Eyþóra söng sjálf lagið í gólfæfingunum sínum og komst á Ólympíuleikana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júní 2021 08:31 Eyþóra Elísabet Þórsdóttir er að fara að keppa á sínum öðrum Ólympíuleikum. EPA/MIRCEA ROSCA Íslensk-hollenska fimleikakonan Eyþóra Elísabet Þórsdóttir skrifaði örugglega fimleikasöguna um helgina þegar hún skilaði frábærum gólfæfingum undir tónlist sem hún þekkti afar vel. Eyþóra verður meðal keppenda á Ólympíuleikunum í Tókýó í næsta mánuði en það varð ljóst eftir úrtökumót hollenska fimleikasambandsins um helgina. View this post on Instagram A post shared by Eythora Thorsdottir (@eythora) Eyþóra meiddist á ökkla í vetur, þurfti að sleppa Evrópumótinu og úr varð mikið kapphlaup um að ná sér góðri til að geta tryggt sér inn á leikana.: Það tókst hjá henni. Eyþóra var líka með á Ólympíuleikunum í Ríó sumarið 2016 þar sem hún náði níunda sæti í fjölþraut sem er besti árangur hollenskrar fimleikakonu í sögu leikanna. Eyþór er 22 ára gömul og á íslenska foreldra. Hún hefur búið í Hollandi nær alla tíð og keppir fyrir Holland. Það sem gerir gólfæfingar hennar svo sérstakar er að hún gerði þær undir lagi sem hún söng sjálf. Eyþór er líka farin að reyna fyrir sér á öðrum sviðum eins og í fyrirsætustörfum og í tónlist. Henni er því til margra lista lagt. Hér fyrir neðan má sjá Eyþóru sýna frá æfingum sínum með laginu sem hún söng. View this post on Instagram A post shared by Eythora Thorsdottir (@eythora) „Þessar síðustu vikur hafa verið mikil rússíbanareið. Kemst ég á leikana eða ekki? Það er eitthvað sem ég var alltaf að hugsa. Ég er svo þakklát fyrir alla í kringum mig sem hjálpuðu með að komast í gegnum þetta og sjá til þess að ég gat keppt í úrtökumótinu fyrir Ólympíuleikanna,“ skrifaði Eyþóra á samfélagsmiðla sína. „Ég er líka mjög ánægð með gólfæfinguna mína en ég syng lagið og kærasti minn kemur líka aðeins við sögu í upphafi. Ég vil þakka Hoger fyrir að gera þetta að svona fallegu lagi. Það er sérstakt að vera fyrsta fimleikakonan sem syngur undir á sínum eigin gólfæfingum,“ skrifaði Eyþóra. View this post on Instagram A post shared by Dutch Gymnastics - KNGU (@dutchgymnasticskngu) Fimleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Sjá meira
Eyþóra verður meðal keppenda á Ólympíuleikunum í Tókýó í næsta mánuði en það varð ljóst eftir úrtökumót hollenska fimleikasambandsins um helgina. View this post on Instagram A post shared by Eythora Thorsdottir (@eythora) Eyþóra meiddist á ökkla í vetur, þurfti að sleppa Evrópumótinu og úr varð mikið kapphlaup um að ná sér góðri til að geta tryggt sér inn á leikana.: Það tókst hjá henni. Eyþóra var líka með á Ólympíuleikunum í Ríó sumarið 2016 þar sem hún náði níunda sæti í fjölþraut sem er besti árangur hollenskrar fimleikakonu í sögu leikanna. Eyþór er 22 ára gömul og á íslenska foreldra. Hún hefur búið í Hollandi nær alla tíð og keppir fyrir Holland. Það sem gerir gólfæfingar hennar svo sérstakar er að hún gerði þær undir lagi sem hún söng sjálf. Eyþór er líka farin að reyna fyrir sér á öðrum sviðum eins og í fyrirsætustörfum og í tónlist. Henni er því til margra lista lagt. Hér fyrir neðan má sjá Eyþóru sýna frá æfingum sínum með laginu sem hún söng. View this post on Instagram A post shared by Eythora Thorsdottir (@eythora) „Þessar síðustu vikur hafa verið mikil rússíbanareið. Kemst ég á leikana eða ekki? Það er eitthvað sem ég var alltaf að hugsa. Ég er svo þakklát fyrir alla í kringum mig sem hjálpuðu með að komast í gegnum þetta og sjá til þess að ég gat keppt í úrtökumótinu fyrir Ólympíuleikanna,“ skrifaði Eyþóra á samfélagsmiðla sína. „Ég er líka mjög ánægð með gólfæfinguna mína en ég syng lagið og kærasti minn kemur líka aðeins við sögu í upphafi. Ég vil þakka Hoger fyrir að gera þetta að svona fallegu lagi. Það er sérstakt að vera fyrsta fimleikakonan sem syngur undir á sínum eigin gólfæfingum,“ skrifaði Eyþóra. View this post on Instagram A post shared by Dutch Gymnastics - KNGU (@dutchgymnasticskngu)
Fimleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Sjá meira