Tveir menn fundust látnir í lúxusvillu Gianni Versace Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. júlí 2021 16:12 Mennirnir fundust á hótelinu Villa Casa Casuarina sem var heimili tískumógúlsins Gianni Versace áður en hann var myrtur. Getty/Stephane Cardinale Tveir karlmenn fundust látnir í gærmorgun í Miami á hótelherbergi í lúxusvillu sem áður var í eigu tískumógúlsins Gianni Versace, sem var myrtur í húsinu fyrir 24 árum síðan. Dauðsföllin eru til rannsóknar hjá lögreglunni í Miami. Enn hefur ekki verið borið kennsl á mennina tvo og lögregla hefur ekki upplýst um það hvernig dauða þeirra bar að. Lík þeirra fundust í gærmorgun en í dag eru 24 ár síðan Versace var myrtur. Tilkynning um líkfundinn á Villa Casa Casuarina Hotel barst lögreglu í gær klukkan 13:20 að staðartíma í gær. Eins og áður segir er hótelið í húsinu sem áður var heimili mógúlsins. Ræstitæknar hótelsins komu að líkunum inni á herberginu. People greinir frá þessu. Versace keypti húsið árið 1992 og fór í framkvæmdir á því sem kostuðu meira en 33 milljónir Bandaríkjadala, eða um 4 milljarða íslenskra króna. Fjölskylda hans seldi villuna árið 2000. Morðið á Versace vakti mikla athygli á sínum tíma enda var hann vel þekktur í tískuheiminum. Hann var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt þann 15. júlí 1997 af raðmorðingjanum Andrew Cunanan – en hann hafði þegar myrt minnst fjóra í morðæði á leið sinni frá Minnesota til Flórída. Cunanan, sem var 27 ára gamall, féll fyrir eigin hendi aðeins nokkrum dögum eftir að hann myrti Versace. Enn þann dag í dag er ekki vitað hvers vegna Cunanan beindi spjótum sínum að Versace. Bandaríkin Tengdar fréttir ,,Gianni, þetta er fyrir þig" Sagan rakin á tískusýningu Versace 23. september 2017 10:00 Þættir um morð Gianni Versace í bígerð Sería þrjú af American Crime Story mun fjalla um morðið á Versace. 19. október 2016 14:00 Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Sjá meira
Enn hefur ekki verið borið kennsl á mennina tvo og lögregla hefur ekki upplýst um það hvernig dauða þeirra bar að. Lík þeirra fundust í gærmorgun en í dag eru 24 ár síðan Versace var myrtur. Tilkynning um líkfundinn á Villa Casa Casuarina Hotel barst lögreglu í gær klukkan 13:20 að staðartíma í gær. Eins og áður segir er hótelið í húsinu sem áður var heimili mógúlsins. Ræstitæknar hótelsins komu að líkunum inni á herberginu. People greinir frá þessu. Versace keypti húsið árið 1992 og fór í framkvæmdir á því sem kostuðu meira en 33 milljónir Bandaríkjadala, eða um 4 milljarða íslenskra króna. Fjölskylda hans seldi villuna árið 2000. Morðið á Versace vakti mikla athygli á sínum tíma enda var hann vel þekktur í tískuheiminum. Hann var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt þann 15. júlí 1997 af raðmorðingjanum Andrew Cunanan – en hann hafði þegar myrt minnst fjóra í morðæði á leið sinni frá Minnesota til Flórída. Cunanan, sem var 27 ára gamall, féll fyrir eigin hendi aðeins nokkrum dögum eftir að hann myrti Versace. Enn þann dag í dag er ekki vitað hvers vegna Cunanan beindi spjótum sínum að Versace.
Bandaríkin Tengdar fréttir ,,Gianni, þetta er fyrir þig" Sagan rakin á tískusýningu Versace 23. september 2017 10:00 Þættir um morð Gianni Versace í bígerð Sería þrjú af American Crime Story mun fjalla um morðið á Versace. 19. október 2016 14:00 Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Sjá meira
Þættir um morð Gianni Versace í bígerð Sería þrjú af American Crime Story mun fjalla um morðið á Versace. 19. október 2016 14:00