Enn finnast grafir frumbyggjabarna í Kanada Árni Sæberg skrifar 1. júlí 2021 19:50 Haldin var minninarathöfn eftir að gröf meira en 700 frumbyggjabarna, að því er talið, fannst við heimavistarskóla í síðasta mánuði. AP/Mark Taylor Samtök frumbyggja í Kanada hafa tilkynnt að 182 ómerktar barnagrafir hafi fundist við heimavistarskóla ætluðum börnum af frumbyggjaættum. Frumbyggjasamfélag sem kennir sig við lægri Kootenay sagði í fréttatilkynningu að hún hafi byrjað að nota neðanjarðarradar til að leita að gröfum við St. Eugene's heimavistarskólanum í Bresku-Kólumbíu í fyrra. Fréttastofa AP greinir frá þessu. Nú hefur sú leit borið árangur en grafirnar 182 fundust á allt að eins metra dýpi. Undanfarna tvo mánuði hafa fjöldagrafir barna af frumbyggjaættum fundist við tvo heimavistarskóla í Kanada. Annars vegar fannst greftrunarstaður meira en 700 barna í júnímánuði og fjöldagröf fannst í maí þar sem líkamsleifar 215 barna fundust. Talið er að líkin tilheyri börnum af Ktunaxaþjóðinni, en íbúar lægri Kootenay eru af þeirri þjóð. Jason Louie, höfðingi lægra Kootenay samfélagsins, segir líkfundinn snerta hann persónulega þar sem hann átti ættingja sem gengu í St. Eugene's heimavistarskólann. Skólinn var rekinn af kaþólsku kirkjunni, í samstarfi við kanadíska ríkið, frá árinu 1912 fram á áttunda áratuginn. „Köllum þetta bara það sem þetta er, þetta er fjöldamorð á frumbyggjum,“ segir Louie í samtali við CBC. „Nasistarnir voru látnir sæta ábyrgð á stríðsglæpum sínum. Ég sé engan mun á því og að hafa uppi á prestunum, nunnunum og munkunum, sem bera ábyrgð á þessu fjöldamorði, svo þau geti sætt ábyrgð á hlut þeirra í þessu þjóðarmorði á frumbyggjum.“ segir hann enn fremur. Öll börn af frumbyggjaættum voru skikkuð til að sækja heimavistarskólana frá síðari hluta 19. aldar fram á áttunda áratug þeirrar síðustu. Talið er að meira en 150 þúsund frumbyggjabörn hafi sótt skólana, en markmið þeirra var að afmá menningu frumbyggja og aðlaga börnin að menningu og siðum evrópskra innflytjenda. Andlegt-, líkamlegt- og kynferðislegt ofbeldi viðgekkst í skólunum og talið er að þúsundir barna hafi látist á meðan þau voru vistuð í skólunum annað hvort vegna sjúkdóma eða annarra ástæðna. Mörg börn, eins og gefur að skilja, fengu því aldrei að hitta fjölskyldur sínar aftur. 130 heimavistarskólar af þessari gerð voru starfræktir í Kanada á sínum tíma og um 70 prósent þeirra voru reknir af kaþólsku kirkjunni. Sameinaða kirkja Kanada, Öldungakirkjan og Biskupakirkjan tóku einnig þátt í rekstri skólanna. Kanada Tengdar fréttir Fleiri kirkjur brenna á landi innfæddra í Kanada Tvær kaþólskar kirkjur til viðbótar hafa brunnið til grunna í vesturhluta Kanada. Kirkjurnar voru báðar staðsettar á landi innfæddra og talið er að brunana hafi borið að með saknæmum hætti. 28. júní 2021 21:31 Talið að þúsundir barna hafi dáið í skammarlegum skólum í Kanada Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir fund líka 215 barna við gamlan heimavistarskóla fyrir fólk af frumbyggjaættum, ekki vera einsdæmi. Hann hefur heitið því að fólk sem var látið sækja þessa skóla muni fá aðstoð frá ríkinu. 31. maí 2021 22:46 Felldu styttu af hönnuði heimavistarskólanna Stytta af Egerton Ryerson, sem jafnan er talinn einn hönnuða heimavistarskóla fyrir börn af frumbyggjaættum í Kanada, var felld af mótmælendum í Toronto um helgina. Mótmælendur komu saman til þess að lýsa yfir óánægju vegna fjöldagrafar sem fannst við heimavistarskóla á dögunum. 7. júní 2021 10:10 Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fleiri fréttir Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Sjá meira
Frumbyggjasamfélag sem kennir sig við lægri Kootenay sagði í fréttatilkynningu að hún hafi byrjað að nota neðanjarðarradar til að leita að gröfum við St. Eugene's heimavistarskólanum í Bresku-Kólumbíu í fyrra. Fréttastofa AP greinir frá þessu. Nú hefur sú leit borið árangur en grafirnar 182 fundust á allt að eins metra dýpi. Undanfarna tvo mánuði hafa fjöldagrafir barna af frumbyggjaættum fundist við tvo heimavistarskóla í Kanada. Annars vegar fannst greftrunarstaður meira en 700 barna í júnímánuði og fjöldagröf fannst í maí þar sem líkamsleifar 215 barna fundust. Talið er að líkin tilheyri börnum af Ktunaxaþjóðinni, en íbúar lægri Kootenay eru af þeirri þjóð. Jason Louie, höfðingi lægra Kootenay samfélagsins, segir líkfundinn snerta hann persónulega þar sem hann átti ættingja sem gengu í St. Eugene's heimavistarskólann. Skólinn var rekinn af kaþólsku kirkjunni, í samstarfi við kanadíska ríkið, frá árinu 1912 fram á áttunda áratuginn. „Köllum þetta bara það sem þetta er, þetta er fjöldamorð á frumbyggjum,“ segir Louie í samtali við CBC. „Nasistarnir voru látnir sæta ábyrgð á stríðsglæpum sínum. Ég sé engan mun á því og að hafa uppi á prestunum, nunnunum og munkunum, sem bera ábyrgð á þessu fjöldamorði, svo þau geti sætt ábyrgð á hlut þeirra í þessu þjóðarmorði á frumbyggjum.“ segir hann enn fremur. Öll börn af frumbyggjaættum voru skikkuð til að sækja heimavistarskólana frá síðari hluta 19. aldar fram á áttunda áratug þeirrar síðustu. Talið er að meira en 150 þúsund frumbyggjabörn hafi sótt skólana, en markmið þeirra var að afmá menningu frumbyggja og aðlaga börnin að menningu og siðum evrópskra innflytjenda. Andlegt-, líkamlegt- og kynferðislegt ofbeldi viðgekkst í skólunum og talið er að þúsundir barna hafi látist á meðan þau voru vistuð í skólunum annað hvort vegna sjúkdóma eða annarra ástæðna. Mörg börn, eins og gefur að skilja, fengu því aldrei að hitta fjölskyldur sínar aftur. 130 heimavistarskólar af þessari gerð voru starfræktir í Kanada á sínum tíma og um 70 prósent þeirra voru reknir af kaþólsku kirkjunni. Sameinaða kirkja Kanada, Öldungakirkjan og Biskupakirkjan tóku einnig þátt í rekstri skólanna.
Kanada Tengdar fréttir Fleiri kirkjur brenna á landi innfæddra í Kanada Tvær kaþólskar kirkjur til viðbótar hafa brunnið til grunna í vesturhluta Kanada. Kirkjurnar voru báðar staðsettar á landi innfæddra og talið er að brunana hafi borið að með saknæmum hætti. 28. júní 2021 21:31 Talið að þúsundir barna hafi dáið í skammarlegum skólum í Kanada Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir fund líka 215 barna við gamlan heimavistarskóla fyrir fólk af frumbyggjaættum, ekki vera einsdæmi. Hann hefur heitið því að fólk sem var látið sækja þessa skóla muni fá aðstoð frá ríkinu. 31. maí 2021 22:46 Felldu styttu af hönnuði heimavistarskólanna Stytta af Egerton Ryerson, sem jafnan er talinn einn hönnuða heimavistarskóla fyrir börn af frumbyggjaættum í Kanada, var felld af mótmælendum í Toronto um helgina. Mótmælendur komu saman til þess að lýsa yfir óánægju vegna fjöldagrafar sem fannst við heimavistarskóla á dögunum. 7. júní 2021 10:10 Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fleiri fréttir Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Sjá meira
Fleiri kirkjur brenna á landi innfæddra í Kanada Tvær kaþólskar kirkjur til viðbótar hafa brunnið til grunna í vesturhluta Kanada. Kirkjurnar voru báðar staðsettar á landi innfæddra og talið er að brunana hafi borið að með saknæmum hætti. 28. júní 2021 21:31
Talið að þúsundir barna hafi dáið í skammarlegum skólum í Kanada Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir fund líka 215 barna við gamlan heimavistarskóla fyrir fólk af frumbyggjaættum, ekki vera einsdæmi. Hann hefur heitið því að fólk sem var látið sækja þessa skóla muni fá aðstoð frá ríkinu. 31. maí 2021 22:46
Felldu styttu af hönnuði heimavistarskólanna Stytta af Egerton Ryerson, sem jafnan er talinn einn hönnuða heimavistarskóla fyrir börn af frumbyggjaættum í Kanada, var felld af mótmælendum í Toronto um helgina. Mótmælendur komu saman til þess að lýsa yfir óánægju vegna fjöldagrafar sem fannst við heimavistarskóla á dögunum. 7. júní 2021 10:10