Rafrettuframleiðandi borgar sig frá málsókn Kjartan Kjartansson skrifar 29. júní 2021 15:48 Juul hefur verið sakað um að virða að vettugi vísbendingar um að unglingar verði háðir nikótíni í rafrettum þess. AP/Brynn Anderson Bandaríski rafrettuframleiðandinn Juul hefur fallist á að greiða 40 milljónir dollara í dómsátt vegna málsóknar yfirvalda í Norður-Karólínu sem saka fyrirtækið um að stuðla að nikótínfíkn ungmenna. Fleiri slík mál eru í farvatninu. Tilkynnt var um sáttina í gærmorgun. Samkvæmt henni greiðir Juul jafnvirði rétt tæpra fimm milljarða íslenskra króna en gengst ekki við neinni ábyrgð á þeim sökum sem norðurkarólínsk yfirvöld báru á það. Sáttargreiðslan verður notuð til að fjármagna námskeið til að venja fólk af rafrettum, koma í veg fyrir rafrettureykingar og rannsóknir á áhrifum þeirra. Rafrettur hafa átt mikilla vinsælda að fagna á meðal unglinga og ungs fólks sem hafði ekki reykt hefðbundna vindlinga áður. Yfirmaður lyfjaeftirlitsstofnunar Bandaríkjanna (FDA) lýsti útbreiðslunni sem „faraldri“ rafrettureykinga hjá unglingum árið 2018. Stofnunin hefur nú til athugunar hvort að rafrettur eigi að halda markaðsleyfi. Sátt Juul við yfirvöld í Norður-Karólínu felur einnig í sér að rafrettur þess verða ekki lengur sýnilegar í verslunum og þriðji aðili þurfi að staðfesta raunverulegan aldur viðskiptavina sem kaupa vörur þess á netinu. Fyrirtækið þarf meðal annars að senda þúsund unga viðskiptavini til að vara í verslanir og kanna hvort að rafrettur séu seldar fólki sem hefur ekki aldur til þess á hverju ári. Fyrirtækið má ekki nota fyrirsætur í auglýsingar sem eru yngri en 35 ára og auglýsingarnar mega ekki birtast nærri skólum. Juul á yfir höfði sér holskeflu sambærilegra málsókna. New York Times segir að þrettán ríki, þar á meðal Kaliforníu, New York og Massachusetts, saki fyrirtækið um að gera ungmenni háð nikótíni. Borgar- sýslu- og skólayfirvöld hafa að auki lagt fram hátt í tvö þúsund stefnur gegn fyrirtækinu víðsvegar um Bandaríkin. Hópur 39 dómsmálaráðherra einstakra ríkja hafa unnið saman að rannsókn á markaðssetningu og viðskiptaháttum Juul síðasta árið. Sömu krabbameinsvaldandi efni og eru í hefðbundnum vindlingum er ekki að finna í rafrettum og voru þær í fyrstu taldar tiltölulega skaðlítill valkostur við þá. Í seinni tíð hafa vísindamenn og lýðheilsusérfræðingar lýst áhyggjum af áhrifum nikótíns á þroska og heilsu ungmenna og að fíkn í efnið gæti leitt ungmenni út í að reykja hefðbundnar sígarettur. Bandaríkin Rafrettur Heilbrigðismál Tengdar fréttir Rafrettuframleiðandi sakaður um að herja á börn Einn helsti rafrettuframleiðandi heims hélt úti verkefnum sem beindust að börnum og ungmennum í skólum og sumarbúðum. 26. júlí 2019 08:26 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Tilkynnt var um sáttina í gærmorgun. Samkvæmt henni greiðir Juul jafnvirði rétt tæpra fimm milljarða íslenskra króna en gengst ekki við neinni ábyrgð á þeim sökum sem norðurkarólínsk yfirvöld báru á það. Sáttargreiðslan verður notuð til að fjármagna námskeið til að venja fólk af rafrettum, koma í veg fyrir rafrettureykingar og rannsóknir á áhrifum þeirra. Rafrettur hafa átt mikilla vinsælda að fagna á meðal unglinga og ungs fólks sem hafði ekki reykt hefðbundna vindlinga áður. Yfirmaður lyfjaeftirlitsstofnunar Bandaríkjanna (FDA) lýsti útbreiðslunni sem „faraldri“ rafrettureykinga hjá unglingum árið 2018. Stofnunin hefur nú til athugunar hvort að rafrettur eigi að halda markaðsleyfi. Sátt Juul við yfirvöld í Norður-Karólínu felur einnig í sér að rafrettur þess verða ekki lengur sýnilegar í verslunum og þriðji aðili þurfi að staðfesta raunverulegan aldur viðskiptavina sem kaupa vörur þess á netinu. Fyrirtækið þarf meðal annars að senda þúsund unga viðskiptavini til að vara í verslanir og kanna hvort að rafrettur séu seldar fólki sem hefur ekki aldur til þess á hverju ári. Fyrirtækið má ekki nota fyrirsætur í auglýsingar sem eru yngri en 35 ára og auglýsingarnar mega ekki birtast nærri skólum. Juul á yfir höfði sér holskeflu sambærilegra málsókna. New York Times segir að þrettán ríki, þar á meðal Kaliforníu, New York og Massachusetts, saki fyrirtækið um að gera ungmenni háð nikótíni. Borgar- sýslu- og skólayfirvöld hafa að auki lagt fram hátt í tvö þúsund stefnur gegn fyrirtækinu víðsvegar um Bandaríkin. Hópur 39 dómsmálaráðherra einstakra ríkja hafa unnið saman að rannsókn á markaðssetningu og viðskiptaháttum Juul síðasta árið. Sömu krabbameinsvaldandi efni og eru í hefðbundnum vindlingum er ekki að finna í rafrettum og voru þær í fyrstu taldar tiltölulega skaðlítill valkostur við þá. Í seinni tíð hafa vísindamenn og lýðheilsusérfræðingar lýst áhyggjum af áhrifum nikótíns á þroska og heilsu ungmenna og að fíkn í efnið gæti leitt ungmenni út í að reykja hefðbundnar sígarettur.
Bandaríkin Rafrettur Heilbrigðismál Tengdar fréttir Rafrettuframleiðandi sakaður um að herja á börn Einn helsti rafrettuframleiðandi heims hélt úti verkefnum sem beindust að börnum og ungmennum í skólum og sumarbúðum. 26. júlí 2019 08:26 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Rafrettuframleiðandi sakaður um að herja á börn Einn helsti rafrettuframleiðandi heims hélt úti verkefnum sem beindust að börnum og ungmennum í skólum og sumarbúðum. 26. júlí 2019 08:26
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent