Tökum vel á móti fólki Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar 16. júlí 2021 12:45 Við í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði teljum að fjölbreytileiki sé styrkur hvers samfélags og því eigi að taka þeim fagnandi sem hingað koma, óháð uppruna eða þeim forsendum sem dvölin byggir á. Nauðsynlegt er að opnar séu ólíkar leiðir fyrir fólk í ólíkum aðstæðum til að setjast að hér á landi og auðvelda þarf ríkisborgurum ríkja utan Evrópska efnahagssvæðisins að koma hingað til leiks og starfa. Samhliða þarf að berjast gegn mismunun og misnotkun á vinnumarkaði af fullri hörku, því allt fólk sem starfar á Íslandi á að sjálfsögðu að njóta fullra réttinda. Málefni og aðstæður flóttafólks eru meðal stærstu viðfangsefna sem heimsbyggðin verður að takast á við. Aldrei hafa fleiri verið á flótta í heiminum. Stríðsátök og ófriður hrekja marga að heiman og sífellt stækkandi hópur tekur sig upp því loftslagsbreytingar hafa gert það að verkum að fólk kemst ekki lengur af heima hjá sér. Þessi alvarlega staða á ekki og má ekki vera einkavandamál flóttafólks og einstakra landa, sem vegna legu sinnar á landakortinu fá til sín fjölda fólks. Ísland á að taka vel á móti fólki á flótta. Við höfum sýnt það í gegnum tíðina að með því að bjóða hingað fólki og aðstoða það við að setjast að og verða þátttakendur í íslensku samfélagi getum við sem samfélag gert frábæra hluti. Við eigum að halda því áfram og taka á móti enn fleiri kvótaflóttamönnum. Þar er mikilvægt að horfa sértaklega til fólks sem er í viðkvæmri stöðu. Jafnframt þarf að standa vörð um upphaflegan tilgang Dyflinarsamstarfsins, um að aðildarríki deili ábyrgð vegna komu fólks á flótta til Evrópu. Skilvirkni kerfisins má aldrei vera á kostnað mannúðar- og réttlætissjónarmiða. Við í Vinstri grænum viljum efla samstarf ríkis og sveitarfélaga vegna þjónustu við fólk flótta og aðra innflytjendur. Þá þarf að skipta Útlendingastofnun upp og skilja á milli stjórnsýslu umsókna annars vegar og þjónustu við fólk á flótta hins vegar. Réttlátt og öflugt samfélag nýtur hæfileika og þekkingar allra óháð uppruna. Fordómar sem byggja á trúarbrögðum eða uppruna eiga ekki að vera liðnir, né heldur framkoma sem felur í sér hatur og tortryggni gagnvart innflytjendum. Höldum áfram að vinna að þannig samfélagi og tökum vel á móti fólki sem hingað kemur. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Þóra Árnadóttir Alþingi Hælisleitendur Vinstri græn Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Við í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði teljum að fjölbreytileiki sé styrkur hvers samfélags og því eigi að taka þeim fagnandi sem hingað koma, óháð uppruna eða þeim forsendum sem dvölin byggir á. Nauðsynlegt er að opnar séu ólíkar leiðir fyrir fólk í ólíkum aðstæðum til að setjast að hér á landi og auðvelda þarf ríkisborgurum ríkja utan Evrópska efnahagssvæðisins að koma hingað til leiks og starfa. Samhliða þarf að berjast gegn mismunun og misnotkun á vinnumarkaði af fullri hörku, því allt fólk sem starfar á Íslandi á að sjálfsögðu að njóta fullra réttinda. Málefni og aðstæður flóttafólks eru meðal stærstu viðfangsefna sem heimsbyggðin verður að takast á við. Aldrei hafa fleiri verið á flótta í heiminum. Stríðsátök og ófriður hrekja marga að heiman og sífellt stækkandi hópur tekur sig upp því loftslagsbreytingar hafa gert það að verkum að fólk kemst ekki lengur af heima hjá sér. Þessi alvarlega staða á ekki og má ekki vera einkavandamál flóttafólks og einstakra landa, sem vegna legu sinnar á landakortinu fá til sín fjölda fólks. Ísland á að taka vel á móti fólki á flótta. Við höfum sýnt það í gegnum tíðina að með því að bjóða hingað fólki og aðstoða það við að setjast að og verða þátttakendur í íslensku samfélagi getum við sem samfélag gert frábæra hluti. Við eigum að halda því áfram og taka á móti enn fleiri kvótaflóttamönnum. Þar er mikilvægt að horfa sértaklega til fólks sem er í viðkvæmri stöðu. Jafnframt þarf að standa vörð um upphaflegan tilgang Dyflinarsamstarfsins, um að aðildarríki deili ábyrgð vegna komu fólks á flótta til Evrópu. Skilvirkni kerfisins má aldrei vera á kostnað mannúðar- og réttlætissjónarmiða. Við í Vinstri grænum viljum efla samstarf ríkis og sveitarfélaga vegna þjónustu við fólk flótta og aðra innflytjendur. Þá þarf að skipta Útlendingastofnun upp og skilja á milli stjórnsýslu umsókna annars vegar og þjónustu við fólk á flótta hins vegar. Réttlátt og öflugt samfélag nýtur hæfileika og þekkingar allra óháð uppruna. Fordómar sem byggja á trúarbrögðum eða uppruna eiga ekki að vera liðnir, né heldur framkoma sem felur í sér hatur og tortryggni gagnvart innflytjendum. Höldum áfram að vinna að þannig samfélagi og tökum vel á móti fólki sem hingað kemur. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar