Pírataframapotarar Jóhannes Stefánsson skrifar 6. júlí 2021 13:31 Síðustu daga hefur dagbókarfærslumálið svokallaða enn verið til umfjöllunar. Málið hófst með undarlegri færslu lögreglu um taumlaust partístand á Þorláksmessukvöld. Herlegheitin áttu að hafa farið fram í útleigusal í miðborginni, verið of fjölmenn, staðið of lengi og ráðherra meira að segja verið meðal gesta. Við tók hálfs árs lögreglurannsókn sem lauk loks á dögunum og varpaði ljósi á staðreyndir málsins. Það sem kallað var útleigusalur reyndist vera listasafn og meint samkvæmi var listasýning sem staðið hafði alla aðventuna og var öllum opin. Þá var sýningin hvorki of fjölmenn né stóð of lengi. Einu ávirðingarnar sneru að staðarhöldurum, sem tryggðu ekki rétta framfylgni með grímuskyldu. Fyrir það var sektað og málinu þar með lokið. „Er það of mikið eða?“ Niðurstaðan var í takt við málflutning staðarhaldara frá upphafi og kom því ekki á óvart. Öllu áhugaverðari var hins vegar ákvörðun óháðrar eftirlitsnefndar með lögreglu sem tók vinnubrögð embættisins til skoðunar. Fyrst ber að nefna einbeittan ásetning lögregluþjóna á vettvangi til að koma höggi á konur úr hópi sýningargesta vegna stjórnmálaþátttöku sinnar. Það skyldi gert með ýktri dagbókarfærslu, sem rædd var í eftirfarandi orðum: Lögreglumaður 1: „Hvernig yrði fréttatilkynningin… 40 manna einkasamkvæmi og þjóðþekktir einstaklingar…, er það of mikið eða?“. Lögreglumaður 2: „Ekki fyrir mig, ég myndi lesa það…“ og einnig „Ég þekkti tvær stelpur þarna uppi og þær eru báðar sjálfstæðis… svona… framapotarar eða þú veist“. Framhaldið þekkja flestir, þar sem starfsmenn lögreglu áttu við sönnunargögn til að leyna samtalinu. Nú er til skoðunar hvort sömu brögðum hafi verið beitt við rannsókn annarra mála, þar sem hljóðupptaka hefur ýmist gleymst, bilað eða þar fram eftir götunum. Þessi þáttur málsins er því miður grafalvarlegur og til þess fallinn að rýra traust almennings á störfum lögreglu. Í ljósi þessa var áhugavert að sjá hve misjafn áhugi fjölmiðla var á einstökum þáttum málsins. Það hefði mátt búast við að niðurstaða eftirlitsnefndar um fölsuð sönnunargögn hjá lögreglu ætti brýnt erindi við almenning, að mati fjölmiðla. Það kom því verulega á óvart hvernig Ríkisútvarpið, sem flutti tugi frétta um málið þegar það virtist snúast um partístand ráðherra, taldi ákvörðun nefndarinnar ekki jafn fréttnæma. Þannig rataði niðurstaðan ekki inn í kvöldfréttir þegar hún leit dagsins ljós, hvorki klukkan sjö né tíu. Tvöfalt siðgæði Áhugaverðast er þó hvernig Píratar og Landssamband lögreglumanna, sá ólíklegi dúett, hafa tekið höndum saman. Þar er ný saga í smíðum sem gengur út á að nú sé með einhverjum hætti brotið gegn hinum ónafngreindu lögregluþjónum. Samtalið, sem átti sér stað milli einkennisklæddra lögregluþjóna, á vettvangi lögreglurannsóknar og um þá sem rannsóknin snerist beinlínis að, stjórnmálaskoðanir þeirra og fréttaflutning um málið, hafi verið einkamál. Persónuvernd eigi að blanda sér í málið. Einn góður þingmaður Pírata hefur jafnframt kallað eftir því að þingnefnd hafi pólitísk afskipti af rannsókn eftirlitsnefndar með störfum lögreglu. Ætla má að það væri annað hljóð í þingmanninum ef lögregla hefði ekki beint spjótum sínum að Sjálfstæðis-, heldur Pírataframapoturum. Tvöfalda siðgæðið leynist víða. Höfundur er lögmaður og framkvæmdastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhannes Stefánsson Píratar Lögreglan Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Síðustu daga hefur dagbókarfærslumálið svokallaða enn verið til umfjöllunar. Málið hófst með undarlegri færslu lögreglu um taumlaust partístand á Þorláksmessukvöld. Herlegheitin áttu að hafa farið fram í útleigusal í miðborginni, verið of fjölmenn, staðið of lengi og ráðherra meira að segja verið meðal gesta. Við tók hálfs árs lögreglurannsókn sem lauk loks á dögunum og varpaði ljósi á staðreyndir málsins. Það sem kallað var útleigusalur reyndist vera listasafn og meint samkvæmi var listasýning sem staðið hafði alla aðventuna og var öllum opin. Þá var sýningin hvorki of fjölmenn né stóð of lengi. Einu ávirðingarnar sneru að staðarhöldurum, sem tryggðu ekki rétta framfylgni með grímuskyldu. Fyrir það var sektað og málinu þar með lokið. „Er það of mikið eða?“ Niðurstaðan var í takt við málflutning staðarhaldara frá upphafi og kom því ekki á óvart. Öllu áhugaverðari var hins vegar ákvörðun óháðrar eftirlitsnefndar með lögreglu sem tók vinnubrögð embættisins til skoðunar. Fyrst ber að nefna einbeittan ásetning lögregluþjóna á vettvangi til að koma höggi á konur úr hópi sýningargesta vegna stjórnmálaþátttöku sinnar. Það skyldi gert með ýktri dagbókarfærslu, sem rædd var í eftirfarandi orðum: Lögreglumaður 1: „Hvernig yrði fréttatilkynningin… 40 manna einkasamkvæmi og þjóðþekktir einstaklingar…, er það of mikið eða?“. Lögreglumaður 2: „Ekki fyrir mig, ég myndi lesa það…“ og einnig „Ég þekkti tvær stelpur þarna uppi og þær eru báðar sjálfstæðis… svona… framapotarar eða þú veist“. Framhaldið þekkja flestir, þar sem starfsmenn lögreglu áttu við sönnunargögn til að leyna samtalinu. Nú er til skoðunar hvort sömu brögðum hafi verið beitt við rannsókn annarra mála, þar sem hljóðupptaka hefur ýmist gleymst, bilað eða þar fram eftir götunum. Þessi þáttur málsins er því miður grafalvarlegur og til þess fallinn að rýra traust almennings á störfum lögreglu. Í ljósi þessa var áhugavert að sjá hve misjafn áhugi fjölmiðla var á einstökum þáttum málsins. Það hefði mátt búast við að niðurstaða eftirlitsnefndar um fölsuð sönnunargögn hjá lögreglu ætti brýnt erindi við almenning, að mati fjölmiðla. Það kom því verulega á óvart hvernig Ríkisútvarpið, sem flutti tugi frétta um málið þegar það virtist snúast um partístand ráðherra, taldi ákvörðun nefndarinnar ekki jafn fréttnæma. Þannig rataði niðurstaðan ekki inn í kvöldfréttir þegar hún leit dagsins ljós, hvorki klukkan sjö né tíu. Tvöfalt siðgæði Áhugaverðast er þó hvernig Píratar og Landssamband lögreglumanna, sá ólíklegi dúett, hafa tekið höndum saman. Þar er ný saga í smíðum sem gengur út á að nú sé með einhverjum hætti brotið gegn hinum ónafngreindu lögregluþjónum. Samtalið, sem átti sér stað milli einkennisklæddra lögregluþjóna, á vettvangi lögreglurannsóknar og um þá sem rannsóknin snerist beinlínis að, stjórnmálaskoðanir þeirra og fréttaflutning um málið, hafi verið einkamál. Persónuvernd eigi að blanda sér í málið. Einn góður þingmaður Pírata hefur jafnframt kallað eftir því að þingnefnd hafi pólitísk afskipti af rannsókn eftirlitsnefndar með störfum lögreglu. Ætla má að það væri annað hljóð í þingmanninum ef lögregla hefði ekki beint spjótum sínum að Sjálfstæðis-, heldur Pírataframapoturum. Tvöfalda siðgæðið leynist víða. Höfundur er lögmaður og framkvæmdastjóri.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun