Hin meðvirku Svala Jónsdóttir skrifar 9. júlí 2021 14:31 Ég er kona. Ég hef upplifað kynferðislega áreitni af hálfu skólafélaga og vinnufélaga. Ég hef upplifað að aðili sem ég var í nánu sambandi við, fór yfir mörk mín. Ég hef upplifað kynferðislegt ofbeldi sem var kært til lögreglu, en málið var á endanum fellt niður. Ekkert af þessu er í sjálfu sér óvenjulegt. Samkvæmt fyrstu niðurstöðum úr vísindarannsókn Háskóla Íslands um áfallasögu kvenna, hafa fjórar af hverjum tíu konum sem tóku þátt í rannsókninni upplifað líkamlegt eða kynferðislegt ofbeldi á lífsleiðinni. Þar af hafa fleiri en þrjár af hverjum tíu orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Þá hefur nærri þriðjungur kvenna orðið fyrir áreitni á vinnustað einhvern tímann á ævinni. Aðeins tíu prósent kæra Aðeins lítið brot kynferðisbrota er kært til lögreglu. Samkvæmt ársskýrslum Stígamóta kæra um 10% þolenda sem leita til samtakana brotin til lögreglunnar. Þrátt fyrir þetta eru nokkur hundruð kynferðisbrot kærð á hverju ári hérlendis og mikill meirihluti brotaþola er konur. Meirihluti málanna endar með því að málið er fellt niður. Þannig eru miklar líkur á því að þeir sem nauðga eða áreita fólk kynferðislega á Íslandi komist upp með það, jafnvel aftur og aftur. Líkurnar eru einfaldlega þeim í hag. Undanfarnar vikur hefur önnur bylgja #metoo-byltingarinnar haft víðtæk áhrif á samfélagið. Ungar stúlkur og konur hafa stigið fram á samfélagsmiðlum, sumar undir nafni en aðrar nafnlaust, og sagt frá kynferðislegri áreitni og ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir. Öfugt við fyrstu metoo-bylgjuna hefur þessi umræða ekki farið fram í lokuðum hópum, heldur fyrir opnum tjöldum á netinu. Sögurnar eru margar, en mesta athygli hafa vakið frásagnir um landsþekkta menn sem margar stúlkur og konur saka um ofbeldi og áreitni. Hafa sumir þeirra neyðst til að biðjast afsökunar, á meðan aðrir hafa hótað málsókn. Litlar líkur á réttlæti Flest erum við sammála um mikilvægi þess að uppræta kynferðislegt ofbeldi, í það minnsta í orði. Við vitum líka að ofbeldi gegn konum viðgengst enn í ríkum mæli og að það er erfitt að fá réttláta meðferð í dómskerfinu í þessum málum. Einmitt þess vegna finna margar stúlkur og konur sig knúnar til þess að segja sögu sína á samfélagsmiðlum. Þær vita sem er, að litlar líkur eru á því að þær nái fram réttlæti með aðstoð lögreglu eða dómstóla. Ungar stúlkur og konur sætta sig ekki lengur við það sem mín kynslóð og fyrri kynslóðir sættu sig við nokkurn veginn þegjandi og hljóðalaust. Þær krefjast þess að á þær sé hlustað. Þær vilja að þeir sem stunda það að áreita og nauðga þurfi að svara fyrir gerðir sínar. Einhver gæti haldið að fólk myndi almennt fagna því að sjá þennan kraft og réttlætiskennd hjá ungu konunum okkar, en því fer fjarri. Meðvirknin er allsráðandi Í stað þess að fagna opnari umræðu og kjarki ungu kynslóðarinnar, eru mörg okkar sem eldri erum enn föst í gerendameðvirkni. Karlar og konur keppast við að vorkenna vesalings drengjunum, sem þó eru fullorðnir karlmenn og sumir á fertugs- og fimmtugsaldri. Kvartað er undan útskúfunarmenningu, dómstóli götunnar og aftökum án dóms og laga, þó að í flestum tilvikum hafi ekkert gerst, annað en að umræddir menn hafa kannski misst af einstaka verkefnum. Staðreyndin er sú að menn hafa hingað til komist upp með kynferðisbrot og kynbundið ofbeldi án mikilla afleiðinga hér á landi. Maður getur til dæmis átt farsælan feril sem leikari áratugum saman, þrátt fyrir dóm vegna hrottalegrar nauðgunar. Sá sem næst á myndband við að káfa á unglingsstelpu í óþökk hennar, getur gert grín að öllu saman og þjóðin flykkist á uppistandið. Þeir sem eru þekktir fyrir að nauðga stelpum undir lögaldri, hafa flestir getað haldið áfram í námi og starfi eins og ekkert hafi í skorist. Heilu sveitarfélögin hafa staðið að undirskriftasöfnun til stuðnings dæmdum nauðgara. Meðvirknin er allsráðandi. Alvarlegar afleiðingar Afleiðingarnar fyrir þolendur kynferðisofbeldis eru oftast miklu alvarlegri. Margar hafa flosnað upp úr námi, hrakist úr starfi, flutt frá heimabæ sínum og jafnvel flúið land. Þær upplifa skömm, sektarkennd, depurð, lélega sjálfsmynd og margt annað, sem getur haft áhrif á allt þeirra líf. Þá eru ótaldar þær sem ekki lifðu ofbeldið af, þar á meðal þær sem tóku eigið líf. Þegar þær sem lifðu af ákveða að skila skömminni svarar fullorðna fólkið þeim með skætingi. Af hverju sagðir þú ekki frá þessu fyrr? Af hverju kærðir þú ekki? Ertu ekki bara athyglissjúk, hefnigjörn eða bitur kona sem hann vildi ekki? Við þurfum að hætta að vera í afneitun. Við þurfum að hætta að vera meðvirk með þeim sem brjóta á öðrum. Við þurfum að hætta að vera skíthrædd við meinta útskúfun ofbeldismanna. Við getum lært mikið af ungu konunum okkar, sem sýna bæði hugrekki og réttlætiskennd með því að sætta sig ekki lengur við að þjást í þögninni. Við getum líka lært af þeim ungu körlum, sem ekki taka lengur þátt í þöggun og nauðgunarmenningu. Okkar hlutverk er að hlusta á unga fólkið í stað þess að detta í vörn og meðvirkni. Höfundur er grunnskólakennari og móðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Ég er kona. Ég hef upplifað kynferðislega áreitni af hálfu skólafélaga og vinnufélaga. Ég hef upplifað að aðili sem ég var í nánu sambandi við, fór yfir mörk mín. Ég hef upplifað kynferðislegt ofbeldi sem var kært til lögreglu, en málið var á endanum fellt niður. Ekkert af þessu er í sjálfu sér óvenjulegt. Samkvæmt fyrstu niðurstöðum úr vísindarannsókn Háskóla Íslands um áfallasögu kvenna, hafa fjórar af hverjum tíu konum sem tóku þátt í rannsókninni upplifað líkamlegt eða kynferðislegt ofbeldi á lífsleiðinni. Þar af hafa fleiri en þrjár af hverjum tíu orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Þá hefur nærri þriðjungur kvenna orðið fyrir áreitni á vinnustað einhvern tímann á ævinni. Aðeins tíu prósent kæra Aðeins lítið brot kynferðisbrota er kært til lögreglu. Samkvæmt ársskýrslum Stígamóta kæra um 10% þolenda sem leita til samtakana brotin til lögreglunnar. Þrátt fyrir þetta eru nokkur hundruð kynferðisbrot kærð á hverju ári hérlendis og mikill meirihluti brotaþola er konur. Meirihluti málanna endar með því að málið er fellt niður. Þannig eru miklar líkur á því að þeir sem nauðga eða áreita fólk kynferðislega á Íslandi komist upp með það, jafnvel aftur og aftur. Líkurnar eru einfaldlega þeim í hag. Undanfarnar vikur hefur önnur bylgja #metoo-byltingarinnar haft víðtæk áhrif á samfélagið. Ungar stúlkur og konur hafa stigið fram á samfélagsmiðlum, sumar undir nafni en aðrar nafnlaust, og sagt frá kynferðislegri áreitni og ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir. Öfugt við fyrstu metoo-bylgjuna hefur þessi umræða ekki farið fram í lokuðum hópum, heldur fyrir opnum tjöldum á netinu. Sögurnar eru margar, en mesta athygli hafa vakið frásagnir um landsþekkta menn sem margar stúlkur og konur saka um ofbeldi og áreitni. Hafa sumir þeirra neyðst til að biðjast afsökunar, á meðan aðrir hafa hótað málsókn. Litlar líkur á réttlæti Flest erum við sammála um mikilvægi þess að uppræta kynferðislegt ofbeldi, í það minnsta í orði. Við vitum líka að ofbeldi gegn konum viðgengst enn í ríkum mæli og að það er erfitt að fá réttláta meðferð í dómskerfinu í þessum málum. Einmitt þess vegna finna margar stúlkur og konur sig knúnar til þess að segja sögu sína á samfélagsmiðlum. Þær vita sem er, að litlar líkur eru á því að þær nái fram réttlæti með aðstoð lögreglu eða dómstóla. Ungar stúlkur og konur sætta sig ekki lengur við það sem mín kynslóð og fyrri kynslóðir sættu sig við nokkurn veginn þegjandi og hljóðalaust. Þær krefjast þess að á þær sé hlustað. Þær vilja að þeir sem stunda það að áreita og nauðga þurfi að svara fyrir gerðir sínar. Einhver gæti haldið að fólk myndi almennt fagna því að sjá þennan kraft og réttlætiskennd hjá ungu konunum okkar, en því fer fjarri. Meðvirknin er allsráðandi Í stað þess að fagna opnari umræðu og kjarki ungu kynslóðarinnar, eru mörg okkar sem eldri erum enn föst í gerendameðvirkni. Karlar og konur keppast við að vorkenna vesalings drengjunum, sem þó eru fullorðnir karlmenn og sumir á fertugs- og fimmtugsaldri. Kvartað er undan útskúfunarmenningu, dómstóli götunnar og aftökum án dóms og laga, þó að í flestum tilvikum hafi ekkert gerst, annað en að umræddir menn hafa kannski misst af einstaka verkefnum. Staðreyndin er sú að menn hafa hingað til komist upp með kynferðisbrot og kynbundið ofbeldi án mikilla afleiðinga hér á landi. Maður getur til dæmis átt farsælan feril sem leikari áratugum saman, þrátt fyrir dóm vegna hrottalegrar nauðgunar. Sá sem næst á myndband við að káfa á unglingsstelpu í óþökk hennar, getur gert grín að öllu saman og þjóðin flykkist á uppistandið. Þeir sem eru þekktir fyrir að nauðga stelpum undir lögaldri, hafa flestir getað haldið áfram í námi og starfi eins og ekkert hafi í skorist. Heilu sveitarfélögin hafa staðið að undirskriftasöfnun til stuðnings dæmdum nauðgara. Meðvirknin er allsráðandi. Alvarlegar afleiðingar Afleiðingarnar fyrir þolendur kynferðisofbeldis eru oftast miklu alvarlegri. Margar hafa flosnað upp úr námi, hrakist úr starfi, flutt frá heimabæ sínum og jafnvel flúið land. Þær upplifa skömm, sektarkennd, depurð, lélega sjálfsmynd og margt annað, sem getur haft áhrif á allt þeirra líf. Þá eru ótaldar þær sem ekki lifðu ofbeldið af, þar á meðal þær sem tóku eigið líf. Þegar þær sem lifðu af ákveða að skila skömminni svarar fullorðna fólkið þeim með skætingi. Af hverju sagðir þú ekki frá þessu fyrr? Af hverju kærðir þú ekki? Ertu ekki bara athyglissjúk, hefnigjörn eða bitur kona sem hann vildi ekki? Við þurfum að hætta að vera í afneitun. Við þurfum að hætta að vera meðvirk með þeim sem brjóta á öðrum. Við þurfum að hætta að vera skíthrædd við meinta útskúfun ofbeldismanna. Við getum lært mikið af ungu konunum okkar, sem sýna bæði hugrekki og réttlætiskennd með því að sætta sig ekki lengur við að þjást í þögninni. Við getum líka lært af þeim ungu körlum, sem ekki taka lengur þátt í þöggun og nauðgunarmenningu. Okkar hlutverk er að hlusta á unga fólkið í stað þess að detta í vörn og meðvirkni. Höfundur er grunnskólakennari og móðir.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun