Fótbolti

Stjörnukona á Ólympíuleikana í Tókýó

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Betsy Hassett í leik með Stjörnunni í Pepsi Max deildinni.
Betsy Hassett í leik með Stjörnunni í Pepsi Max deildinni. Vísir/Hulda Margrét

Kvennalið Stjörnunnar mun eiga leikmann í knattspyrnukeppni Ólympíuleikanna í Tókýó því Betsy Hassett var í morgun valin í Ólympíulið Nýja-Sjálands.

Betsy Hassett hefur spilað hér á landi í fimm tímabil þar af undanfarin tvö ár með Stjörnunni. Hún spilaði fyrstu þrjú sumrin með KR.

Betsy er með þrjú mörk í sjö leikjum í Pepsi Max deild kvenna í sumar en hún skoraði í 3-0 sigri á ÍBV í vikunni.

Þetta verður ekki fyrsta stórmót Betsy Hassett með Nýja-Sjálandi því hún hefur spilað 119 landsleiki fyrir þjóð sína og er á leiðina á sína þriðju Ólympíuleika. Betsy var líka með í London 2012 og í Ríó 2016. Hún hefur einnig spilað með Nýja-Sjálandi á nokkrum heimsmeistaramótum.

Nýja-Sjáland er í riðli með Svíþjóð, Ástralíu og Bandaríkjunum á Ólympíuleikunum og er fyrsti leikurinn á móti Ástralíu 21. júlí næstkomandi. Þetta er algjör dauðariðill því allir andstæðingar Nýja Sjálands eru á topp níu á heimslista FIFA.

Ólympíuhópurinn hjá Nýja-Sjálandi í Tókýó:

  • Markmenn: Erin Nayler (Unattached), Anna Leat (FFDP).
  • Varnarmenn: CJ Bott (Vålerenga), Meikayla Moore (Liverpool FC), Ali Riley (Orlando Pride), Claudia Bunge (Melbourne Victory), Abby Erceg (North Carolina Courage), Anna Green (Lower Hutt City AFC).
  • Miðjumenn: Ria Percival (Tottenham Hotspur), Annalie Longo (Melbourne Victory), Katie Bowen (KC), Daisy Cleverley (Georgetown University), Olivia Chance (Brisbane Roar), Betsy Hassett (Stjarnan), Emma Rolston (án liðs) .
  • Framherjar: Hannah Wilkinson (án liðs), Paige Satchell (FFDP), Gabi Rennie (Indiana University).



Fleiri fréttir

Sjá meira


×