Verndum uppljóstrara Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 2. júlí 2021 11:00 Reykjavíkurborg er metnaðarfull þegar kemur að vernd uppljóstrara og gengur enn lengra en ný lög um vernd uppljóstrara kveða á um við breytingu verklags. Þetta er hluti af umfangsmikilli vegferð Reykjavíkurborgar sem snýr að því að styrkja eftirlitsumhverfið, auka gagnsæi og réttindavernd borgaranna. Þannig getum við betur tryggt almannahagsmuni um leið og að stuðla að auknu trausti á stjórnsýsluna. Réttaröryggi íbúa og gagnsæi í kringum réttindi og þjónustu hefur verið í brennidepli allt þetta kjörtímabil. Nýjar reglur um vernd uppljóstrara voru samþykktar í borgarráði í vikunni. Verklagi hefur þar að auki verið breytt samhliða nýrri uppljóstrunargátt þar sem fyllsta gagnaöryggis er gætt, þar sem hægt er að eiga örugg samskipti við uppljóstranir og skila nafnlausum ábendingum. Á nýju sviði fjármála og áhættustýringar er nú að finna sérstaka áhættustýringarskrifstofu sem felur í sér samhliða nýrri áhættustefnu stóraukna áherslu á áhættustýringu í allri starfsemi borgarinnar, þar með talið misferlisáhættu. Með sameiningu eftirlitsaðila í eina óháða og öfluga eftirlitseiningu er verið að einfalda og auka gæði þjónustu við borgarbúa sem leita sér aðstoðar og nýta innviði borgarinnar betur. Um þessar mundir er verið að ljúka við misferlisáhættumat á allri starfsemi borgarinnar. Eitt af lykilverkefnum borgarinnar með stóru átaki til næstu ára er stafræn umbreyting borgarinnar og nútímavæðing þjónustu sem eykur gagnsæi í kringum þjónustu, úthlutanir og forsendur ákvarðanatöku. Hluti af þessu er fjárfesting í upplýsingaaðgengi með Gagnsjá Reykjavíkur, nýrri styrkjagátt, opnun bókhalds, mælaborði borgarbúa og vinnu við að auka gagnsæi styrkveitinga, birta laun kjörinna fulltrúa sem og áherslu á þýðingar á önnur tungumál en íslensku. Við Píratar leggjum alla áherslu á vönduð og góð vinnubrögð og þar með gagnsæi og eftirlit. Við höfum séð hvernig gagnsæi getur breytt hegðun fólks og ýtt undir vönduð vinnubrögð og að reglum sé fylgt og það sama á við um tilvist öflugra eftirlitsaðila og tækifæri einstaklinga til að blása í flautu og ljóstra upp um misbresti. Allt þetta getur skipt sköpum þegar kemur að nýtingu opinbers fjármagns, þegar kemur að trausti á hinu opinbera og þegar kemur að því að stoppa í göt og laga kerfin. Þetta snýst um að tryggja jafnræði og réttláta stjórnsýslu og að við fáum öll að sitja við sama borð. Höfundur er formaður mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkur og borgarfulltrúi Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen skrifar Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift skrifar Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg er metnaðarfull þegar kemur að vernd uppljóstrara og gengur enn lengra en ný lög um vernd uppljóstrara kveða á um við breytingu verklags. Þetta er hluti af umfangsmikilli vegferð Reykjavíkurborgar sem snýr að því að styrkja eftirlitsumhverfið, auka gagnsæi og réttindavernd borgaranna. Þannig getum við betur tryggt almannahagsmuni um leið og að stuðla að auknu trausti á stjórnsýsluna. Réttaröryggi íbúa og gagnsæi í kringum réttindi og þjónustu hefur verið í brennidepli allt þetta kjörtímabil. Nýjar reglur um vernd uppljóstrara voru samþykktar í borgarráði í vikunni. Verklagi hefur þar að auki verið breytt samhliða nýrri uppljóstrunargátt þar sem fyllsta gagnaöryggis er gætt, þar sem hægt er að eiga örugg samskipti við uppljóstranir og skila nafnlausum ábendingum. Á nýju sviði fjármála og áhættustýringar er nú að finna sérstaka áhættustýringarskrifstofu sem felur í sér samhliða nýrri áhættustefnu stóraukna áherslu á áhættustýringu í allri starfsemi borgarinnar, þar með talið misferlisáhættu. Með sameiningu eftirlitsaðila í eina óháða og öfluga eftirlitseiningu er verið að einfalda og auka gæði þjónustu við borgarbúa sem leita sér aðstoðar og nýta innviði borgarinnar betur. Um þessar mundir er verið að ljúka við misferlisáhættumat á allri starfsemi borgarinnar. Eitt af lykilverkefnum borgarinnar með stóru átaki til næstu ára er stafræn umbreyting borgarinnar og nútímavæðing þjónustu sem eykur gagnsæi í kringum þjónustu, úthlutanir og forsendur ákvarðanatöku. Hluti af þessu er fjárfesting í upplýsingaaðgengi með Gagnsjá Reykjavíkur, nýrri styrkjagátt, opnun bókhalds, mælaborði borgarbúa og vinnu við að auka gagnsæi styrkveitinga, birta laun kjörinna fulltrúa sem og áherslu á þýðingar á önnur tungumál en íslensku. Við Píratar leggjum alla áherslu á vönduð og góð vinnubrögð og þar með gagnsæi og eftirlit. Við höfum séð hvernig gagnsæi getur breytt hegðun fólks og ýtt undir vönduð vinnubrögð og að reglum sé fylgt og það sama á við um tilvist öflugra eftirlitsaðila og tækifæri einstaklinga til að blása í flautu og ljóstra upp um misbresti. Allt þetta getur skipt sköpum þegar kemur að nýtingu opinbers fjármagns, þegar kemur að trausti á hinu opinbera og þegar kemur að því að stoppa í göt og laga kerfin. Þetta snýst um að tryggja jafnræði og réttláta stjórnsýslu og að við fáum öll að sitja við sama borð. Höfundur er formaður mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkur og borgarfulltrúi Pírata.
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun