Hitamet falla í heiftarlegri hitabylgju Kjartan Kjartansson skrifar 27. júní 2021 20:16 Sjúkraliði hugar að manni sem fékk hitaslag í borginni Salem í Oregon. Hitinn á svæðinu er meira en 16 gráðum yfir meðaltali þessa dagana. AP/Nathan Howard Svæsin hitabylgja gengur nú yfir norðvestur Kyrrahafsströnd Bandaríkjanna og hafa hitamet þegar verið slegin á nokkrum stöðum um helgina. Viðvaranir hafa verið gefnar út vegna lífshættulegs hita. Hitamælirinn í Portland, stærstu borg Oregon-ríkis, sýndi 42,2°C síðdegis gær en það er mesti hiti sem hefur nokkru sinni mælst þar. Útlit var fyrir að það met gæti verið slegið strax í dag, að sögn AP-fréttastofunnar. Metið var um hálfri gráðu hærra en fyrra met sem var sett árið 1965 og jafnað árið 1981. Í Seattle í nágrannaríkinu Washington mældist hitinn 38,3°C í gær en þar er heitasti júnídagur frá uppphafi mælinga þar. Það var jafnframt aðeins í fjórða skipti í sögunni sem hiti þar mældist yfir hundrað gráðum á Farenheit-kvarða. 37,8°C. Færanlegar loftkælingareiningar og viftur hafa selst upp í verslunum, hætt var við að bólusetja fólk gegn kórónuveirunni utandyra og margar borgir komu upp stöðum þar sem fólk gat kælt sig. Íbúar í Seattle eru ekki vanir að glíma við mikin hita og því eru ekki allir með loftkælingu heima hjá sér. Þessi kona var ein þeirra sem keypti sér færanlega kælieiningu til að verjast hitanum.AP/Manuel Valdes Spáð er enn heitara veðri í dag og morgun og er búist við að mörg hitamet falli þá í landshlutanum. Hitinn er víða hátt í sautján stigum á selsíus yfir meðaltali eða jafnvel enn meira. Slíkur hiti getur verið mannskæður á svæði þar sem fólk er vant mildara loftslagi og margir eru ekki með loftkælingu. Veðurstofa Bandaríkjanna varaði fólk á svæði við því að dvelja lengi utandyra og brýndi fyrir því að drekka nægan vökva og huga að viðkvæmum ættingum eða nágrönnum sínum. Heilbrigðisyfirvöld í Oregon afnámu fjöldatakmörk vegna kórónuveirufaraldursins á stórum samkomustöðum með loftkælingu, þar á meðal í kvikmyndahúsum og verslunarmiðstöðvum svo að fólk hefði athvarf frá hitanum úti. Í Washington voru sömuleiðis engar fjöldatakmarkanir á sérstökum kælistöðvum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hiti og þurrkur skapaði aðstæður fyrir fordæmalausa skógar- og gróðurelda í norðvesturríkjunum í fyrra. Erfitt er að tengja einstaka hitabylgjur við loftslagsbreytingar af völdum manna nema með greiningu eftir á en skæðari hitabylgjur og ákafari þurrkur er á meðal þeirra afleiðinga hnattrænnar hlýnunar sem búist er við. „Við vitum það af vísbendingum um allan heim að loftslagsbreytingar auka tíðni, ákafa og lengd hitabylgna. Við verðum að venjast þessu í framtíðinni,“ segir Kristie Ebi, prófessor í loftslags- og lýðheilsmálum við Háskólann í Washington, við AP. Bandaríkin Loftslagsmál Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Hitamælirinn í Portland, stærstu borg Oregon-ríkis, sýndi 42,2°C síðdegis gær en það er mesti hiti sem hefur nokkru sinni mælst þar. Útlit var fyrir að það met gæti verið slegið strax í dag, að sögn AP-fréttastofunnar. Metið var um hálfri gráðu hærra en fyrra met sem var sett árið 1965 og jafnað árið 1981. Í Seattle í nágrannaríkinu Washington mældist hitinn 38,3°C í gær en þar er heitasti júnídagur frá uppphafi mælinga þar. Það var jafnframt aðeins í fjórða skipti í sögunni sem hiti þar mældist yfir hundrað gráðum á Farenheit-kvarða. 37,8°C. Færanlegar loftkælingareiningar og viftur hafa selst upp í verslunum, hætt var við að bólusetja fólk gegn kórónuveirunni utandyra og margar borgir komu upp stöðum þar sem fólk gat kælt sig. Íbúar í Seattle eru ekki vanir að glíma við mikin hita og því eru ekki allir með loftkælingu heima hjá sér. Þessi kona var ein þeirra sem keypti sér færanlega kælieiningu til að verjast hitanum.AP/Manuel Valdes Spáð er enn heitara veðri í dag og morgun og er búist við að mörg hitamet falli þá í landshlutanum. Hitinn er víða hátt í sautján stigum á selsíus yfir meðaltali eða jafnvel enn meira. Slíkur hiti getur verið mannskæður á svæði þar sem fólk er vant mildara loftslagi og margir eru ekki með loftkælingu. Veðurstofa Bandaríkjanna varaði fólk á svæði við því að dvelja lengi utandyra og brýndi fyrir því að drekka nægan vökva og huga að viðkvæmum ættingum eða nágrönnum sínum. Heilbrigðisyfirvöld í Oregon afnámu fjöldatakmörk vegna kórónuveirufaraldursins á stórum samkomustöðum með loftkælingu, þar á meðal í kvikmyndahúsum og verslunarmiðstöðvum svo að fólk hefði athvarf frá hitanum úti. Í Washington voru sömuleiðis engar fjöldatakmarkanir á sérstökum kælistöðvum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hiti og þurrkur skapaði aðstæður fyrir fordæmalausa skógar- og gróðurelda í norðvesturríkjunum í fyrra. Erfitt er að tengja einstaka hitabylgjur við loftslagsbreytingar af völdum manna nema með greiningu eftir á en skæðari hitabylgjur og ákafari þurrkur er á meðal þeirra afleiðinga hnattrænnar hlýnunar sem búist er við. „Við vitum það af vísbendingum um allan heim að loftslagsbreytingar auka tíðni, ákafa og lengd hitabylgna. Við verðum að venjast þessu í framtíðinni,“ segir Kristie Ebi, prófessor í loftslags- og lýðheilsmálum við Háskólann í Washington, við AP.
Bandaríkin Loftslagsmál Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent