Ástæðan fyrir því að þetta er Bobby Bonilla dagurinn í Bandaríkjunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júlí 2021 15:30 Bobby Bonilla fær borgað árlega frá New York Mets og á enn eftir fjórtán ár af 148 milljónagreiðslu á hverju ári. Getty/George Gojkovich 1. júlí er ávallt frábær dagur fyrir hafnaboltaleikmanninn Bobby Bonilla. Bonilla er reyndar orðinn 58 ára gamall og hætti að spila fyrir tveimur áratugum síðan. Hann fær samt enn borgað fyrir að gera ekki neitt. Ástæðan er jú ótrúlegur starfslokasamningur Bobby Bonilla við New York Mets liðið sem var gerður í upphafi aldarinnar. Happy Bobby Bonilla Day What are some of the worst sports signings in history? pic.twitter.com/S5XU0Lh8VE— PFF (@PFF) July 1, 2021 Samkvæmt þeim samningi þá þarf New York Mets að borga honum meira en eina milljón Bandaríkjadala á hverju ári til ársins 2035. Þetta eru samtals 1,19 milljónir dala eða um 148 milljónir íslenskra króna fyrsta dag júlímánaðar á hverju ári. Upphafið af þessu var að Bonilla kom til Mets í skiptum frá Los Angeles Dodgers fyrir 1999 tímabilið. Hann spilaði eitt tímabil með Mets sem síðan vildi kaupa hann út. Þá skuldaði Mets honum 5,9 milljónir dollara fyrir síðasta ár samningsins. Bobby Bonilla Day is the greatest American holiday. On today s show, we find out why by talking to Bobby Bonilla himself.https://t.co/S3npEoxysb— NPR's Planet Money (@planetmoney) June 26, 2021 Umboðsmaður Bonilla bauð Mets upp á það að þeir þyrftu ekki að borga honum strax en þess í stað yrði félagið að borga honum það sem þeir skulduðu honum með vöxtum, dreift á eina greiðslu á ári frá 2011 til 2035. Forráðamenn Mets samþykktu þetta af því að þeir ætluðu að nota vextina til að eiga fyrir árlegri greiðslu Bonilla. Það er tíu prósent vextina sem fjárglæframaðurinn Bernie Madoff hafði lofað þeim. Madoff var handtekinn fyrir að skipuleggja mesta pýramídasvindl sögunnar og lést í fangelsi fyrr á þessu ári. Announcement: Tomorrow is July 1, also known as "Bobby Bonilla Day". He will once again receive a payment of $1,193,248.20 Just 14 more years to go on the payment plan. https://t.co/ndbRBuc545— Keith Britton (@KeithBritton86) June 30, 2021 Eftir stóð árlega greiðslan og þess vegna fær Bobby Bonilla 148 milljónir inn á reikninginn sinn 1. júlí á hverju ári. Það er líka ástæðan fyrir því að þetta er kallaður Bobby Bonilla dagurinn í Bandaríkjunum. Það fyndna er að Bonilla spilaði fyrir Atlanta Braves þetta umrædda tímabil og lagði síðan skóna á hilluna eftir 2001 tímabil með St. Louis Cardinals, þá orðinn 38 ára gamall. Update: We ve actually sold 9 Bobby Bonilla Plans already! I may take all plan participants to lunch in the year 2046 as a perk! https://t.co/Hk4Vw08Afg— Ryan Reynolds (@VancityReynolds) July 1, 2021 Þetta eina tímabil, sem Bonilla spilaði fyrir annað félag, mun kosta New York Mets 29,8 milljónir dollara á endanum eða tæpa 3,7 milljarða íslenskra króna. Hafnabolti Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Sjá meira
Ástæðan er jú ótrúlegur starfslokasamningur Bobby Bonilla við New York Mets liðið sem var gerður í upphafi aldarinnar. Happy Bobby Bonilla Day What are some of the worst sports signings in history? pic.twitter.com/S5XU0Lh8VE— PFF (@PFF) July 1, 2021 Samkvæmt þeim samningi þá þarf New York Mets að borga honum meira en eina milljón Bandaríkjadala á hverju ári til ársins 2035. Þetta eru samtals 1,19 milljónir dala eða um 148 milljónir íslenskra króna fyrsta dag júlímánaðar á hverju ári. Upphafið af þessu var að Bonilla kom til Mets í skiptum frá Los Angeles Dodgers fyrir 1999 tímabilið. Hann spilaði eitt tímabil með Mets sem síðan vildi kaupa hann út. Þá skuldaði Mets honum 5,9 milljónir dollara fyrir síðasta ár samningsins. Bobby Bonilla Day is the greatest American holiday. On today s show, we find out why by talking to Bobby Bonilla himself.https://t.co/S3npEoxysb— NPR's Planet Money (@planetmoney) June 26, 2021 Umboðsmaður Bonilla bauð Mets upp á það að þeir þyrftu ekki að borga honum strax en þess í stað yrði félagið að borga honum það sem þeir skulduðu honum með vöxtum, dreift á eina greiðslu á ári frá 2011 til 2035. Forráðamenn Mets samþykktu þetta af því að þeir ætluðu að nota vextina til að eiga fyrir árlegri greiðslu Bonilla. Það er tíu prósent vextina sem fjárglæframaðurinn Bernie Madoff hafði lofað þeim. Madoff var handtekinn fyrir að skipuleggja mesta pýramídasvindl sögunnar og lést í fangelsi fyrr á þessu ári. Announcement: Tomorrow is July 1, also known as "Bobby Bonilla Day". He will once again receive a payment of $1,193,248.20 Just 14 more years to go on the payment plan. https://t.co/ndbRBuc545— Keith Britton (@KeithBritton86) June 30, 2021 Eftir stóð árlega greiðslan og þess vegna fær Bobby Bonilla 148 milljónir inn á reikninginn sinn 1. júlí á hverju ári. Það er líka ástæðan fyrir því að þetta er kallaður Bobby Bonilla dagurinn í Bandaríkjunum. Það fyndna er að Bonilla spilaði fyrir Atlanta Braves þetta umrædda tímabil og lagði síðan skóna á hilluna eftir 2001 tímabil með St. Louis Cardinals, þá orðinn 38 ára gamall. Update: We ve actually sold 9 Bobby Bonilla Plans already! I may take all plan participants to lunch in the year 2046 as a perk! https://t.co/Hk4Vw08Afg— Ryan Reynolds (@VancityReynolds) July 1, 2021 Þetta eina tímabil, sem Bonilla spilaði fyrir annað félag, mun kosta New York Mets 29,8 milljónir dollara á endanum eða tæpa 3,7 milljarða íslenskra króna.
Hafnabolti Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Sjá meira