Nornahamar nútímans Jóna Guðbjörg Torfadóttir skrifar 15. júlí 2021 13:31 Þegar konur stíga fram og tjá sig um kynferðisofbeldi verður sumum mönnum (og stöku konu) á orði að þetta sé ekkert minna en nornaveiðar. Þetta er æði sérkennileg tenging við galdraöldina og þó svo að hugsað sé til yfirfærðar merkingar, því þá er jafnan átt við að veist sé að þeim sem eru með óvinsælar skoðanir. Hvort skyldi þá þessi lýsing eiga betur við þær ofsóknir sem beinast gegn gerendum eða þolendum? Rétt er að það voru nær eingöngu menn ofsóttir á Íslandi á brennuöld en sjaldnast af konum og þar að auki skar eyjan okkar sig nokkuð úr því annars staðar í Evrópu snerust nornaveiðar einkum um að fanga konur til að fleygja á bálið. Nornir voru gjarna vergjarnar konur sem fóru berrassaðar gandreið á vit djöfulsins, höfðu við hann samfarir og átu pulsur unnar úr óskírðum börnum. Til þess að auðvelda mönnum að hafa upp á þessum galdrakvendum var gefin út handbókin Malleus maleficarum, eða svonefndur Nornahamar, sem kom út árið 1486. Í bók Siglaugs Brynleifssonar, Göldrum og brennudómum, er vísað beint í ritið þar sem segir m.a. um eðli norna að „þær eru sannar lostakirnur [...] og þær eru að eðli lygarar“ (bls. 59). Þetta viðhorf til kvenna hefur orðið merkilega lífseigt. Enn eru konur taldar ótrúverðugar; þegar þær stíga fram og segja frá því að á þeim hafi verið brotið þá þykir líklegast að þær fari með ósannindi. Þá eimir enn eftir af þeim hugsunarhætti að konan hljóti að hafa freistað mannsins, með klæðaburði eða háttalagi, og hún sé því líkt og hver önnur „lostakirna.“ Þessi afstaða hefur jafnframt leitt til þess að margar konur kenna sjálfum sér um ofbeldið sem þær verða fyrir og þær sitja uppi með skömmina. Það má vera ljóst að nornaveiðar snerust að mestu um karla að fyrirkoma konum sem þóttu sýna ótilhlýðilega hegðun. Því má vel kalla þær ofsóknir sem konur verða fyrir í dag nornaveiðar. Kommentakerfi netmiðlanna er Nornahamar nútímans og leiðir í ljós að það hefur ekki orðið stór breyting á viðhorfum til kvenna þrátt fyrir að rúm 500 ár séu liðin frá útgáfu ritsins. Það má bara þakka fyrir að nornabrennur séu ekki enn í tísku! Höfundur er sósíalískur femínisti Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein MeToo Tengdar fréttir Konur þurfa bara að vera duglegar að vara sig! Konur þurfa að vara sig utandyra. Fríða Ísberg lýsir þessu býsna vel í smásögu sinni Heim. Þar segir frá því hvað fer í gegnum huga konu sem ákveður að ganga heim af barnum um miðja nótt, því það tekur því ekki að taka leigubíl þennan stutta spöl. 11. júlí 2021 09:00 Orð og kyn Ég hef oft hrifist af ljóðum svonefnds Skerjafjarðarskálds, Kristjáns Hreinssonar. Þau geyma oftar en ekki beitta ádeilu og eru laglega ort. Kristján er maður orða og því fannst mér skjóta skökku við þegar grein hans Blindgötur og bönnuð orð birtist í Stundinni þann 10. júní síðastliðinn. 24. júní 2021 14:15 Mest lesið Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Sjá meira
Þegar konur stíga fram og tjá sig um kynferðisofbeldi verður sumum mönnum (og stöku konu) á orði að þetta sé ekkert minna en nornaveiðar. Þetta er æði sérkennileg tenging við galdraöldina og þó svo að hugsað sé til yfirfærðar merkingar, því þá er jafnan átt við að veist sé að þeim sem eru með óvinsælar skoðanir. Hvort skyldi þá þessi lýsing eiga betur við þær ofsóknir sem beinast gegn gerendum eða þolendum? Rétt er að það voru nær eingöngu menn ofsóttir á Íslandi á brennuöld en sjaldnast af konum og þar að auki skar eyjan okkar sig nokkuð úr því annars staðar í Evrópu snerust nornaveiðar einkum um að fanga konur til að fleygja á bálið. Nornir voru gjarna vergjarnar konur sem fóru berrassaðar gandreið á vit djöfulsins, höfðu við hann samfarir og átu pulsur unnar úr óskírðum börnum. Til þess að auðvelda mönnum að hafa upp á þessum galdrakvendum var gefin út handbókin Malleus maleficarum, eða svonefndur Nornahamar, sem kom út árið 1486. Í bók Siglaugs Brynleifssonar, Göldrum og brennudómum, er vísað beint í ritið þar sem segir m.a. um eðli norna að „þær eru sannar lostakirnur [...] og þær eru að eðli lygarar“ (bls. 59). Þetta viðhorf til kvenna hefur orðið merkilega lífseigt. Enn eru konur taldar ótrúverðugar; þegar þær stíga fram og segja frá því að á þeim hafi verið brotið þá þykir líklegast að þær fari með ósannindi. Þá eimir enn eftir af þeim hugsunarhætti að konan hljóti að hafa freistað mannsins, með klæðaburði eða háttalagi, og hún sé því líkt og hver önnur „lostakirna.“ Þessi afstaða hefur jafnframt leitt til þess að margar konur kenna sjálfum sér um ofbeldið sem þær verða fyrir og þær sitja uppi með skömmina. Það má vera ljóst að nornaveiðar snerust að mestu um karla að fyrirkoma konum sem þóttu sýna ótilhlýðilega hegðun. Því má vel kalla þær ofsóknir sem konur verða fyrir í dag nornaveiðar. Kommentakerfi netmiðlanna er Nornahamar nútímans og leiðir í ljós að það hefur ekki orðið stór breyting á viðhorfum til kvenna þrátt fyrir að rúm 500 ár séu liðin frá útgáfu ritsins. Það má bara þakka fyrir að nornabrennur séu ekki enn í tísku! Höfundur er sósíalískur femínisti
Konur þurfa bara að vera duglegar að vara sig! Konur þurfa að vara sig utandyra. Fríða Ísberg lýsir þessu býsna vel í smásögu sinni Heim. Þar segir frá því hvað fer í gegnum huga konu sem ákveður að ganga heim af barnum um miðja nótt, því það tekur því ekki að taka leigubíl þennan stutta spöl. 11. júlí 2021 09:00
Orð og kyn Ég hef oft hrifist af ljóðum svonefnds Skerjafjarðarskálds, Kristjáns Hreinssonar. Þau geyma oftar en ekki beitta ádeilu og eru laglega ort. Kristján er maður orða og því fannst mér skjóta skökku við þegar grein hans Blindgötur og bönnuð orð birtist í Stundinni þann 10. júní síðastliðinn. 24. júní 2021 14:15
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun