Vann Opna skoska eftir bráðabana Valur Páll Eiríksson skrifar 11. júlí 2021 18:30 Lee átti frábæran hring í dag. Mark Runnacles/Getty Images Ástralinn Min Woo Lee fagnaði sigri á Opna skoska meistaramótinu í golfi í dag eftir gríðarjafna keppni. Þrír kylfingar voru jafnir á toppnum og bráðabana þurfti til að útkljá úrslit mótsins. Mikil spenna var í toppbaráttu mótsins en Belginn Thomas Detry og Englendingurinn Matt Fitzpatrick leiddu mótið fyrir lokahringinn í dag á 14 höggum undir pari. Spánverjinn Jon Rahm kom næstur á 13 undir parinu, Lucas Herbert frá Ástralíu var á 12 undir pari og tveir landar hans, Min Woo Lee og Wade Ormsby komu næstir auk Bandaríkjamannsins Scottie Scheffler á ellefu undir parinu. Keppni frestaðist um tíma í dag vegna veðurs en spennan hélt áfram eftir stutt hlé. Whatever the weather, protect the trophy #abrdnScottishOpen | #RolexSeries pic.twitter.com/GeSJN3L2nZ— abrdn Scottish Open (@ScottishOpen) July 11, 2021 Lee var á meðal þeirra bestu á hringnum í dag þar sem hann fór hringinn á sjö höggum undir pari sem dugði honum til að vera 18 höggum undir parinu í heildina. Þar sem efstu menn fyrirfram, Detry og Fitzpatrick, fóru hringinn báðir á fjórum undir pari voru þeir jafnir Lee með það skor eftir hringinn. Ian Poulter, sem lék manna best í dag, á átta höggum undir pari var aðeins höggi á eftir þeim þremur, auk Ryans Palmer, sem lék á sjö undir í dag, og Lucasar Herbert sem fór á fimm undir pari í dag. The winning moment #abrdnScottishOpen #RolexSeries pic.twitter.com/rRwZv7VHAX— The European Tour (@EuropeanTour) July 11, 2021 Það voru hins vegar Lee, Detry og Fitzpatrick sem luku keppni á toppnum. Þar sem þeir voru þrír jafnir þurfti bráðabana til að útkljá hver þeirra myndi fagna sigri. Sá bráðabani var óvenju stuttur þar sem 18. hola vallarins var leikin. Lee fékk fugl á holunni á meðan þeir tveir síðarnefndu fóru á pari og fagnaði Ástralinn því sigri eftir að hafa fengið sinn áttunda fugl í dag. Skotland Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Mikil spenna var í toppbaráttu mótsins en Belginn Thomas Detry og Englendingurinn Matt Fitzpatrick leiddu mótið fyrir lokahringinn í dag á 14 höggum undir pari. Spánverjinn Jon Rahm kom næstur á 13 undir parinu, Lucas Herbert frá Ástralíu var á 12 undir pari og tveir landar hans, Min Woo Lee og Wade Ormsby komu næstir auk Bandaríkjamannsins Scottie Scheffler á ellefu undir parinu. Keppni frestaðist um tíma í dag vegna veðurs en spennan hélt áfram eftir stutt hlé. Whatever the weather, protect the trophy #abrdnScottishOpen | #RolexSeries pic.twitter.com/GeSJN3L2nZ— abrdn Scottish Open (@ScottishOpen) July 11, 2021 Lee var á meðal þeirra bestu á hringnum í dag þar sem hann fór hringinn á sjö höggum undir pari sem dugði honum til að vera 18 höggum undir parinu í heildina. Þar sem efstu menn fyrirfram, Detry og Fitzpatrick, fóru hringinn báðir á fjórum undir pari voru þeir jafnir Lee með það skor eftir hringinn. Ian Poulter, sem lék manna best í dag, á átta höggum undir pari var aðeins höggi á eftir þeim þremur, auk Ryans Palmer, sem lék á sjö undir í dag, og Lucasar Herbert sem fór á fimm undir pari í dag. The winning moment #abrdnScottishOpen #RolexSeries pic.twitter.com/rRwZv7VHAX— The European Tour (@EuropeanTour) July 11, 2021 Það voru hins vegar Lee, Detry og Fitzpatrick sem luku keppni á toppnum. Þar sem þeir voru þrír jafnir þurfti bráðabana til að útkljá hver þeirra myndi fagna sigri. Sá bráðabani var óvenju stuttur þar sem 18. hola vallarins var leikin. Lee fékk fugl á holunni á meðan þeir tveir síðarnefndu fóru á pari og fagnaði Ástralinn því sigri eftir að hafa fengið sinn áttunda fugl í dag.
Skotland Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira