Sommer sá við Mbappe og heimsmeistararnir úr leik Anton Ingi Leifsson skrifar 28. júní 2021 21:47 Sommer sér við Mbappe. Mihai Barbu/Getty Sviss gerði sér lítið fyrir og sló út heimsmeistara Frakka í 16-liða úrslitunum á EM 2020. Úrslitni réðust í vítaspyrnukeppni eftir að staðan var 3-3 eftir framlengingu. Heimsmeistararnir voru taldir mun sigurstranglegri fyrir leikinn í kvöld en leikurinn fór fjörlega af stað og Sviss voru ekkert síðri í upphafi. Þeir komust svo yfir á fimmtándu mínútu. Glæsileg fyrirgjöf rataði beint á kollinn á Haris Seferovic sem stangaði boltann í netið. Frakkarnir reyndu og reyndu en voru daprir í fyrri hálfleik. Staðan 1-0 fyrir Sviss í hálfleik og þeir fengu kjörið tækifæri í upphafi síðari hálfleiks. Þeir fengu nefnilega vítaspyrnu eftir að Benjamin Pavard straujaði Steven Zuber. Ricardo Rodriguez fór á vítapunktinn en Hugo Lloris sá við honum. 55': Hugo Lloris saves a #SUI penalty57': ⚽️ #FRA 1-1 #SUI 59': ⚽️ #FRA 2-1 #SUI What a turnaround. pic.twitter.com/kEnW8EgP9r— Squawka News (@SquawkaNews) June 28, 2021 Tveimur mínútum síðar, eða á 57. mínútu, jöfnuðu Frakkar svo metin og þar var að verki Karim Benzema. Hann tók boltann frábærlega með sér og vippaði yfir Sommer. Benzema var ekki hættur því hann skoraði annað mark sitt og Frakka þremur mínútum síðar eftir frábært samspil heimsmeistaranna inn í vítateig Sviss. Paul Pogba virtist vera negla síðasta naglann í kistu Sviss er hann skoraði með frábæru þrumuskoti á 75. mínútu en Sviss voru þó ekki hættir. Paul Pogba is the first French player to score in four consecutive major tournaments without interruption:✅2014 World Cup✅2016 Euros✅2018 World Cup✅2020 EurosPlatini would have had the record if they qualified in 1980. 😉 pic.twitter.com/KcaDLlL6JD— William Hill (@WilliamHill) June 28, 2021 Haris Seferovic stangaði aðra fyrirgjöf í netið níu mínútum fyrir leikslok og hleypti öllu upp í loft. Sviss jafnaði svo metin á 91. mínútu. Mario Gavranovic fékk góða sendingu í gegnum miðsvæðið, lék á einn varnarmann Frakka og hamraði boltanum í hornið. 3-3 og því þurfti að framlengja. Í framlengingunni var ekkert mark skorað þrátt fyrir nokkur ágætis færi og því réðust úrslitin í vítaspyrnukeppni. Þar fóru fyrstu níu vítin í netið áður en Yann Sommer varði síðustu vítaspyrnu Frakka; frá stórstjörnunni Kylian Mbappe. Það verða því Sviss og Spánn sem mætast í átta liða úrslitunum en leikurinn fer fram á föstudag í St. Pétursborg. 3 – France have been eliminated in their last 3 games in which they played extra time in major tournaments (EURO + World Cup), as many as in their first 11. Out. #FRASUI #EURO2020 pic.twitter.com/MU0J9KlKlj— OptaJean (@OptaJean) June 28, 2021 EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta
Sviss gerði sér lítið fyrir og sló út heimsmeistara Frakka í 16-liða úrslitunum á EM 2020. Úrslitni réðust í vítaspyrnukeppni eftir að staðan var 3-3 eftir framlengingu. Heimsmeistararnir voru taldir mun sigurstranglegri fyrir leikinn í kvöld en leikurinn fór fjörlega af stað og Sviss voru ekkert síðri í upphafi. Þeir komust svo yfir á fimmtándu mínútu. Glæsileg fyrirgjöf rataði beint á kollinn á Haris Seferovic sem stangaði boltann í netið. Frakkarnir reyndu og reyndu en voru daprir í fyrri hálfleik. Staðan 1-0 fyrir Sviss í hálfleik og þeir fengu kjörið tækifæri í upphafi síðari hálfleiks. Þeir fengu nefnilega vítaspyrnu eftir að Benjamin Pavard straujaði Steven Zuber. Ricardo Rodriguez fór á vítapunktinn en Hugo Lloris sá við honum. 55': Hugo Lloris saves a #SUI penalty57': ⚽️ #FRA 1-1 #SUI 59': ⚽️ #FRA 2-1 #SUI What a turnaround. pic.twitter.com/kEnW8EgP9r— Squawka News (@SquawkaNews) June 28, 2021 Tveimur mínútum síðar, eða á 57. mínútu, jöfnuðu Frakkar svo metin og þar var að verki Karim Benzema. Hann tók boltann frábærlega með sér og vippaði yfir Sommer. Benzema var ekki hættur því hann skoraði annað mark sitt og Frakka þremur mínútum síðar eftir frábært samspil heimsmeistaranna inn í vítateig Sviss. Paul Pogba virtist vera negla síðasta naglann í kistu Sviss er hann skoraði með frábæru þrumuskoti á 75. mínútu en Sviss voru þó ekki hættir. Paul Pogba is the first French player to score in four consecutive major tournaments without interruption:✅2014 World Cup✅2016 Euros✅2018 World Cup✅2020 EurosPlatini would have had the record if they qualified in 1980. 😉 pic.twitter.com/KcaDLlL6JD— William Hill (@WilliamHill) June 28, 2021 Haris Seferovic stangaði aðra fyrirgjöf í netið níu mínútum fyrir leikslok og hleypti öllu upp í loft. Sviss jafnaði svo metin á 91. mínútu. Mario Gavranovic fékk góða sendingu í gegnum miðsvæðið, lék á einn varnarmann Frakka og hamraði boltanum í hornið. 3-3 og því þurfti að framlengja. Í framlengingunni var ekkert mark skorað þrátt fyrir nokkur ágætis færi og því réðust úrslitin í vítaspyrnukeppni. Þar fóru fyrstu níu vítin í netið áður en Yann Sommer varði síðustu vítaspyrnu Frakka; frá stórstjörnunni Kylian Mbappe. Það verða því Sviss og Spánn sem mætast í átta liða úrslitunum en leikurinn fer fram á föstudag í St. Pétursborg. 3 – France have been eliminated in their last 3 games in which they played extra time in major tournaments (EURO + World Cup), as many as in their first 11. Out. #FRASUI #EURO2020 pic.twitter.com/MU0J9KlKlj— OptaJean (@OptaJean) June 28, 2021 EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.