúsa. Til dæmis tea tree eða lavender. Spreyja í rákirnar á gluggakistum daglega, því þær fela sig þar. Spreyja alla glugga og hurðarkarma þannig að þær fælist frá því að koma inn. Byggja sér svo neðanjarðarbyrgi, dósa sig upp og flytja þangað ef þær koma bara samt. - Þórunn Antonía 2. Net Flugnanetin. Eins og áður hefur komið fram þá virðast venjuleg flugnanet ekki duga til þess að halda frá lúsmý en fínni net hafa verið fáanleg í búðum. Mælt er með því að setja netin fyrir glugga. Sumir virðast hafa tröllatrú á netunum meðan aðrir mæla einfaldlega með því að flýja þennan litla, lúmska skaðvald í öruggari landshluta. Ferðast um Vestfirði, ekkert lúsmý þar! - Magnús Hafliðason 3. Viftur Viftur hafa verið vinsælar í baráttunni við lúsmý og selst upp á mörgum stöðum. Mælt er með því að hafa viftur í því rými sem sofið er í og beina þeim að gluggunum. Eins og með svo mörg húsráðin þá hafa einhverjir þróað þau áfram og gert að sínum. Spila tónlist mjög hátt og dansa nútímadans með viftu í fanginu. Þetta þarf að gera alla nóttina. Ef þetta virkar ekki þá hefur reynst vel að tæma ísskápinn og sofa í honum. - Hreinn Óskarsson 4. B vítamín og ofnæmislyf Mælt hefur verið með inntöku B vítamíns til að fyrirbyggja bit sem og ofnæmislyf til að minnka eða koma í veg fyrir ofnæmisviðbrögð eftir bit. Þeir sem hafa enga trú á einhverskonar töfluinntöku deyja þó ekki ráðalausir, ó nei. Kallinn segir gin og tonic og ekki spara ginið! - Rúna Guðmundsdóttir 5. Heitar teskeiðar og laukur Húsráðin eru óteljandi og aðferðirnar þeim mun fleiri. Á meðan einhverjir láta ilmkjarnaolíur duga þá eru aðrir sem skera niður lauk og raða í gluggakistuna, jú eða í kringum rúmið. Einnig hefur verið mælt með því að sótthreinsa bit og kæla til að forðast kláða og bólgur en sumir mæla eindregið með því að setja sjóðandi heita teskeið á bitin. Þessi tiltekna aðferð er meira að segja bara töluvert vinsæl, ef marka má ummæli á Facebook síðum sem tileinkaðar eru þessari litlu sætu flugu. Maður lifandi, ekki er öll vitleysan eins. En fyrir þá sem einfaldlega nenna þessu ekki... Flýja land! - Steindór Gíslason Það er nú ekkert nema viðeigandi að enda þennan pistil með Litlu flugunni hans Sigfúsar Halldórssonar sem vissulega veitir nú mun meiri gleði sú ofangreinda. Og ef ég væri orðin lítil fluga Ég inn um gluggann þreytti flugið mitt. Og þó ég ei til annars mætti duga Ég eflaust gæti kitlað nefið þitt.
Lúsmý Skordýr Húsráð Tengdar fréttir Ekki sniðugt að klappa lúsmýi frekar en geitungum „Ég var að lenda í fyrsta skipti í þessari pest, þessu lúsmý. Ég hef séð fullt af myndum en hef alltaf sloppið við þetta, en ég slapp ekki núna,“ segir útvarpsmaðurinn Rikki G í Brennslunni í gær. 7. júlí 2021 07:00 Tuttugu ómissandi hlutir fyrir ferðalag um Ísland Hvað þarf að taka með í ferðalagið, fyrir utan grunn útilegubúnað og góða skapið? Makamál saman lista yfir 20 hluti sem væri sniðugt að taka með í útileguna eða ferðalagið. 30. júlí 2020 11:55 Hundrað íslensk útilegulög fyrir ferðaþyrstan landann Halló sumarfrí, sæla, ást og ævintýr. Önnur stærsta ferðahelgi ársins er nú handan við hornið og flesta ferðalanga farið að kitla í útileguhjartað. Talandi um útilegu... 1. júlí 2021 13:00 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fleiri fréttir Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Sjá meira
Ekki sniðugt að klappa lúsmýi frekar en geitungum „Ég var að lenda í fyrsta skipti í þessari pest, þessu lúsmý. Ég hef séð fullt af myndum en hef alltaf sloppið við þetta, en ég slapp ekki núna,“ segir útvarpsmaðurinn Rikki G í Brennslunni í gær. 7. júlí 2021 07:00
Tuttugu ómissandi hlutir fyrir ferðalag um Ísland Hvað þarf að taka með í ferðalagið, fyrir utan grunn útilegubúnað og góða skapið? Makamál saman lista yfir 20 hluti sem væri sniðugt að taka með í útileguna eða ferðalagið. 30. júlí 2020 11:55
Hundrað íslensk útilegulög fyrir ferðaþyrstan landann Halló sumarfrí, sæla, ást og ævintýr. Önnur stærsta ferðahelgi ársins er nú handan við hornið og flesta ferðalanga farið að kitla í útileguhjartað. Talandi um útilegu... 1. júlí 2021 13:00