Fótbolti

Besti leikmaður EM til Parísar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Donnarumma afar rólegur eftir að hafa tryggt þeim ítölsku Evrópumeistaratitilinn.
Donnarumma afar rólegur eftir að hafa tryggt þeim ítölsku Evrópumeistaratitilinn. Nick Potts/PA Images

PSG náði einungis öðru sætinu í franska boltanum á síðustu leiktíð og þeir hafa heldur betur safnað liði fyrir næstu leiktíð.

Í dag var tilkynnt að félagið hafi gengið frá samningum við besta leikmenn EM í sumar, ítalska markvörðinn Gianluigi Donnarumma.

Skrifar Ítalinn undir samning til ársins 2026 en hann kemur til félagsins frá AC Milan þar sem hann hefur leikið í sex ár þrátt fyrir að vera einungis 22 ára gamall.

Samningur hans rann út í sumar og hafa sögurnar gengið síðustu vikur að hann væri á leið til Parísar að berjast við Keylor Navas um markmannsstöðuna hjá París.

Hann náði 251 leik fyrir ítalska stórliðið en hann var einn lykilmaður Ítala í sigrinum á EM. Fór hann meðal annars á kostum í vítaspyrnukeppninni í úrslitaleiknum.

Gini Wijnaldum, Sergio Ramos og Achraf Hakimi eru á meðal þeirra leikmanna sem hafa samið við Parísarliðið í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×