Símamótið kveður númerin og fer nýjar leiðir við nafngjöf Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. júlí 2021 11:00 Stúlkur úr KR og Breiðablik í leik á Símamótinu. Vísir/Vilhelm Mótstjórn Símamótsins og Knattspyrnudeild Breiðabliks hvetja félög til þess að leggja niður númeraröðun liða í yngstu flokkunm. Mælt er með því að skíra liðin eftir íslensku knattspyrnufólki. Knattspyrnukonum í tilfelli Símamótsins sem hefst í Kópavogi á föstudag. Mótið er haldið í 37. skipti en það hefur verið fyrir stelpur í 5., 6. og 7. flokki kvenna. Elstu stelpurnar eru því á tólfta aldursári. Stelpur í 8. flokki keppa nú einnig í fyrsta sinn á minni útgáfu mótsins á laugardeginum. Rúmlega þrjú þúsund stelpur eru skráðar til leiks sem gerir mótið að því fjölmennasta sinnar tegundar hér á landi. Í tölvupósti sem sendur var til þátttökufélaga var spurt hvort ekki væri kominn tími til að breyta leiknum? Hætta að gefa liðum númer eftir styrkleika og þannig minna stelpurnar á það svart á hvítu hvar þær standi. Mótin eigi ekki að snúast um það heldur að hafa gaman. Símamótið hefur verið haldið frá árinu 1985 og eiga margar stúlkur góðar minningar frá mótinu.Vísir/Vilhelm Lengi vel voru lið í yngri flokkum nefnd A,B,C og svo framvegis þar sem A-liðið var sterkast. Í yngstu flokkunum var þessu síðar breytt þannig að liðin voru merkt 1,2,3 og þar fram eftir götunum. Nú leggja Blikar og mótstjórnin til að skíra liðin eftir íslenskum leikmanni eða leikmanni sem spili á Íslandi. „Það má vera hvaða íslenska knattspyrnukona sem er, núverandi eða fyrrverandi, atvinnumaður eða leikmaður í 2. deild á Íslandi,“ segir í tilkynningunni. „Það væri gaman að sjá ykkur skíra liðin í höfuðið á leikmönnum meistaraflokks kvenna í ykkar félagi.“ Ófáar flétturnar eru fléttaðar á leikmenn á Símamótinu. Þá reynir á mæðurnar og mögulega einstaka föður sem kann til verka.Vísir/Vilhelm Með þessu sé markmiðið að búa til stjörnur og fyrirmyndir úr enn þá fleiri og óþekktari knattspyrnukonum ásamt því að gera þær þekktu ennþá þekktari. „Því þekktari sem knattspyrnukonurnar okkar eru því líklegra er að fleiri ungar stelpur mæti á völlinn og/eða fylgist með þeim í sjónvarpinu.“ Þá telja Blikar og mótstjórn Símamótsins næsta víst að með slíkri „stjörnuvæðingu“ muni knattspyrnuiðkun kvenna aukast, bæði í fjölda stelpna og einnig í árafjölda sem hver stelpa endist í sportinu. Hvert lið þarf að hafa hugrakkan markvörð.Vísir/Vilhelm „Einnig erum við viss um að þetta skref muni létta lundina hjá þeim stelpum sem tilheyra slökustu liðunum í hverju félagi, minnki samanburð og meting. Auðvitað vita flestar stelpur og foreldrarnir hvar þær standa en það er samt óþarfi að hafa það svart á hvítu, sérstaklega í þessum aldursflokkum þar sem mótin eiga að snúast númer 1,2 og 3 um að hafa gaman.“ Um sé að ræða jákvæða ögrun fyrir suma foreldra og stelpur sterkari liðanna. „Það munu eflaust eiga sér stað nokkur kostuleg samtöl í kringum þetta nýja fyrirkomulag,“ segir í niðurlagi tilkynningarinnar. Jóhann Þór Jónasson, formaður barna- og unglingaráðs Breiðabliks, segir í samtali við Vísi að breytingarnar séu í takt við stefnu félagsins í uppeldis- og afreksstarfi. „Þetta er hluti af okkar markvissu stefnu að draga fram sterkar fyrirmyndir. Að stelpurnar geti mátað sig við þær,“ segir Jóhann Þór. Þessa stundina séu stelpurnar í meistaraflokki að heimsækja stelpurnar í yngri flokkum og hvetja þær til dáða fyrir mótið. Íþróttir barna Kópavogur Tengdar fréttir Gaupi á Orkumótinu: Hásir af stuðningssöngvum og allur tilfinningaskalinn Orkumótið í fótbolta var haldið í 38. sinn í Vestmannaeyjum dagana 24.-26. júní. Guðjón Guðmundsson, Gaupi, tók stöðuna á stemningunni í Eyjum. 6. júlí 2021 07:01 „Strákurinn minn mun spila með landsliðinu eftir tíu ár og þá munt þú grjóthalda kjafti!“ „Hvað ertu að gera maður? Dúndr'onum í burtu? Dekka! Bakka! Skjóttu, nei gefðu, skjóttu, já skjóttu, æi af hverju gafstu hann ekki?“ 29. júní 2021 09:01 Fótboltasjúkir foreldrar í Vestmannaeyjum Snemma í júní fyllist Heimaey í fyrsta skipti af nokkrum yfir sumarið þegar ellefu og tólf ára stelpur etja kappi í fótbolta. Foreldrar og forráðamenn fjölmenna, gisting bókast upp í bænum og starfsfólk veitingahúsa þarf að hafa sig allt við að koma mat og drykk í skarann. Krakkarnir skemmta sér en foreldrarnir ekki síður. Nýliðið mót er það fjölmennasta sem haldið hefur verið í Eyjum. 14. júní 2021 13:33 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
Mótið er haldið í 37. skipti en það hefur verið fyrir stelpur í 5., 6. og 7. flokki kvenna. Elstu stelpurnar eru því á tólfta aldursári. Stelpur í 8. flokki keppa nú einnig í fyrsta sinn á minni útgáfu mótsins á laugardeginum. Rúmlega þrjú þúsund stelpur eru skráðar til leiks sem gerir mótið að því fjölmennasta sinnar tegundar hér á landi. Í tölvupósti sem sendur var til þátttökufélaga var spurt hvort ekki væri kominn tími til að breyta leiknum? Hætta að gefa liðum númer eftir styrkleika og þannig minna stelpurnar á það svart á hvítu hvar þær standi. Mótin eigi ekki að snúast um það heldur að hafa gaman. Símamótið hefur verið haldið frá árinu 1985 og eiga margar stúlkur góðar minningar frá mótinu.Vísir/Vilhelm Lengi vel voru lið í yngri flokkum nefnd A,B,C og svo framvegis þar sem A-liðið var sterkast. Í yngstu flokkunum var þessu síðar breytt þannig að liðin voru merkt 1,2,3 og þar fram eftir götunum. Nú leggja Blikar og mótstjórnin til að skíra liðin eftir íslenskum leikmanni eða leikmanni sem spili á Íslandi. „Það má vera hvaða íslenska knattspyrnukona sem er, núverandi eða fyrrverandi, atvinnumaður eða leikmaður í 2. deild á Íslandi,“ segir í tilkynningunni. „Það væri gaman að sjá ykkur skíra liðin í höfuðið á leikmönnum meistaraflokks kvenna í ykkar félagi.“ Ófáar flétturnar eru fléttaðar á leikmenn á Símamótinu. Þá reynir á mæðurnar og mögulega einstaka föður sem kann til verka.Vísir/Vilhelm Með þessu sé markmiðið að búa til stjörnur og fyrirmyndir úr enn þá fleiri og óþekktari knattspyrnukonum ásamt því að gera þær þekktu ennþá þekktari. „Því þekktari sem knattspyrnukonurnar okkar eru því líklegra er að fleiri ungar stelpur mæti á völlinn og/eða fylgist með þeim í sjónvarpinu.“ Þá telja Blikar og mótstjórn Símamótsins næsta víst að með slíkri „stjörnuvæðingu“ muni knattspyrnuiðkun kvenna aukast, bæði í fjölda stelpna og einnig í árafjölda sem hver stelpa endist í sportinu. Hvert lið þarf að hafa hugrakkan markvörð.Vísir/Vilhelm „Einnig erum við viss um að þetta skref muni létta lundina hjá þeim stelpum sem tilheyra slökustu liðunum í hverju félagi, minnki samanburð og meting. Auðvitað vita flestar stelpur og foreldrarnir hvar þær standa en það er samt óþarfi að hafa það svart á hvítu, sérstaklega í þessum aldursflokkum þar sem mótin eiga að snúast númer 1,2 og 3 um að hafa gaman.“ Um sé að ræða jákvæða ögrun fyrir suma foreldra og stelpur sterkari liðanna. „Það munu eflaust eiga sér stað nokkur kostuleg samtöl í kringum þetta nýja fyrirkomulag,“ segir í niðurlagi tilkynningarinnar. Jóhann Þór Jónasson, formaður barna- og unglingaráðs Breiðabliks, segir í samtali við Vísi að breytingarnar séu í takt við stefnu félagsins í uppeldis- og afreksstarfi. „Þetta er hluti af okkar markvissu stefnu að draga fram sterkar fyrirmyndir. Að stelpurnar geti mátað sig við þær,“ segir Jóhann Þór. Þessa stundina séu stelpurnar í meistaraflokki að heimsækja stelpurnar í yngri flokkum og hvetja þær til dáða fyrir mótið.
Íþróttir barna Kópavogur Tengdar fréttir Gaupi á Orkumótinu: Hásir af stuðningssöngvum og allur tilfinningaskalinn Orkumótið í fótbolta var haldið í 38. sinn í Vestmannaeyjum dagana 24.-26. júní. Guðjón Guðmundsson, Gaupi, tók stöðuna á stemningunni í Eyjum. 6. júlí 2021 07:01 „Strákurinn minn mun spila með landsliðinu eftir tíu ár og þá munt þú grjóthalda kjafti!“ „Hvað ertu að gera maður? Dúndr'onum í burtu? Dekka! Bakka! Skjóttu, nei gefðu, skjóttu, já skjóttu, æi af hverju gafstu hann ekki?“ 29. júní 2021 09:01 Fótboltasjúkir foreldrar í Vestmannaeyjum Snemma í júní fyllist Heimaey í fyrsta skipti af nokkrum yfir sumarið þegar ellefu og tólf ára stelpur etja kappi í fótbolta. Foreldrar og forráðamenn fjölmenna, gisting bókast upp í bænum og starfsfólk veitingahúsa þarf að hafa sig allt við að koma mat og drykk í skarann. Krakkarnir skemmta sér en foreldrarnir ekki síður. Nýliðið mót er það fjölmennasta sem haldið hefur verið í Eyjum. 14. júní 2021 13:33 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
Gaupi á Orkumótinu: Hásir af stuðningssöngvum og allur tilfinningaskalinn Orkumótið í fótbolta var haldið í 38. sinn í Vestmannaeyjum dagana 24.-26. júní. Guðjón Guðmundsson, Gaupi, tók stöðuna á stemningunni í Eyjum. 6. júlí 2021 07:01
„Strákurinn minn mun spila með landsliðinu eftir tíu ár og þá munt þú grjóthalda kjafti!“ „Hvað ertu að gera maður? Dúndr'onum í burtu? Dekka! Bakka! Skjóttu, nei gefðu, skjóttu, já skjóttu, æi af hverju gafstu hann ekki?“ 29. júní 2021 09:01
Fótboltasjúkir foreldrar í Vestmannaeyjum Snemma í júní fyllist Heimaey í fyrsta skipti af nokkrum yfir sumarið þegar ellefu og tólf ára stelpur etja kappi í fótbolta. Foreldrar og forráðamenn fjölmenna, gisting bókast upp í bænum og starfsfólk veitingahúsa þarf að hafa sig allt við að koma mat og drykk í skarann. Krakkarnir skemmta sér en foreldrarnir ekki síður. Nýliðið mót er það fjölmennasta sem haldið hefur verið í Eyjum. 14. júní 2021 13:33