Símamótið kveður númerin og fer nýjar leiðir við nafngjöf Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. júlí 2021 11:00 Stúlkur úr KR og Breiðablik í leik á Símamótinu. Vísir/Vilhelm Mótstjórn Símamótsins og Knattspyrnudeild Breiðabliks hvetja félög til þess að leggja niður númeraröðun liða í yngstu flokkunm. Mælt er með því að skíra liðin eftir íslensku knattspyrnufólki. Knattspyrnukonum í tilfelli Símamótsins sem hefst í Kópavogi á föstudag. Mótið er haldið í 37. skipti en það hefur verið fyrir stelpur í 5., 6. og 7. flokki kvenna. Elstu stelpurnar eru því á tólfta aldursári. Stelpur í 8. flokki keppa nú einnig í fyrsta sinn á minni útgáfu mótsins á laugardeginum. Rúmlega þrjú þúsund stelpur eru skráðar til leiks sem gerir mótið að því fjölmennasta sinnar tegundar hér á landi. Í tölvupósti sem sendur var til þátttökufélaga var spurt hvort ekki væri kominn tími til að breyta leiknum? Hætta að gefa liðum númer eftir styrkleika og þannig minna stelpurnar á það svart á hvítu hvar þær standi. Mótin eigi ekki að snúast um það heldur að hafa gaman. Símamótið hefur verið haldið frá árinu 1985 og eiga margar stúlkur góðar minningar frá mótinu.Vísir/Vilhelm Lengi vel voru lið í yngri flokkum nefnd A,B,C og svo framvegis þar sem A-liðið var sterkast. Í yngstu flokkunum var þessu síðar breytt þannig að liðin voru merkt 1,2,3 og þar fram eftir götunum. Nú leggja Blikar og mótstjórnin til að skíra liðin eftir íslenskum leikmanni eða leikmanni sem spili á Íslandi. „Það má vera hvaða íslenska knattspyrnukona sem er, núverandi eða fyrrverandi, atvinnumaður eða leikmaður í 2. deild á Íslandi,“ segir í tilkynningunni. „Það væri gaman að sjá ykkur skíra liðin í höfuðið á leikmönnum meistaraflokks kvenna í ykkar félagi.“ Ófáar flétturnar eru fléttaðar á leikmenn á Símamótinu. Þá reynir á mæðurnar og mögulega einstaka föður sem kann til verka.Vísir/Vilhelm Með þessu sé markmiðið að búa til stjörnur og fyrirmyndir úr enn þá fleiri og óþekktari knattspyrnukonum ásamt því að gera þær þekktu ennþá þekktari. „Því þekktari sem knattspyrnukonurnar okkar eru því líklegra er að fleiri ungar stelpur mæti á völlinn og/eða fylgist með þeim í sjónvarpinu.“ Þá telja Blikar og mótstjórn Símamótsins næsta víst að með slíkri „stjörnuvæðingu“ muni knattspyrnuiðkun kvenna aukast, bæði í fjölda stelpna og einnig í árafjölda sem hver stelpa endist í sportinu. Hvert lið þarf að hafa hugrakkan markvörð.Vísir/Vilhelm „Einnig erum við viss um að þetta skref muni létta lundina hjá þeim stelpum sem tilheyra slökustu liðunum í hverju félagi, minnki samanburð og meting. Auðvitað vita flestar stelpur og foreldrarnir hvar þær standa en það er samt óþarfi að hafa það svart á hvítu, sérstaklega í þessum aldursflokkum þar sem mótin eiga að snúast númer 1,2 og 3 um að hafa gaman.“ Um sé að ræða jákvæða ögrun fyrir suma foreldra og stelpur sterkari liðanna. „Það munu eflaust eiga sér stað nokkur kostuleg samtöl í kringum þetta nýja fyrirkomulag,“ segir í niðurlagi tilkynningarinnar. Jóhann Þór Jónasson, formaður barna- og unglingaráðs Breiðabliks, segir í samtali við Vísi að breytingarnar séu í takt við stefnu félagsins í uppeldis- og afreksstarfi. „Þetta er hluti af okkar markvissu stefnu að draga fram sterkar fyrirmyndir. Að stelpurnar geti mátað sig við þær,“ segir Jóhann Þór. Þessa stundina séu stelpurnar í meistaraflokki að heimsækja stelpurnar í yngri flokkum og hvetja þær til dáða fyrir mótið. Íþróttir barna Kópavogur Tengdar fréttir Gaupi á Orkumótinu: Hásir af stuðningssöngvum og allur tilfinningaskalinn Orkumótið í fótbolta var haldið í 38. sinn í Vestmannaeyjum dagana 24.-26. júní. Guðjón Guðmundsson, Gaupi, tók stöðuna á stemningunni í Eyjum. 6. júlí 2021 07:01 „Strákurinn minn mun spila með landsliðinu eftir tíu ár og þá munt þú grjóthalda kjafti!“ „Hvað ertu að gera maður? Dúndr'onum í burtu? Dekka! Bakka! Skjóttu, nei gefðu, skjóttu, já skjóttu, æi af hverju gafstu hann ekki?“ 29. júní 2021 09:01 Fótboltasjúkir foreldrar í Vestmannaeyjum Snemma í júní fyllist Heimaey í fyrsta skipti af nokkrum yfir sumarið þegar ellefu og tólf ára stelpur etja kappi í fótbolta. Foreldrar og forráðamenn fjölmenna, gisting bókast upp í bænum og starfsfólk veitingahúsa þarf að hafa sig allt við að koma mat og drykk í skarann. Krakkarnir skemmta sér en foreldrarnir ekki síður. Nýliðið mót er það fjölmennasta sem haldið hefur verið í Eyjum. 14. júní 2021 13:33 Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira
Mótið er haldið í 37. skipti en það hefur verið fyrir stelpur í 5., 6. og 7. flokki kvenna. Elstu stelpurnar eru því á tólfta aldursári. Stelpur í 8. flokki keppa nú einnig í fyrsta sinn á minni útgáfu mótsins á laugardeginum. Rúmlega þrjú þúsund stelpur eru skráðar til leiks sem gerir mótið að því fjölmennasta sinnar tegundar hér á landi. Í tölvupósti sem sendur var til þátttökufélaga var spurt hvort ekki væri kominn tími til að breyta leiknum? Hætta að gefa liðum númer eftir styrkleika og þannig minna stelpurnar á það svart á hvítu hvar þær standi. Mótin eigi ekki að snúast um það heldur að hafa gaman. Símamótið hefur verið haldið frá árinu 1985 og eiga margar stúlkur góðar minningar frá mótinu.Vísir/Vilhelm Lengi vel voru lið í yngri flokkum nefnd A,B,C og svo framvegis þar sem A-liðið var sterkast. Í yngstu flokkunum var þessu síðar breytt þannig að liðin voru merkt 1,2,3 og þar fram eftir götunum. Nú leggja Blikar og mótstjórnin til að skíra liðin eftir íslenskum leikmanni eða leikmanni sem spili á Íslandi. „Það má vera hvaða íslenska knattspyrnukona sem er, núverandi eða fyrrverandi, atvinnumaður eða leikmaður í 2. deild á Íslandi,“ segir í tilkynningunni. „Það væri gaman að sjá ykkur skíra liðin í höfuðið á leikmönnum meistaraflokks kvenna í ykkar félagi.“ Ófáar flétturnar eru fléttaðar á leikmenn á Símamótinu. Þá reynir á mæðurnar og mögulega einstaka föður sem kann til verka.Vísir/Vilhelm Með þessu sé markmiðið að búa til stjörnur og fyrirmyndir úr enn þá fleiri og óþekktari knattspyrnukonum ásamt því að gera þær þekktu ennþá þekktari. „Því þekktari sem knattspyrnukonurnar okkar eru því líklegra er að fleiri ungar stelpur mæti á völlinn og/eða fylgist með þeim í sjónvarpinu.“ Þá telja Blikar og mótstjórn Símamótsins næsta víst að með slíkri „stjörnuvæðingu“ muni knattspyrnuiðkun kvenna aukast, bæði í fjölda stelpna og einnig í árafjölda sem hver stelpa endist í sportinu. Hvert lið þarf að hafa hugrakkan markvörð.Vísir/Vilhelm „Einnig erum við viss um að þetta skref muni létta lundina hjá þeim stelpum sem tilheyra slökustu liðunum í hverju félagi, minnki samanburð og meting. Auðvitað vita flestar stelpur og foreldrarnir hvar þær standa en það er samt óþarfi að hafa það svart á hvítu, sérstaklega í þessum aldursflokkum þar sem mótin eiga að snúast númer 1,2 og 3 um að hafa gaman.“ Um sé að ræða jákvæða ögrun fyrir suma foreldra og stelpur sterkari liðanna. „Það munu eflaust eiga sér stað nokkur kostuleg samtöl í kringum þetta nýja fyrirkomulag,“ segir í niðurlagi tilkynningarinnar. Jóhann Þór Jónasson, formaður barna- og unglingaráðs Breiðabliks, segir í samtali við Vísi að breytingarnar séu í takt við stefnu félagsins í uppeldis- og afreksstarfi. „Þetta er hluti af okkar markvissu stefnu að draga fram sterkar fyrirmyndir. Að stelpurnar geti mátað sig við þær,“ segir Jóhann Þór. Þessa stundina séu stelpurnar í meistaraflokki að heimsækja stelpurnar í yngri flokkum og hvetja þær til dáða fyrir mótið.
Íþróttir barna Kópavogur Tengdar fréttir Gaupi á Orkumótinu: Hásir af stuðningssöngvum og allur tilfinningaskalinn Orkumótið í fótbolta var haldið í 38. sinn í Vestmannaeyjum dagana 24.-26. júní. Guðjón Guðmundsson, Gaupi, tók stöðuna á stemningunni í Eyjum. 6. júlí 2021 07:01 „Strákurinn minn mun spila með landsliðinu eftir tíu ár og þá munt þú grjóthalda kjafti!“ „Hvað ertu að gera maður? Dúndr'onum í burtu? Dekka! Bakka! Skjóttu, nei gefðu, skjóttu, já skjóttu, æi af hverju gafstu hann ekki?“ 29. júní 2021 09:01 Fótboltasjúkir foreldrar í Vestmannaeyjum Snemma í júní fyllist Heimaey í fyrsta skipti af nokkrum yfir sumarið þegar ellefu og tólf ára stelpur etja kappi í fótbolta. Foreldrar og forráðamenn fjölmenna, gisting bókast upp í bænum og starfsfólk veitingahúsa þarf að hafa sig allt við að koma mat og drykk í skarann. Krakkarnir skemmta sér en foreldrarnir ekki síður. Nýliðið mót er það fjölmennasta sem haldið hefur verið í Eyjum. 14. júní 2021 13:33 Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira
Gaupi á Orkumótinu: Hásir af stuðningssöngvum og allur tilfinningaskalinn Orkumótið í fótbolta var haldið í 38. sinn í Vestmannaeyjum dagana 24.-26. júní. Guðjón Guðmundsson, Gaupi, tók stöðuna á stemningunni í Eyjum. 6. júlí 2021 07:01
„Strákurinn minn mun spila með landsliðinu eftir tíu ár og þá munt þú grjóthalda kjafti!“ „Hvað ertu að gera maður? Dúndr'onum í burtu? Dekka! Bakka! Skjóttu, nei gefðu, skjóttu, já skjóttu, æi af hverju gafstu hann ekki?“ 29. júní 2021 09:01
Fótboltasjúkir foreldrar í Vestmannaeyjum Snemma í júní fyllist Heimaey í fyrsta skipti af nokkrum yfir sumarið þegar ellefu og tólf ára stelpur etja kappi í fótbolta. Foreldrar og forráðamenn fjölmenna, gisting bókast upp í bænum og starfsfólk veitingahúsa þarf að hafa sig allt við að koma mat og drykk í skarann. Krakkarnir skemmta sér en foreldrarnir ekki síður. Nýliðið mót er það fjölmennasta sem haldið hefur verið í Eyjum. 14. júní 2021 13:33