NBA dagsins: Forðuðust að lenda í holu sem ekkert lið hefur komist upp úr Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. júlí 2021 15:05 Giannis Antetokounmpo hefur skorað samtals 83 stig í síðustu tveimur leikjum í úrslitum NBA-deildarinnar. getty/Justin Casterline Giannis Antetokounmpo skoraði 41 stig þegar Milwaukee Bucks vann Phoenix Suns, 120-100, í fyrsta heimaleik liðsins í úrslitum NBA-deildarinnar síðan 1974. Með sigrinum kom Milwaukee í veg fyrir að lenda 3-0 undir og lenda ofan í holu sem ekkert lið í úrslitum NBA hefur komist upp úr. Staðan í einvígi liðanna er nú 2-1 og Milwaukee getur jafnað metin með sigri í fjórða leiknum á miðvikudaginn. Líkt og í síðasta leik fór Giannis á kostum í nótt. Grikkinn skoraði 41 stig, tók þrettán fráköst og gaf sex stoðsendingar. Hann er fyrsti leikmaðurinn síðan LeBron James 2016 til að skora fjörutíu stig eða meira í tveimur leikjum í röð í úrslitum NBA. Giannis er jafnframt aðeins annar leikmaðurinn í sögu úrslitanna til að skora yfir fjörutíu stig og taka tíu fráköst eða meira í tveimur leikjum í röð. Shaquille O'Neal gerði það í fyrstu tveimur leikjunum í úrslitaeinvígi Los Angels Lakers og Indiana Pacers fyrir 21 ári. Giannis TOOK OVER Game 3! 41 PTS13 REB14/23 FGM13/17 FTM@Giannis_An34 joined @SHAQ as the only players in #NBAFinals history with back-to-back 40+ point, 10+ rebound games! #ThatsGame Game 4: 9:00pm/et WEDNESDAY on ABC pic.twitter.com/lIazIIZbAo— NBA (@NBA) July 12, 2021 „Við vissum hvers konar leikur þetta yrði. Við vissum að við værum komnir ofan í holu ef við töpuðum,“ sagði Giannis. Hann hitti úr fjórtán af 23 skotum sínum utan af velli og þrettán af sautján vítaskotum sínum. Giannis tók fleiri vítaskot en allir leikmenn Phoenix til samans, eitthvað sem Monty Williams, þjálfari liðsins, benti á eftir leik. „Ég ætla ekki að kvarta opinberlega yfir villunum. Geri það ekki. En þú getur séð það, við fengum sextán víti en einn leikmaður sautján,“ sagði Williams. Klippa: NBA dagsins: 12. júlí Milwaukee fékk miklu betra sóknarframlag frá Jrue Holiday en í síðasta leik og það vóg þungt. Hann skoraði 21 stig, gaf níu stoðsendingar og setti niður fimm þriggja stiga skot. Khris Middleton skoraði átján stig og Brook Lopez og Bobby Portis ellefu stig hvor. Chris Paul skoraði nítján stig fyrir Phoenix og gaf níu stoðsendingar. Devin Booker átti erfitt uppdráttar; skoraði tíu stig og hitti aðeins úr þremur af fjórtán skotum sínum. Deandre Ayton skoraði átján stig en spilaði aðeins 24 mínútur vegna villuvandræðna. Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá brot úr leik Milwaukee og Phoenix frá því í nótt. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Tengdar fréttir Annar stórleikur hjá gríska goðinu þegar Hirtirnir minnkuðu muninn Giannis Antetokounmpo átti stórkostlegan leik þegar Milwaukee Bucks sigraði Phoenix Suns, 120-100, í þriðja leik liðanna í úrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Staðan í einvígi liðanna er nú 2-1, Phoenix í vil. 12. júlí 2021 07:33 Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Með sigrinum kom Milwaukee í veg fyrir að lenda 3-0 undir og lenda ofan í holu sem ekkert lið í úrslitum NBA hefur komist upp úr. Staðan í einvígi liðanna er nú 2-1 og Milwaukee getur jafnað metin með sigri í fjórða leiknum á miðvikudaginn. Líkt og í síðasta leik fór Giannis á kostum í nótt. Grikkinn skoraði 41 stig, tók þrettán fráköst og gaf sex stoðsendingar. Hann er fyrsti leikmaðurinn síðan LeBron James 2016 til að skora fjörutíu stig eða meira í tveimur leikjum í röð í úrslitum NBA. Giannis er jafnframt aðeins annar leikmaðurinn í sögu úrslitanna til að skora yfir fjörutíu stig og taka tíu fráköst eða meira í tveimur leikjum í röð. Shaquille O'Neal gerði það í fyrstu tveimur leikjunum í úrslitaeinvígi Los Angels Lakers og Indiana Pacers fyrir 21 ári. Giannis TOOK OVER Game 3! 41 PTS13 REB14/23 FGM13/17 FTM@Giannis_An34 joined @SHAQ as the only players in #NBAFinals history with back-to-back 40+ point, 10+ rebound games! #ThatsGame Game 4: 9:00pm/et WEDNESDAY on ABC pic.twitter.com/lIazIIZbAo— NBA (@NBA) July 12, 2021 „Við vissum hvers konar leikur þetta yrði. Við vissum að við værum komnir ofan í holu ef við töpuðum,“ sagði Giannis. Hann hitti úr fjórtán af 23 skotum sínum utan af velli og þrettán af sautján vítaskotum sínum. Giannis tók fleiri vítaskot en allir leikmenn Phoenix til samans, eitthvað sem Monty Williams, þjálfari liðsins, benti á eftir leik. „Ég ætla ekki að kvarta opinberlega yfir villunum. Geri það ekki. En þú getur séð það, við fengum sextán víti en einn leikmaður sautján,“ sagði Williams. Klippa: NBA dagsins: 12. júlí Milwaukee fékk miklu betra sóknarframlag frá Jrue Holiday en í síðasta leik og það vóg þungt. Hann skoraði 21 stig, gaf níu stoðsendingar og setti niður fimm þriggja stiga skot. Khris Middleton skoraði átján stig og Brook Lopez og Bobby Portis ellefu stig hvor. Chris Paul skoraði nítján stig fyrir Phoenix og gaf níu stoðsendingar. Devin Booker átti erfitt uppdráttar; skoraði tíu stig og hitti aðeins úr þremur af fjórtán skotum sínum. Deandre Ayton skoraði átján stig en spilaði aðeins 24 mínútur vegna villuvandræðna. Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá brot úr leik Milwaukee og Phoenix frá því í nótt. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Tengdar fréttir Annar stórleikur hjá gríska goðinu þegar Hirtirnir minnkuðu muninn Giannis Antetokounmpo átti stórkostlegan leik þegar Milwaukee Bucks sigraði Phoenix Suns, 120-100, í þriðja leik liðanna í úrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Staðan í einvígi liðanna er nú 2-1, Phoenix í vil. 12. júlí 2021 07:33 Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Annar stórleikur hjá gríska goðinu þegar Hirtirnir minnkuðu muninn Giannis Antetokounmpo átti stórkostlegan leik þegar Milwaukee Bucks sigraði Phoenix Suns, 120-100, í þriðja leik liðanna í úrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Staðan í einvígi liðanna er nú 2-1, Phoenix í vil. 12. júlí 2021 07:33
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum