Fótbolti

Enska knattspyrnusambandið sektað vegna hegðunar stuðningsmanna

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Stuðningsmenn enska landsliðsins verða að haga sér betur ef þeir ætla ekki að valda knattspyrnusambandinu meira fjártjóni.
Stuðningsmenn enska landsliðsins verða að haga sér betur ef þeir ætla ekki að valda knattspyrnusambandinu meira fjártjóni. Eddie Keogh - The FA/The FA via Getty Images

Enska knattspyrnusambandið hefur verið sektað um 30.000 evrur vegna hegðunar stuðningsmanna enska landsliðsins í undanúrslitaleik liðsins gegn Danmörku.

UEFA kærði enska knattspyrnusambandið síðastliðinn fimmtudag fyrir hegðun stuðningsmanna liðsins. Meðal brota stuðningsmanna liðsins var leysigeisla beint í andlit Kasper Schmeichel, markvarðar danska liðsins, þegar hann varði vítaspyrnu Harry Kane.

Kane tók reyndar frákastið sjálfur og tryggði enska liðinu 2-1 sigur.

Þá bauluðu ensku stuðningsmennirnir á þjóðsöng dana og kveiktu á blysum uppi í stúku. UEFA hefur sent frá sér yfirlýsingu varðandi málið. 

“CEDB (Control Ethics and Disciplinary Body) hefur ákveðið að sekta enska knattspyrnusambandið um 30.000 evrur fyrir notkun á leysigeisla, truflanir á meðan að þjóðsöngvum stóð og fyrir að kveikja á flugeldum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×