Liðið sem tapaði í Laugardalshöllinni árið 2018 komið á Ólympíuleikana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2021 15:00 Tryggvi Snær Hlinason fagnar körfu í leiknum á móti Tékkum í febrúar 2018 en við hlið hans er Hlynur Bæringsson. Vísir/Bára Tékkland tryggði sér um helgina sæti í körfuboltakeppni Ólympíuleikana eftir sigur á Grikklandi í hreinum úrslitaleik um laust sæti á leikunum. Barist var um fjögur síðustu sætin inn á leikana í fjórum aðskildum undankeppnum sem hver og ein innihélt sex þjóðir. Tékkar og Grikkir komust í úrslitaleikinn á þeim hluta undankeppninnar sem fór fram í Victoria í Kanada en heimamenn í kanadíska liðinu sátu aftur á móti eftir í undanúrslitunum. Tékkar unnu 103-101 sigur á Kanadamönnum í undanúrslitaleiknum sem þurfti að framlengja. Tomas Satoransky, leikmaður Chicago Bulls í NBA-deildinni, skoraði sigurkörfuna 1,4 sekúndum fyrir leikslok. Tékkar höfðu komist í undanúrslitaleiknum þrátt fyrir sautján stiga tap á móti Tyrkjum. Eins stigs sigur á Úrúgvæ kom þeim áfram í undanúrslitin. Tékkar áttu síðan mjög góðan leik í úrslitaleiknum á móti Grikkjum þar sem þeir unnu öruggan 25 stiga sigur, 97-72. Grikkir komust því ekki á leikana í ár en Tékkar verða þar í fyrsta sinn síðan að þeir hættu að vera hluti af Tékkóslóvakíu. Þessi frábæri árangri Tékka rifjar upp þegar þeir mættu í Laugardalshöllinni í febrúar 2018 í undankeppni HM. watch on YouTube Íslensku strákarnir áttu þá frábæran leik og unnu 76-75 sigur á tékkneska liðinu. Martin Hermannsson skoraði 26 stig í leiknum, Tryggvi Snær Hlinason var með 15 stig, 8 fráköst og 3 varin skot, Jón Arnór Stefánsson skoraði 11 stig og Haukur Helgi Pálsson var með 10 stig og 5 stoðsendingar. Þetta var líka merkilegur leikur fyrir þær sakir að þetta var 147. og síðasti landsleikur Loga Gunnarssonar sem var tolleraður í leikslok. Logi lék með landsliðinu frá 2000 til 2018 og skoraði 1475 stig fyrir íslenska landsliðið eða yfir tíu stig í leik. Umræddur Satoransky spilaði ekki í Höllinni en Patrik Auda var þar stigahæstur Tékka með 23 stig. Hann skoraði 20 stig í sigrinum á Grikkjum í úrslitaleiknum og var líka stigahæstur í þeim leik en stigahæsti maðurinn í undanúrslitaleiknum var Blake Schilb með 31 stig. Schilb, sem er orðinn 37 ára gamall, skoraði 5 stig í Laugardalshöllinni. Tomas Satoransky var með 18 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar í sigrinum á Kanada en skoraði 12 stig í úrslitaleiknum. Ondrej Balvín var með 14 stig, 19 fráköst og 5 varin skot á móti Kanada og svo 14 stig og 7 fráköst á móti Grikkjum. Balvín var aftur á móti með 11 stig og 6 fráköst í tapleiknum í Laugardalnum. Fyrir utan Grikkland og Tékkland þá tryggðu eftirtaldar þjóðir sér einnig þátttökurétt í körfuboltakeppni Ólympíuleikanna: Þýskaland, Slóvenía og Ítalía. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Körfubolti Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrjú lið jöfn og þrenna hjá Beeman Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Sjá meira
Barist var um fjögur síðustu sætin inn á leikana í fjórum aðskildum undankeppnum sem hver og ein innihélt sex þjóðir. Tékkar og Grikkir komust í úrslitaleikinn á þeim hluta undankeppninnar sem fór fram í Victoria í Kanada en heimamenn í kanadíska liðinu sátu aftur á móti eftir í undanúrslitunum. Tékkar unnu 103-101 sigur á Kanadamönnum í undanúrslitaleiknum sem þurfti að framlengja. Tomas Satoransky, leikmaður Chicago Bulls í NBA-deildinni, skoraði sigurkörfuna 1,4 sekúndum fyrir leikslok. Tékkar höfðu komist í undanúrslitaleiknum þrátt fyrir sautján stiga tap á móti Tyrkjum. Eins stigs sigur á Úrúgvæ kom þeim áfram í undanúrslitin. Tékkar áttu síðan mjög góðan leik í úrslitaleiknum á móti Grikkjum þar sem þeir unnu öruggan 25 stiga sigur, 97-72. Grikkir komust því ekki á leikana í ár en Tékkar verða þar í fyrsta sinn síðan að þeir hættu að vera hluti af Tékkóslóvakíu. Þessi frábæri árangri Tékka rifjar upp þegar þeir mættu í Laugardalshöllinni í febrúar 2018 í undankeppni HM. watch on YouTube Íslensku strákarnir áttu þá frábæran leik og unnu 76-75 sigur á tékkneska liðinu. Martin Hermannsson skoraði 26 stig í leiknum, Tryggvi Snær Hlinason var með 15 stig, 8 fráköst og 3 varin skot, Jón Arnór Stefánsson skoraði 11 stig og Haukur Helgi Pálsson var með 10 stig og 5 stoðsendingar. Þetta var líka merkilegur leikur fyrir þær sakir að þetta var 147. og síðasti landsleikur Loga Gunnarssonar sem var tolleraður í leikslok. Logi lék með landsliðinu frá 2000 til 2018 og skoraði 1475 stig fyrir íslenska landsliðið eða yfir tíu stig í leik. Umræddur Satoransky spilaði ekki í Höllinni en Patrik Auda var þar stigahæstur Tékka með 23 stig. Hann skoraði 20 stig í sigrinum á Grikkjum í úrslitaleiknum og var líka stigahæstur í þeim leik en stigahæsti maðurinn í undanúrslitaleiknum var Blake Schilb með 31 stig. Schilb, sem er orðinn 37 ára gamall, skoraði 5 stig í Laugardalshöllinni. Tomas Satoransky var með 18 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar í sigrinum á Kanada en skoraði 12 stig í úrslitaleiknum. Ondrej Balvín var með 14 stig, 19 fráköst og 5 varin skot á móti Kanada og svo 14 stig og 7 fráköst á móti Grikkjum. Balvín var aftur á móti með 11 stig og 6 fráköst í tapleiknum í Laugardalnum. Fyrir utan Grikkland og Tékkland þá tryggðu eftirtaldar þjóðir sér einnig þátttökurétt í körfuboltakeppni Ólympíuleikanna: Þýskaland, Slóvenía og Ítalía.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Körfubolti Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrjú lið jöfn og þrenna hjá Beeman Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn