„Hvorki England né nokkuð annað lið verðskuldar að vinna á þessu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 8. júlí 2021 07:31 Atvikið umdeilda þegar Raheem Sterling féll til jarðar. Getty Images/Laurence Griffiths Vítaspyrnudómurinn í framlengingu leiks Englands og Danmerkur í undanúrslitum EM var til umræðu í þættinum EM í dag eftir leikinn í gærkvöld. Dómurinn réði úrslitum leiksins og voru gestir þáttarins sammála að um rangan dóm hefði verið að ræða. Staðan var 1-1 þegar Raheem Sterling, leikmaður Englands, féll innan teigs í fyrri hálfleiks framlengingarinnar. Vítaspyrna var dæmd sem Harry Kane tók. Kasper Schmeichel varði spyrnuna frá honum en Kane skoraði úr frákastinu. „England var betra í leiknum, England verðskuldar að vinna leikinn. En hvorki England né nokkuð annað lið finnst mér verðskulda að vinna á þessu. Mér finnst þetta aldrei vera vítaspyrna,“ sagði Ólafur Kristjánsson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sport í þættinum EM í dag í gærkvöld. Ólafur og þáttastjórnandinn Guðmundur Benediktsson sammældust um það að það væri skiljanlegt að dæma vítið við fyrstu sýn. En óskiljanlegra var af hverju myndbandsdómari leiksins sendi Danny Makkelie, dómara leiksins, ekki í skjáinn til að endurmeta atvikið. „Ég er alveg sannfærður um það að ef hann sér þetta aftur, þá sér hann, 'ah, þetta er ekki víti'. Eins og ég sagði áðan á England skilið að vinna leikinn, en það er súrsætt, finnst mér að þeir vinni á þessu atviki í leiknum,“ sagði Ólafur. Vilhjálmur Freyr Hallsson og Andri Geir Gunnarsson, sem halda úti hlaðvarpinu Steve Dagskrá, voru sammála því að um óréttmæta vítaspyrnu væri að ræða. „VAR er taparinn í þessu,“ sagði Andri Geir. „Til hvers er VAR ef þetta er ekki skoðað?“ bætti Vilhjálmur við. Einnig var rætt um að tveir boltar voru á vellinum þegar atvikið átti sér stað. Úr urðu svo miklar frekari umræður um atvikið. Umræðuna í heild sinni má sjá að neðan. England mætir Ítalíu í úrslitum EM á sunnudag klukkan 19:00 og verður leikurinn sýndur beint á rásum Stöðvar 2 Sport. Klippa: Vítadómurinn - EM í dag EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Aldrei heyrt í Wembley svona Gareth Southgate, þjálfari enska karlalandsliðsins í fótbolta, var himinlifandi eftir 2-1 sigur liðsins á Dönum í undanúrslitum EM á Wembley í kvöld. England komst í úrslit Evrópumótsins í fyrsta sinn með sigrinum. 7. júlí 2021 22:45 Umdeild vítaspyrna skipti sköpum er England fór í úrslit í fyrsta sinn England vann 2-1 sigur á Danmörku eftir framlengdan leik í undanúrslitum Evrópumóts karla í fótbolta á Wembley í Lundúnum í kvöld. Þeir ensku mæta Ítölum í úrslitum á sunnudag. 7. júlí 2021 21:35 Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Staðan var 1-1 þegar Raheem Sterling, leikmaður Englands, féll innan teigs í fyrri hálfleiks framlengingarinnar. Vítaspyrna var dæmd sem Harry Kane tók. Kasper Schmeichel varði spyrnuna frá honum en Kane skoraði úr frákastinu. „England var betra í leiknum, England verðskuldar að vinna leikinn. En hvorki England né nokkuð annað lið finnst mér verðskulda að vinna á þessu. Mér finnst þetta aldrei vera vítaspyrna,“ sagði Ólafur Kristjánsson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sport í þættinum EM í dag í gærkvöld. Ólafur og þáttastjórnandinn Guðmundur Benediktsson sammældust um það að það væri skiljanlegt að dæma vítið við fyrstu sýn. En óskiljanlegra var af hverju myndbandsdómari leiksins sendi Danny Makkelie, dómara leiksins, ekki í skjáinn til að endurmeta atvikið. „Ég er alveg sannfærður um það að ef hann sér þetta aftur, þá sér hann, 'ah, þetta er ekki víti'. Eins og ég sagði áðan á England skilið að vinna leikinn, en það er súrsætt, finnst mér að þeir vinni á þessu atviki í leiknum,“ sagði Ólafur. Vilhjálmur Freyr Hallsson og Andri Geir Gunnarsson, sem halda úti hlaðvarpinu Steve Dagskrá, voru sammála því að um óréttmæta vítaspyrnu væri að ræða. „VAR er taparinn í þessu,“ sagði Andri Geir. „Til hvers er VAR ef þetta er ekki skoðað?“ bætti Vilhjálmur við. Einnig var rætt um að tveir boltar voru á vellinum þegar atvikið átti sér stað. Úr urðu svo miklar frekari umræður um atvikið. Umræðuna í heild sinni má sjá að neðan. England mætir Ítalíu í úrslitum EM á sunnudag klukkan 19:00 og verður leikurinn sýndur beint á rásum Stöðvar 2 Sport. Klippa: Vítadómurinn - EM í dag EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Aldrei heyrt í Wembley svona Gareth Southgate, þjálfari enska karlalandsliðsins í fótbolta, var himinlifandi eftir 2-1 sigur liðsins á Dönum í undanúrslitum EM á Wembley í kvöld. England komst í úrslit Evrópumótsins í fyrsta sinn með sigrinum. 7. júlí 2021 22:45 Umdeild vítaspyrna skipti sköpum er England fór í úrslit í fyrsta sinn England vann 2-1 sigur á Danmörku eftir framlengdan leik í undanúrslitum Evrópumóts karla í fótbolta á Wembley í Lundúnum í kvöld. Þeir ensku mæta Ítölum í úrslitum á sunnudag. 7. júlí 2021 21:35 Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Aldrei heyrt í Wembley svona Gareth Southgate, þjálfari enska karlalandsliðsins í fótbolta, var himinlifandi eftir 2-1 sigur liðsins á Dönum í undanúrslitum EM á Wembley í kvöld. England komst í úrslit Evrópumótsins í fyrsta sinn með sigrinum. 7. júlí 2021 22:45
Umdeild vítaspyrna skipti sköpum er England fór í úrslit í fyrsta sinn England vann 2-1 sigur á Danmörku eftir framlengdan leik í undanúrslitum Evrópumóts karla í fótbolta á Wembley í Lundúnum í kvöld. Þeir ensku mæta Ítölum í úrslitum á sunnudag. 7. júlí 2021 21:35