Körfubolti

„Fyrir klúbbinn og Jóhönnu“

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
Lárus Jónsson á fleygiferð.
Lárus Jónsson á fleygiferð. vísir/hulda margrét

Lárus Jónsson þjálfari Þórsara var að vonum sigurreifur eftir að hans menn tryggðu sér íslandsmeistaratitilinn.

„Fyrst vil ég bara segja takk kærlega fyrir frábæra seríu. Þakka bæði keflvíkingum og áhorfendum fyrir frábæra stemmningu.“

Lárus hefur ekki verið að þjálfa stærstu liðin hingað til. En bjó til mikla stemmningu í þessu Þórsliði og þakkar formanninum, Jóhönnu, fyrir stuðninginn.

„Þetta er ekkert fyrir mig persónulega. Þetta er fyrir klúbbinn og Jóhönnu. Þetta er miklu stærra fyrir þau en mig. Minn er ekki bara heiðurinn að hafa fengið að koma að þessu verkefni, Ég fékk að taka við góðu búi, frábærum klúbb.“

Það voru ákveðin afföll úr liði Þórsara í leiknum en Halldóri Garðari var meðal annars vikið af velli.

„Dóri fór útaf, Callum gat ekki spilað en við vorum eiginlega bara eftir 6. En þetta er síðasti leikurinn á tímabilinu og við gáfum allt sem við áttum.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×