Lífið

Klara Elías: Gefur út sitt eigið þjóðhátíðarlag tileinkað íslenskum tónlistarkonum

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Söngkonan Klara Elías gaf í dag út lagið Heim sem hún segir vera tileinkað öllum íslenskum tónlistarkonum. 
Söngkonan Klara Elías gaf í dag út lagið Heim sem hún segir vera tileinkað öllum íslenskum tónlistarkonum.  Stefani Moser

„Í tilefni af þessari sögulegu þjóðhátíð langaði mig í ár, sérstaklega í ár, loksins saman komin öll í brekkunni, að það kæmi út lag eftir konur, sungið af konu og útsett af konum,“ segir söngkonan Klara Elías sem gaf í dag út lagið Heim.

Lagið segir hún vera „sitt eigið Þjóðhátíðarlag sem tileinkað sé íslenskum tónlistarkonum.“

Lagið Heim segir Klara að sé af öllu hjarta tileinkað hinu íslenska sumri, gleðinni að loksins geti allir komið saman aftur, faðmast og fagnað þessari hátíð sem þjóð.Stefani Moser

Lagið Heim er hennar fyrsta lag á íslensku í meira en áratug en lagið samdi hún með vinkonu sinni og tónlistarkonunni Ölmu Guðmundsdóttir. 

Aðeins einu sinni hefur hið opinbera þjóðhátíðarlag verið samið og flutt af konu, í 84 ára sögu hátíðarinnar, og var það lagið og var það lagið Sjáumst þar eftir Röggu Gísla.

Klara segir að þó svo að lagið Heim sé ekki hið opinbera þjóðhátíðaralag þá sé það af öllu hjarta tileinkað hinu íslenska sumri, gleðinni að loksins geti allir komið saman aftur, faðmast og fagnað þessari hátíð sem þjóð.

Það er ekkert eins og ást sem að brennur á Þjóðhátíð!

Hægt er að hlusta á lagið í spilaranum hér fyrir neðan. 

Klippa: Heim - Klara Elías

Klara mætti í Brennsluna á FM957 í morgun og spjallað um lífið tilveruna og nýja lagið. 

Hægt er að hlusta á innslagið í spilaranum hér fyrir neðan. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×