Telur mögulegt að lögregla hafi átt við fleiri upptökur Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 29. júní 2021 06:00 Lögreglan getur sjálf klippt upptökur úr búkmyndavélum sínum til og afmáð hljóð af þeim hlutum þeirra sem henni sýnist. vísir/vilhelm Nefnd um eftirlit með lögreglu skoðar nú hvort tilefni sé til að taka aftur upp fjögur mál eftir að í ljós kom að lögreglan getur sjálf átt við upptökur búkmyndavéla sinna. Skúli Þór Gunnsteinsson, formaður nefndarinnar, vill ekki upplýsa um hvaða mál þetta séu á þessu stigi því nefndin hefur ekki enn tekið formlega ákvörðun um framhaldið. „Þetta eru tvö mál þar sem upptaka hefst annars vegar í lok afskipta og hins vegar þegar handtaka er yfirstaðin,“ segir Skúli. „Síðan eru tvö mál þar sem hljóðið er annars vegar sagt bilað og hins vegar að gleymst hafi að kveikja á hljóði.“ Vissi ekki að lögreglan gæti átt við upptökur Nefndin hefur eins og er engin úrræði til að sannreyna það hvort hljóð sé bilað í tækjunum eða ekki. „En þeir hafa þetta – þeir geta tekið hljóðið út greinilega.“ Skúli tekur það fram að nefndin sé ekki að væna lögregluna um neitt: „Og það getur vel verið að það sé allt í lagi með þessi mál. En það er bara dálítið erfitt fyrir nefndina að segja „heyrðu jú þetta verklag var bara allt í lagi“ þegar maður veit ekki hvort eitthvað annað hafi farið fram.“ Hann segist hafa trúað því, mögulega í einfeldni sinni, að lögreglan gæti ekki átt sjálf við upptökur úr búkmyndavélum sínum. Annað kom hins vegar í ljós þegar nefndin fjallaði um störf lögreglunnar í Ásmundarsalarmálinu svokallaða. Hún fékk þá upptökur úr búkmyndavélum afhentar en þegar þær voru skoðaðar hafði samtal lögreglumanna, sem nefndin mat síðan ámælisvert, verið afmáð úr upptökunum. Hér má sjá búkmyndavél lögreglumanns.vísir/vilhelm „Það kom okkur mjög á óvart að lögreglan gæti átt svona við upptökurnar,“ segir Skúli. „Við héldum bara í okkar sakleysi að þær væru læstar. Af því þetta eru mikilvæg sönnunargögn.“ Hann segir þá að í langflestum tilvikum komi upptökur úr búkmyndavélum lögreglunni sjálfri til góða. Staðfestir frásögn lögreglu Hann segir að nefndin telji ekki að lögregla hafi verið að reyna að leyna gögnum í Ásmundarsalarmálinu og staðfestir það sem lögregla hefur sagt að nefndin hafi fengið skriftað samtal með upptökunum sem búið var að eiga við og á endanum réttu upptökurnar þegar óskað var eftir þeim. Upprunalega útgáfan, þar sem búið var að afmá samtal lögreglumannanna, var sama útgáfa og réttargæslumenn fengu. Samtalið hafði verið afmáð vegna þess að lögregla taldi það ekki tengjast málinu beint. Lögreglan Ráðherra í Ásmundarsal Tengdar fréttir Ráðherra mun ræða við lögregluna um afhendingu gagna Dómsmálaráðherra segir það óeðlilegt ef átt hefur verið við upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem leystu upp samkomu í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Málið er nú á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Dómsmálaráðherra mun ræða málið við lögreglustjóra. 25. júní 2021 19:31 Telur nefndina seilast langt með því að skoða tveggja lögreglumanna tal Formaður Landssambands lögreglumanna segir til skoðunar að fá úr því skorið hvort einkasamtöl lögreglumanna sem tekin eru upp á búkmyndavélar þeirra teljist til gagna sem eigi að afhenda þegar störf lögreglu eru til rannsóknar. 26. júní 2021 13:03 Lögreglustjóri segir að engu hafi átt að leyna með því að klippa upptökur Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að hennar embætti hafi ekki verið að leyna nefnd um eftirlit með störfum lögreglu neinu þegar það sendi henni upptökur úr búkmyndavélum sem hafði verið átt við. 25. júní 2021 13:50 Mikilvægt að lögregla svari fyrir vinnubrögð í Ásmundarsalarmálinu Lektor í lögreglufræðum segir mikilvægt að svarað verði fyrir það hvort og af hverju átt hafi verið við upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem voru á vettvangi í samkvæmi í Ásmundarsal á Þorláksmessu. 25. júní 2021 13:45 Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Sjá meira
„Þetta eru tvö mál þar sem upptaka hefst annars vegar í lok afskipta og hins vegar þegar handtaka er yfirstaðin,“ segir Skúli. „Síðan eru tvö mál þar sem hljóðið er annars vegar sagt bilað og hins vegar að gleymst hafi að kveikja á hljóði.“ Vissi ekki að lögreglan gæti átt við upptökur Nefndin hefur eins og er engin úrræði til að sannreyna það hvort hljóð sé bilað í tækjunum eða ekki. „En þeir hafa þetta – þeir geta tekið hljóðið út greinilega.“ Skúli tekur það fram að nefndin sé ekki að væna lögregluna um neitt: „Og það getur vel verið að það sé allt í lagi með þessi mál. En það er bara dálítið erfitt fyrir nefndina að segja „heyrðu jú þetta verklag var bara allt í lagi“ þegar maður veit ekki hvort eitthvað annað hafi farið fram.“ Hann segist hafa trúað því, mögulega í einfeldni sinni, að lögreglan gæti ekki átt sjálf við upptökur úr búkmyndavélum sínum. Annað kom hins vegar í ljós þegar nefndin fjallaði um störf lögreglunnar í Ásmundarsalarmálinu svokallaða. Hún fékk þá upptökur úr búkmyndavélum afhentar en þegar þær voru skoðaðar hafði samtal lögreglumanna, sem nefndin mat síðan ámælisvert, verið afmáð úr upptökunum. Hér má sjá búkmyndavél lögreglumanns.vísir/vilhelm „Það kom okkur mjög á óvart að lögreglan gæti átt svona við upptökurnar,“ segir Skúli. „Við héldum bara í okkar sakleysi að þær væru læstar. Af því þetta eru mikilvæg sönnunargögn.“ Hann segir þá að í langflestum tilvikum komi upptökur úr búkmyndavélum lögreglunni sjálfri til góða. Staðfestir frásögn lögreglu Hann segir að nefndin telji ekki að lögregla hafi verið að reyna að leyna gögnum í Ásmundarsalarmálinu og staðfestir það sem lögregla hefur sagt að nefndin hafi fengið skriftað samtal með upptökunum sem búið var að eiga við og á endanum réttu upptökurnar þegar óskað var eftir þeim. Upprunalega útgáfan, þar sem búið var að afmá samtal lögreglumannanna, var sama útgáfa og réttargæslumenn fengu. Samtalið hafði verið afmáð vegna þess að lögregla taldi það ekki tengjast málinu beint.
Lögreglan Ráðherra í Ásmundarsal Tengdar fréttir Ráðherra mun ræða við lögregluna um afhendingu gagna Dómsmálaráðherra segir það óeðlilegt ef átt hefur verið við upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem leystu upp samkomu í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Málið er nú á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Dómsmálaráðherra mun ræða málið við lögreglustjóra. 25. júní 2021 19:31 Telur nefndina seilast langt með því að skoða tveggja lögreglumanna tal Formaður Landssambands lögreglumanna segir til skoðunar að fá úr því skorið hvort einkasamtöl lögreglumanna sem tekin eru upp á búkmyndavélar þeirra teljist til gagna sem eigi að afhenda þegar störf lögreglu eru til rannsóknar. 26. júní 2021 13:03 Lögreglustjóri segir að engu hafi átt að leyna með því að klippa upptökur Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að hennar embætti hafi ekki verið að leyna nefnd um eftirlit með störfum lögreglu neinu þegar það sendi henni upptökur úr búkmyndavélum sem hafði verið átt við. 25. júní 2021 13:50 Mikilvægt að lögregla svari fyrir vinnubrögð í Ásmundarsalarmálinu Lektor í lögreglufræðum segir mikilvægt að svarað verði fyrir það hvort og af hverju átt hafi verið við upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem voru á vettvangi í samkvæmi í Ásmundarsal á Þorláksmessu. 25. júní 2021 13:45 Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Sjá meira
Ráðherra mun ræða við lögregluna um afhendingu gagna Dómsmálaráðherra segir það óeðlilegt ef átt hefur verið við upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem leystu upp samkomu í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Málið er nú á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Dómsmálaráðherra mun ræða málið við lögreglustjóra. 25. júní 2021 19:31
Telur nefndina seilast langt með því að skoða tveggja lögreglumanna tal Formaður Landssambands lögreglumanna segir til skoðunar að fá úr því skorið hvort einkasamtöl lögreglumanna sem tekin eru upp á búkmyndavélar þeirra teljist til gagna sem eigi að afhenda þegar störf lögreglu eru til rannsóknar. 26. júní 2021 13:03
Lögreglustjóri segir að engu hafi átt að leyna með því að klippa upptökur Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að hennar embætti hafi ekki verið að leyna nefnd um eftirlit með störfum lögreglu neinu þegar það sendi henni upptökur úr búkmyndavélum sem hafði verið átt við. 25. júní 2021 13:50
Mikilvægt að lögregla svari fyrir vinnubrögð í Ásmundarsalarmálinu Lektor í lögreglufræðum segir mikilvægt að svarað verði fyrir það hvort og af hverju átt hafi verið við upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem voru á vettvangi í samkvæmi í Ásmundarsal á Þorláksmessu. 25. júní 2021 13:45