Sagði sig frá Witcher vegna Verbúðarinnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. júlí 2021 10:01 Björn Hlynur sagði sig frá Witcher-þáttunum en hann er núna staddur á kvikmyndahátíðinni í Cannes í Frakklandi. Getty/Daniele Venturelli Leikarinn Björn Hlynur Haraldsson sagði sig frá Netflix-þáttunum The Witcher vegna framleiðslu á nýjum íslenskum þáttum, Verbúðinni. Björn Hlynur sló í gegn í hlutverki Eist í fyrstu seríu þáttanna en til stóð að hann léti sjá sig í annarri seríunni en ekkert verður úr því. „Ég þurfti að segja mig úr því. Ég átti að vera í [annarri seríunni] en af því að ég náði ekki að tengja það saman í skipulaginu við tökurnar á Verbúðinni þurfti ég að segja mig frá því,“ segir Björn Hlynur í samtali við Vísi. Fyrsta sería Witcher-þáttanna sló sannarlega í gegn þegar hún kom út á Netflix í desember 2019 en leikarinn Henry Cavill fer með aðalhlutverkið í þáttunum. Hann er einna þekktastur fyrir að hafa leikið Superman undanfarin ár. Tökum fyrir aðra seríu lauk í mars síðastliðnum og mun önnur serían koma á Netflix í desember næstkomandi. Björn Hlynur segir kórónuveirufaraldurinn hafa gert sér erfitt fyrir. „Út af covid hefði ég þurft að vera svo lengi í sóttkví og þetta tók svo langan tíma frá Verbúðinni að ég bara sagði mig frá því. En ég einmitt sá að það sé verið að fara að sýna aðra seríu og ég hlakka til að sjá það,“ segir Björn Hlynur. Tvær kvikmyndir á leið í frumsýningu og nóg að gera Hann segir það hafa opnað margar dyr fyrir sig að hafa tekið þátt í svo stóru verkefni. „Ég get ekki neitað því að það er gott að vera í svona stórri seríu en þegar maður er kominn á kaf í eigið verkefni eins og Verbúðina, við Vesturportararnir, þá er þetta alltaf spurning um tíma. Hvort hægt sé að sinna þessu svona mikið,“ segir Björn Hlynur. „En jújú, það er alltaf gott að vera í stórri seríu á Netflix, það eru margir sem sjá það. Það segir sig bara sjálft að það hefur áhrif.“ Eins og fyrr segir er Björn Hlynur á kafi í framleiðslu þáttanna Verbúðin, sem hann og Gísli Örn Garðarsson framleiða ásamt Guðrúnu Láru Alfreðsdóttur. Nú er verið að klippa þættina en þeir verða frumsýndir í lok þessa árs. Það er nóg að gera hjá honum, verið er að fara að frumsýna aðra mynd sem hann lék í og svo var hann að klára tökur fyrir franska mynd sem tekin var upp á Íslandi. „Við erum að klippa Verbúðina og svo var ég í Dýrinu í allt sumar. Við ætlum að sýna Verbúðina um jólin og svo var ég í Leynilöggunni með Hannesi Halldórs og það er verið að fara að frumsýna hana og hún verður líka sýnd á kvikmyndahátíð úti í Sviss,“ segir Björn Hlynur. „Það er verið að fara að frumsýna bæði Leynilögguna og Dýrið heima í næsta mánuði. Svo ætla ég að klára Verbúðina það sem eftir er af ári og setja svolítinn tíma í það. Ég er að leika líka í mynd heima, sem er frönsk mynd, og var í tökum í júní. Þannig að það er búið að vera alls konar bíóstand.“ Kvikmyndagerð á Íslandi Netflix Tengdar fréttir Kvikmyndin Leynilögga keppir um Gyllta hlébarðann Á blaðamannafundi í morgun tilkynnti listrænn stjórnandi Locarno að kvikmyndin Leynilögga hafi verið valin á hátíðina. Kvikmyndin keppir þar í aðalkeppni hátíðarinnar sem nefnist Concorso internacionale þar sem keppt er um Gyllta hlébarðann eða Pardo d‘Oro, ein virtustu kvikmyndaverðlaun sem veitt eru ár hvert. 1. júlí 2021 10:14 Kann betur við Cannes í Covid Leikarinn Björn Hlynur Haraldsson er staddur á kvikmyndahátíðinni í Cannes í Frakklandi þessa dagana en kvikmyndin Lamb, eða Dýrið, sem Björn Hlynur fer með hlutverk í var frumsýnd á hátíðinni. 14. júlí 2021 13:02 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
„Ég þurfti að segja mig úr því. Ég átti að vera í [annarri seríunni] en af því að ég náði ekki að tengja það saman í skipulaginu við tökurnar á Verbúðinni þurfti ég að segja mig frá því,“ segir Björn Hlynur í samtali við Vísi. Fyrsta sería Witcher-þáttanna sló sannarlega í gegn þegar hún kom út á Netflix í desember 2019 en leikarinn Henry Cavill fer með aðalhlutverkið í þáttunum. Hann er einna þekktastur fyrir að hafa leikið Superman undanfarin ár. Tökum fyrir aðra seríu lauk í mars síðastliðnum og mun önnur serían koma á Netflix í desember næstkomandi. Björn Hlynur segir kórónuveirufaraldurinn hafa gert sér erfitt fyrir. „Út af covid hefði ég þurft að vera svo lengi í sóttkví og þetta tók svo langan tíma frá Verbúðinni að ég bara sagði mig frá því. En ég einmitt sá að það sé verið að fara að sýna aðra seríu og ég hlakka til að sjá það,“ segir Björn Hlynur. Tvær kvikmyndir á leið í frumsýningu og nóg að gera Hann segir það hafa opnað margar dyr fyrir sig að hafa tekið þátt í svo stóru verkefni. „Ég get ekki neitað því að það er gott að vera í svona stórri seríu en þegar maður er kominn á kaf í eigið verkefni eins og Verbúðina, við Vesturportararnir, þá er þetta alltaf spurning um tíma. Hvort hægt sé að sinna þessu svona mikið,“ segir Björn Hlynur. „En jújú, það er alltaf gott að vera í stórri seríu á Netflix, það eru margir sem sjá það. Það segir sig bara sjálft að það hefur áhrif.“ Eins og fyrr segir er Björn Hlynur á kafi í framleiðslu þáttanna Verbúðin, sem hann og Gísli Örn Garðarsson framleiða ásamt Guðrúnu Láru Alfreðsdóttur. Nú er verið að klippa þættina en þeir verða frumsýndir í lok þessa árs. Það er nóg að gera hjá honum, verið er að fara að frumsýna aðra mynd sem hann lék í og svo var hann að klára tökur fyrir franska mynd sem tekin var upp á Íslandi. „Við erum að klippa Verbúðina og svo var ég í Dýrinu í allt sumar. Við ætlum að sýna Verbúðina um jólin og svo var ég í Leynilöggunni með Hannesi Halldórs og það er verið að fara að frumsýna hana og hún verður líka sýnd á kvikmyndahátíð úti í Sviss,“ segir Björn Hlynur. „Það er verið að fara að frumsýna bæði Leynilögguna og Dýrið heima í næsta mánuði. Svo ætla ég að klára Verbúðina það sem eftir er af ári og setja svolítinn tíma í það. Ég er að leika líka í mynd heima, sem er frönsk mynd, og var í tökum í júní. Þannig að það er búið að vera alls konar bíóstand.“
Kvikmyndagerð á Íslandi Netflix Tengdar fréttir Kvikmyndin Leynilögga keppir um Gyllta hlébarðann Á blaðamannafundi í morgun tilkynnti listrænn stjórnandi Locarno að kvikmyndin Leynilögga hafi verið valin á hátíðina. Kvikmyndin keppir þar í aðalkeppni hátíðarinnar sem nefnist Concorso internacionale þar sem keppt er um Gyllta hlébarðann eða Pardo d‘Oro, ein virtustu kvikmyndaverðlaun sem veitt eru ár hvert. 1. júlí 2021 10:14 Kann betur við Cannes í Covid Leikarinn Björn Hlynur Haraldsson er staddur á kvikmyndahátíðinni í Cannes í Frakklandi þessa dagana en kvikmyndin Lamb, eða Dýrið, sem Björn Hlynur fer með hlutverk í var frumsýnd á hátíðinni. 14. júlí 2021 13:02 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Kvikmyndin Leynilögga keppir um Gyllta hlébarðann Á blaðamannafundi í morgun tilkynnti listrænn stjórnandi Locarno að kvikmyndin Leynilögga hafi verið valin á hátíðina. Kvikmyndin keppir þar í aðalkeppni hátíðarinnar sem nefnist Concorso internacionale þar sem keppt er um Gyllta hlébarðann eða Pardo d‘Oro, ein virtustu kvikmyndaverðlaun sem veitt eru ár hvert. 1. júlí 2021 10:14
Kann betur við Cannes í Covid Leikarinn Björn Hlynur Haraldsson er staddur á kvikmyndahátíðinni í Cannes í Frakklandi þessa dagana en kvikmyndin Lamb, eða Dýrið, sem Björn Hlynur fer með hlutverk í var frumsýnd á hátíðinni. 14. júlí 2021 13:02