Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Selfoss 0-0 | Stólarnir náðu í fyrsta stigið í rúman mánuð Smári Jökull Jónsson skrifar 30. júní 2021 21:02 Selfyssingar eru í ágætum málum í deildinni. vísir/hulda margrét Tindastóll og Selfoss gerðu markalaust jafntefli þegar liðin mættust á Sauðárkróki í Pepsi Max-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Fyrri hálfleikur var nokkuð fjörugur og fengu bæði lið góð tækifæri til að skora. Guðný Geirsdóttir í marki Selfyssinga bjargaði sínu liði með glæsilegri vörslu snemma í leiknum en gestirnir áttu líka sína möguleika sem þeir nýttu ekki. Seinni hálfleikur var öllu rólegri en sterkur vindur setti svip sinn á leikinn. Niðurstaðan því markalaust jafntefli en þetta er fjórði leikurinn í röð án sigurs hjá Selfossi sem byrjaði mótið á að vinna fyrstu fjóra leikina. Þær sitja í 3.sæti, þremur stigum á eftir toppliði Vals. Stigið er það fyrsta hjá Tindastóli síðan 15.maí en þær höfðu tapað fimm leikjum í röð fyrir leikinn í kvöld. Þær sitja í botnsæti deildarinnar með 5 stig. Af hverju varð jafntefli? Vindurinn gerði báðum liðum erfitt fyrir í kvöld og það var ljóst snemma að það yrði enginn sambabolti spilaður á Króknum. Bæði lið reyndu þó að spila boltanum vel og tókst það inn á milli. Í fyrri hálfleik fengu bæði liðin færi til að skora en markverðir liðanna, þær Guðný og Amber Michel, gerðu vel í að halda boltanum frá netmöskvunum. Þessar stóðu upp úr: Hjá Selfossi var Guðný örugg í sínum aðgerðum í markinu sem og Amber í marki Tindastóls. Markvarsla Guðnýjar í fyrri hálfleik, þegar Jaqueline Altschuld fékk dauðafæri, var í hæsta klassa. Hólmfríður Magnúsdóttir átti ágæta spretti sem og Muriel Tiernan hjá Tindastóli en þær eru báðar öflugar í að koma sér framhjá varnarmönnum andstæðinganna. Þá átti Barbára Gísladóttir fína spretti hjá Selfyssingum og varnir beggja liða héldu vel. Hvað gekk illa? Hornspyrnur beggja liða nýttust illa. Vindurinn hjálpaði ekki til en leikmenn hefðu getað nýtt hann betur sér til aðstoðar. Hvað gerist næst? Tindastóll heldur næst í Garðabæinn og mætir þar Stjörnunni. Stólarnir þurfa að fara að ná í sigur til að festast ekki alveg í botnsætinu. Selfoss fær Val í heimsókn á þriðjudag. Þær þurfa sigur ætli þær að halda í við Valsliðið í baráttunni á toppnum. Guðni Þór: Við þurfum að auka breiddina í hópnum Tindastóll fagnar markiVísir / Hulda Margrét Guðni Þór Einarsson, annar af þjálfurum Tindastóls, var svekktur að fá aðeins eitt stig úr markalausa leiknum gegn Selfossi í Pepsi Max-deild kvenna í kvöld. „Svekktur að ná ekki sigrinum. Mér fannst við leggja mikla baráttu í leikinn og liðið á hrós skilið fyrir baráttu og hugarfar í leiknum. Ég virði stigið við erfiðar aðstæður en það er súrt að ná ekki að stela þessu.“ Eins og Guðni nefnir voru aðstæður erfiðar á Sauðárkróki í kvöld, mikið rok og það beint á annað markið. Rokið hafði mikil áhrif á leikinn. „Vissulega gerir það það. Ég er ánægður með hvernig við tókum boltann og spiluðum, við reyndum það og með smá heppni og réttu hviðunum hefðum við getað dottið í betri færi. Þetta voru erfiðar aðstæður en mér fannst liðið ná góðum leik þrátt fyrir aðstæðurnar.“ Nú styttist í opnun félagaskiptagluggans og Guðni Þór sagði Tindastól ætla að styrkja liðið. „Við stefnum að því. Við teljum okkur þurfa að auka breiddina fyrir seinni umferðina. Við erum að horfa í kringum okkur og sjá hvað við getum gert.“ Alfreð: Það þarf að vökva völlinn Alfreð var svekktur að ná ekki stigunum þremur með sér á Selfoss í kvöldVísir / Bára „Svekktur að hafa ekki tekið þrjú stig en það er eins og það er, við fengum bara eitt. Vindurinn var erfiður fyrir bæði lið en ég tel að við hefðum getað fengið meira út úr þessu,“ sagði Alfreð Elías Jóhannsson þjálfari Selfoss eftir jafntefli gegn Tindastóli í Pepsi Max-deild kvenna í kvöld. Rokið á Sauðárkróki hafði mikil áhrif á leikinn í kvöld og gerði leikmönnum erfitt fyrir að spila boltanum sín á milli. „Bæði lið eiga hrós skilið fyrir að reyna að spila, auðvitað tekur vindurinn helvíti mikið. Við áttum þrjár eða fjórar hornspyrnur í fyrri hálfleik sem vindurinn tók og þær sömuleiðis í seinni hálfleik.“ Alfreð gaf lítið uppi þegar hann var spurður hvort hann stefndi að því að styrkja liðið nú þegar félagaskiptaglugginn opnar. „Það er ekkert sem er í hendi. Við erum að skoða allt sem kemur upp á borðið, maður er tilbúinn að skoða allt,“ sagði Alfreð og kom svo með athugasemd í lok viðtalsins varðandi gervigrasið á vellinum á Sauðárkróki. „Mig langar að benda á einn punkt með gervigrasið hjá Tindastóli. Frábær aðstaða en mér finnst að menn eigi að nýta aðstæðurnar eins vel og hægt er og gera þær enn betri með því að vökva völlinn.“ Pepsi Max-deild kvenna Tindastóll UMF Selfoss Tengdar fréttir Alfreð: Það þarf að vökva völlinn „Svekktur að hafa ekki tekið þrjú stig en það er eins og það er, við fengum bara eitt. Vindurinn var erfiður fyrir bæði lið en ég tel að við hefðum getað fengið meira út úr þessu,“ sagði Alfreð Elías Jóhannsson þjálfari Selfoss eftir jafntefli gegn Tindastóli í Pepsi Max-deild kvenna í kvöld. 30. júní 2021 20:51
Tindastóll og Selfoss gerðu markalaust jafntefli þegar liðin mættust á Sauðárkróki í Pepsi Max-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Fyrri hálfleikur var nokkuð fjörugur og fengu bæði lið góð tækifæri til að skora. Guðný Geirsdóttir í marki Selfyssinga bjargaði sínu liði með glæsilegri vörslu snemma í leiknum en gestirnir áttu líka sína möguleika sem þeir nýttu ekki. Seinni hálfleikur var öllu rólegri en sterkur vindur setti svip sinn á leikinn. Niðurstaðan því markalaust jafntefli en þetta er fjórði leikurinn í röð án sigurs hjá Selfossi sem byrjaði mótið á að vinna fyrstu fjóra leikina. Þær sitja í 3.sæti, þremur stigum á eftir toppliði Vals. Stigið er það fyrsta hjá Tindastóli síðan 15.maí en þær höfðu tapað fimm leikjum í röð fyrir leikinn í kvöld. Þær sitja í botnsæti deildarinnar með 5 stig. Af hverju varð jafntefli? Vindurinn gerði báðum liðum erfitt fyrir í kvöld og það var ljóst snemma að það yrði enginn sambabolti spilaður á Króknum. Bæði lið reyndu þó að spila boltanum vel og tókst það inn á milli. Í fyrri hálfleik fengu bæði liðin færi til að skora en markverðir liðanna, þær Guðný og Amber Michel, gerðu vel í að halda boltanum frá netmöskvunum. Þessar stóðu upp úr: Hjá Selfossi var Guðný örugg í sínum aðgerðum í markinu sem og Amber í marki Tindastóls. Markvarsla Guðnýjar í fyrri hálfleik, þegar Jaqueline Altschuld fékk dauðafæri, var í hæsta klassa. Hólmfríður Magnúsdóttir átti ágæta spretti sem og Muriel Tiernan hjá Tindastóli en þær eru báðar öflugar í að koma sér framhjá varnarmönnum andstæðinganna. Þá átti Barbára Gísladóttir fína spretti hjá Selfyssingum og varnir beggja liða héldu vel. Hvað gekk illa? Hornspyrnur beggja liða nýttust illa. Vindurinn hjálpaði ekki til en leikmenn hefðu getað nýtt hann betur sér til aðstoðar. Hvað gerist næst? Tindastóll heldur næst í Garðabæinn og mætir þar Stjörnunni. Stólarnir þurfa að fara að ná í sigur til að festast ekki alveg í botnsætinu. Selfoss fær Val í heimsókn á þriðjudag. Þær þurfa sigur ætli þær að halda í við Valsliðið í baráttunni á toppnum. Guðni Þór: Við þurfum að auka breiddina í hópnum Tindastóll fagnar markiVísir / Hulda Margrét Guðni Þór Einarsson, annar af þjálfurum Tindastóls, var svekktur að fá aðeins eitt stig úr markalausa leiknum gegn Selfossi í Pepsi Max-deild kvenna í kvöld. „Svekktur að ná ekki sigrinum. Mér fannst við leggja mikla baráttu í leikinn og liðið á hrós skilið fyrir baráttu og hugarfar í leiknum. Ég virði stigið við erfiðar aðstæður en það er súrt að ná ekki að stela þessu.“ Eins og Guðni nefnir voru aðstæður erfiðar á Sauðárkróki í kvöld, mikið rok og það beint á annað markið. Rokið hafði mikil áhrif á leikinn. „Vissulega gerir það það. Ég er ánægður með hvernig við tókum boltann og spiluðum, við reyndum það og með smá heppni og réttu hviðunum hefðum við getað dottið í betri færi. Þetta voru erfiðar aðstæður en mér fannst liðið ná góðum leik þrátt fyrir aðstæðurnar.“ Nú styttist í opnun félagaskiptagluggans og Guðni Þór sagði Tindastól ætla að styrkja liðið. „Við stefnum að því. Við teljum okkur þurfa að auka breiddina fyrir seinni umferðina. Við erum að horfa í kringum okkur og sjá hvað við getum gert.“ Alfreð: Það þarf að vökva völlinn Alfreð var svekktur að ná ekki stigunum þremur með sér á Selfoss í kvöldVísir / Bára „Svekktur að hafa ekki tekið þrjú stig en það er eins og það er, við fengum bara eitt. Vindurinn var erfiður fyrir bæði lið en ég tel að við hefðum getað fengið meira út úr þessu,“ sagði Alfreð Elías Jóhannsson þjálfari Selfoss eftir jafntefli gegn Tindastóli í Pepsi Max-deild kvenna í kvöld. Rokið á Sauðárkróki hafði mikil áhrif á leikinn í kvöld og gerði leikmönnum erfitt fyrir að spila boltanum sín á milli. „Bæði lið eiga hrós skilið fyrir að reyna að spila, auðvitað tekur vindurinn helvíti mikið. Við áttum þrjár eða fjórar hornspyrnur í fyrri hálfleik sem vindurinn tók og þær sömuleiðis í seinni hálfleik.“ Alfreð gaf lítið uppi þegar hann var spurður hvort hann stefndi að því að styrkja liðið nú þegar félagaskiptaglugginn opnar. „Það er ekkert sem er í hendi. Við erum að skoða allt sem kemur upp á borðið, maður er tilbúinn að skoða allt,“ sagði Alfreð og kom svo með athugasemd í lok viðtalsins varðandi gervigrasið á vellinum á Sauðárkróki. „Mig langar að benda á einn punkt með gervigrasið hjá Tindastóli. Frábær aðstaða en mér finnst að menn eigi að nýta aðstæðurnar eins vel og hægt er og gera þær enn betri með því að vökva völlinn.“
Pepsi Max-deild kvenna Tindastóll UMF Selfoss Tengdar fréttir Alfreð: Það þarf að vökva völlinn „Svekktur að hafa ekki tekið þrjú stig en það er eins og það er, við fengum bara eitt. Vindurinn var erfiður fyrir bæði lið en ég tel að við hefðum getað fengið meira út úr þessu,“ sagði Alfreð Elías Jóhannsson þjálfari Selfoss eftir jafntefli gegn Tindastóli í Pepsi Max-deild kvenna í kvöld. 30. júní 2021 20:51
Alfreð: Það þarf að vökva völlinn „Svekktur að hafa ekki tekið þrjú stig en það er eins og það er, við fengum bara eitt. Vindurinn var erfiður fyrir bæði lið en ég tel að við hefðum getað fengið meira út úr þessu,“ sagði Alfreð Elías Jóhannsson þjálfari Selfoss eftir jafntefli gegn Tindastóli í Pepsi Max-deild kvenna í kvöld. 30. júní 2021 20:51
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti