„Megum ekki dragast lengra aftur úr“ Sindri Sverrisson skrifar 8. júlí 2021 11:01 Það er mikið í húfi fyrir FH-inga og í raun íslenskan fótbolta í Kaplakrika í dag. vísir/hulda margrét „Þetta verða erfiðir leikir en möguleikarnir eru alveg til staðar,“ segir Matthías Vilhjálmsson, fyrirliði FH, fyrir einvígið við írska liðið Sligo Rovers sem hefst í Kaplakrika í dag. Hann segir alla sem koma að íslenskri knattspyrnu þurfa að spyrna við fótum eftir dapurt gengi félagsliða í Evrópukeppnum karla síðustu ár. FH og Sligo mætast klukkan 18 í fyrri leik sínum í fyrstu umferð undankeppni hinnar nýju Sambandsdeildar UEFA í fótbolta. Seinni leikurinn er á Írlandi eftir viku. Sigurliðið í einvíginu mætir Rosenborg í Noregi, liði sem Matthías gjörþekkir eftir að hafa orðið norskur meistari með því fjögur ár í röð fram til ársins 2019. Liðið sem stendur í veginum fyrir endurkomu Matthíasar á Lerkendal-leikvanginn er í harðri baráttu um írska meistaratitilinn. Deildarkeppnin á Írlandi er leikin um sumar líkt og sú íslenska, og er Sligo jafnt Shamrock Rovers á toppnum. „Þetta er svolítið „ó-breskt“ lið. Þeir eru mjög vel spilandi, með snögga sóknarmenn. Þau bresku lið sem ég hef mætt í gegnum tíðina hafa aftur á móti oftast verið mjög líkamlega sterk, góð í föstum leikatriðum og slíkt. Þetta lið virðist hins vegar aðeins öðruvísi. Gott fótboltalið,“ segir Matthías um Sligo Rovers. Feginn að fá loksins heila æfingaviku FH-ingar hafa ekki fagnað sigri í sjö leikjum í röð í Pepsi Max-deildinni og eru þar mikið nær botnsætinu en toppsætinu. Matthías er þakklátur fyrir að FH skuli nú hafa haft nokkra daga til að vinna í sínum málum: „Að sjálfsögðu tekur það á, eða ég vona það alla vega, að gengið síðustu vikur hefur alls ekki verið nógu gott. Ég verð að viðurkenna að það var mjög gott að fá heila æfingaviku núna, fram að leik, því það hefur verið ansi þétt spilað frá því eftir landsleikjapásuna í byrjun júní. Við höfum bara haft 3-4 daga á milli leikja í margar vikur og þurft að einbeita okkur að endurheimt og að vera klárir í næsta leik. Núna náðum við að vinna í hlutum sem við þurfum að laga og það fannst mér gott.“ Matthías Vilhjálmsson og félagar hafa ekki átt góðu gengi að fagna í sumar en hefja nú keppni í Sambandsdeildinni.vísir/bára Logi Ólafsson hætti sem þjálfari FH og er Ólafur Jóhannesson nú orðinn samstarfsmaður Davíðs Þórs Viðarssonar í brúnni. Þeir hafa stýrt FH saman í síðustu þremur leikjum: „Óli þekkir allt hérna í Krikanum, ég þekki hann vel og hann þekkir marga í liðinu. Hann er náttúrulega einn sigursælasti þjálfari í íslenskri knattspyrnu og það hefur verið rosalega gaman að fá hann inn. Hann hefur komið með sínar áherslur inn í þetta og mér líst mjög vel á hann,“ segir Matthías um áhrif Ólafs. „Allir sem koma að íslenskri knattspyrnu þurfa að líta í eigin barm“ FH-ingar eru enn fjær Evrópusæti í Pepsi Max-deildinni en ella vegna þess að í ár eru aðeins þrjú Evrópusæti í boði fyrir íslensk félagslið í stað fjögurra áður. Það er vegna lélegs árangurs íslenskra liða síðustu ár, en hvert jafntefli og hver sigur skilar liðunum og þar með Íslandi stigum í kladdann hjá UEFA, sem úthlutar Evrópusætum eftir því. „Allir sem koma að íslenskri knattspyrnu þurfa að líta í eigin barm. Við megum ekki dragast lengra aftur úr,“ segir Matthías. „Við sjáum að margar þjóðir eru að bæta sig og bæta, með hverju árinu, og þetta verður alltaf erfiðara og erfiðara. Allt landið þarf að bæta sig og ná betri úrslitum í Evrópu, en þar spila auðvitað margir þættir inn í. Við þurfum að æfa meira og betur, og öll umgjörð að vera „tip top“ því hún er nánast óaðfinnanleg í flestum þessara landa fyrir utan Ísland. Við þurfum að vera best í því sem er „ókeypis“, sem sagt hvernig við æfum og hversu mikið, og hvernig haldið er utan um þetta,“ segir hinn 34 ára gamli Matthías sem sneri heim í vetur eftir níu farsæl ár í atvinnumennsku. Sambandsdeild Evrópu FH Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Fleiri fréttir Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Ísak Bergmann skoraði í slæmu tapi Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum Sjá meira
FH og Sligo mætast klukkan 18 í fyrri leik sínum í fyrstu umferð undankeppni hinnar nýju Sambandsdeildar UEFA í fótbolta. Seinni leikurinn er á Írlandi eftir viku. Sigurliðið í einvíginu mætir Rosenborg í Noregi, liði sem Matthías gjörþekkir eftir að hafa orðið norskur meistari með því fjögur ár í röð fram til ársins 2019. Liðið sem stendur í veginum fyrir endurkomu Matthíasar á Lerkendal-leikvanginn er í harðri baráttu um írska meistaratitilinn. Deildarkeppnin á Írlandi er leikin um sumar líkt og sú íslenska, og er Sligo jafnt Shamrock Rovers á toppnum. „Þetta er svolítið „ó-breskt“ lið. Þeir eru mjög vel spilandi, með snögga sóknarmenn. Þau bresku lið sem ég hef mætt í gegnum tíðina hafa aftur á móti oftast verið mjög líkamlega sterk, góð í föstum leikatriðum og slíkt. Þetta lið virðist hins vegar aðeins öðruvísi. Gott fótboltalið,“ segir Matthías um Sligo Rovers. Feginn að fá loksins heila æfingaviku FH-ingar hafa ekki fagnað sigri í sjö leikjum í röð í Pepsi Max-deildinni og eru þar mikið nær botnsætinu en toppsætinu. Matthías er þakklátur fyrir að FH skuli nú hafa haft nokkra daga til að vinna í sínum málum: „Að sjálfsögðu tekur það á, eða ég vona það alla vega, að gengið síðustu vikur hefur alls ekki verið nógu gott. Ég verð að viðurkenna að það var mjög gott að fá heila æfingaviku núna, fram að leik, því það hefur verið ansi þétt spilað frá því eftir landsleikjapásuna í byrjun júní. Við höfum bara haft 3-4 daga á milli leikja í margar vikur og þurft að einbeita okkur að endurheimt og að vera klárir í næsta leik. Núna náðum við að vinna í hlutum sem við þurfum að laga og það fannst mér gott.“ Matthías Vilhjálmsson og félagar hafa ekki átt góðu gengi að fagna í sumar en hefja nú keppni í Sambandsdeildinni.vísir/bára Logi Ólafsson hætti sem þjálfari FH og er Ólafur Jóhannesson nú orðinn samstarfsmaður Davíðs Þórs Viðarssonar í brúnni. Þeir hafa stýrt FH saman í síðustu þremur leikjum: „Óli þekkir allt hérna í Krikanum, ég þekki hann vel og hann þekkir marga í liðinu. Hann er náttúrulega einn sigursælasti þjálfari í íslenskri knattspyrnu og það hefur verið rosalega gaman að fá hann inn. Hann hefur komið með sínar áherslur inn í þetta og mér líst mjög vel á hann,“ segir Matthías um áhrif Ólafs. „Allir sem koma að íslenskri knattspyrnu þurfa að líta í eigin barm“ FH-ingar eru enn fjær Evrópusæti í Pepsi Max-deildinni en ella vegna þess að í ár eru aðeins þrjú Evrópusæti í boði fyrir íslensk félagslið í stað fjögurra áður. Það er vegna lélegs árangurs íslenskra liða síðustu ár, en hvert jafntefli og hver sigur skilar liðunum og þar með Íslandi stigum í kladdann hjá UEFA, sem úthlutar Evrópusætum eftir því. „Allir sem koma að íslenskri knattspyrnu þurfa að líta í eigin barm. Við megum ekki dragast lengra aftur úr,“ segir Matthías. „Við sjáum að margar þjóðir eru að bæta sig og bæta, með hverju árinu, og þetta verður alltaf erfiðara og erfiðara. Allt landið þarf að bæta sig og ná betri úrslitum í Evrópu, en þar spila auðvitað margir þættir inn í. Við þurfum að æfa meira og betur, og öll umgjörð að vera „tip top“ því hún er nánast óaðfinnanleg í flestum þessara landa fyrir utan Ísland. Við þurfum að vera best í því sem er „ókeypis“, sem sagt hvernig við æfum og hversu mikið, og hvernig haldið er utan um þetta,“ segir hinn 34 ára gamli Matthías sem sneri heim í vetur eftir níu farsæl ár í atvinnumennsku.
Sambandsdeild Evrópu FH Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Fleiri fréttir Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Ísak Bergmann skoraði í slæmu tapi Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum Sjá meira
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“