„Kennir okkur hvað það merkir að lifa í samfélagi“ Atli Ísleifsson skrifar 25. júní 2021 12:06 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á blaðamannafundinum í Safnahúsinu fyrr í dag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að faraldur kórónuveirunnar og viðbrögðin við honum hér á landi hafi kennt okkur hvað það merkir í samfélagi. Ólíkir aðilar hafi unnið að saman markmiði og að styrkur samfélagsins geti verið ótrúlega mikill í svona kringumstæðum. Þetta sagði Katrín í síðari ræðu sinni á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í Safnahúsinu við Hverfisgötu í dag þar sem tilkynnt var að öllum takmörkunum innanlands verði aflétt á miðnætti. Katrín sagði að hún hafi oft verið spurður að því, hvað valdi því að Íslendingum hafi gengið svo vel í viðbrögðum sínum. „Eins og fram kom í máli okkar allra þá hefur bæði gengið ótrúlega vel með bólusetningar, en það hefur líka gengið vel í ráðstöfunum á meðan við höfðum í rauninni ekki hugmynd um það hvernig þróun bóluefna myndi gang og hversu hratt hún myndi ganga og hvernig þetta myndi takast til. Þannig að það er þrennt sem mér finnst svo mikilvægt að við tökkum með okkur inn í næstu skref í þessari vegferð.“ Hlusta má á ræðu Katrínar í spilaranum að neðan. Lögðu frá sér smákóngaveldi Fyrsta atriðið sem Katrín nefndi var það gríðarlega mikilvæga samstarf sem hafi verið innan stjórnsýslunnar. „Það hafa allir þurft að leggja frá sér allt sem við getum kallað smákóngaveldi. Þau hafa verið sett til hliðar. Það hafa allir þurft að vinna saman. Það hafa allir unnið saman. Allir sem þekkja okkur Íslendinga vita að það getur stundum reynst okkur erfitt. En við höfum líka útvíkkað það þannig að vísindamenn, bæði hjá einkafyrirtækjum og hjá hinum opinbera, hafa í raun og veru sett allt annað til hliðar og unnið saman. Þannig að þegar ég er spurð hvað skýri þennan árangur þá sé það samstarf vísindanna, stjórnsýslunnar, stjórnmála, viðbragðsaðila og auðvitað fleiri aðila.“ Opin og gagnsæ samskipti við almenning ómetanleg Annað atriðið sem Katrín nefndi var upplýsingagjöfin. „Ég veit nú ekki hvað upplýsingafundirnir hafa orðið margir. Stundum var reynt að hætta þeim en þá var farið af stað aftur. Það er auðvitað algert lykilatriði, því að árangurinn næst auðvitað fyrst og fremst því að þjóðin tekur þátt. Þjóðin tekur ekki þátt nema hún viti af hverju hún er að taka þátt. Þess vegna var svo mikilvægt að vera alltaf reiðubúin að koma með upplýsingar, segja her staðan var, segja að nú erum við aðeins að skipta um kúrs af því að nú erum við með ný gögn og upplýsingar. Ég held að öll þessi vegferð kenni okkur það að það að eiga þessi opnu og gegnsæju samskipti við almenning í landinu er algerlega ómetanlegt. Það hefur auðvitað gert það að verkum að fólk hefur tekið þátt. Fólk hefur fært fórnir. Fólk hefur lagt mikið á sig og fólk hefur tekið þátt, af því að við vildum taka þátt. Við vildum taka skynsamlegar ákvarðanir,“ sagði Katrín. Samfélagið Þriðja atriðið sem forsætisráðherra nefndi var að þetta kenni okkur hvað það merkir að lifa í samfélagi. „Hvað það merkir að eiga þessa innviði sem bregðast við þeim hætti sem þeir hafa brugðist við, hvort sem það er heilbrigðiskerfið, skólakerfið en líka atvinnulífið sem hefur þurft að umturna allri sinni starfsemi. Fjölmiðlarnir, sem þurftu líka að umturna allri sinni starfsemi og mæta á ófáa fundina. Þetta er það sem heitir að vera í samfélagi og það kennir okkur það að styrkur samfélagsins getur verið ótrúlega mikill í svona kringumstæðum. Þetta er frábært skref sem við erum að stíga í dag.“ Að neðan sjá sjá viðtal fréttastofu við Katrínu að loknum blaðamannafundi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Öllu aflétt innanlands á miðnætti Allar takmarkanir vegna farsóttar eru að falla úr gildi hér á landi. Þetta tekur gildi á morgun, 26. júní, en það þýðir raunar að þetta taki gildi strax á miðnætti í kvöld. 25. júní 2021 11:08 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Fleiri fréttir Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Sjá meira
Þetta sagði Katrín í síðari ræðu sinni á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í Safnahúsinu við Hverfisgötu í dag þar sem tilkynnt var að öllum takmörkunum innanlands verði aflétt á miðnætti. Katrín sagði að hún hafi oft verið spurður að því, hvað valdi því að Íslendingum hafi gengið svo vel í viðbrögðum sínum. „Eins og fram kom í máli okkar allra þá hefur bæði gengið ótrúlega vel með bólusetningar, en það hefur líka gengið vel í ráðstöfunum á meðan við höfðum í rauninni ekki hugmynd um það hvernig þróun bóluefna myndi gang og hversu hratt hún myndi ganga og hvernig þetta myndi takast til. Þannig að það er þrennt sem mér finnst svo mikilvægt að við tökkum með okkur inn í næstu skref í þessari vegferð.“ Hlusta má á ræðu Katrínar í spilaranum að neðan. Lögðu frá sér smákóngaveldi Fyrsta atriðið sem Katrín nefndi var það gríðarlega mikilvæga samstarf sem hafi verið innan stjórnsýslunnar. „Það hafa allir þurft að leggja frá sér allt sem við getum kallað smákóngaveldi. Þau hafa verið sett til hliðar. Það hafa allir þurft að vinna saman. Það hafa allir unnið saman. Allir sem þekkja okkur Íslendinga vita að það getur stundum reynst okkur erfitt. En við höfum líka útvíkkað það þannig að vísindamenn, bæði hjá einkafyrirtækjum og hjá hinum opinbera, hafa í raun og veru sett allt annað til hliðar og unnið saman. Þannig að þegar ég er spurð hvað skýri þennan árangur þá sé það samstarf vísindanna, stjórnsýslunnar, stjórnmála, viðbragðsaðila og auðvitað fleiri aðila.“ Opin og gagnsæ samskipti við almenning ómetanleg Annað atriðið sem Katrín nefndi var upplýsingagjöfin. „Ég veit nú ekki hvað upplýsingafundirnir hafa orðið margir. Stundum var reynt að hætta þeim en þá var farið af stað aftur. Það er auðvitað algert lykilatriði, því að árangurinn næst auðvitað fyrst og fremst því að þjóðin tekur þátt. Þjóðin tekur ekki þátt nema hún viti af hverju hún er að taka þátt. Þess vegna var svo mikilvægt að vera alltaf reiðubúin að koma með upplýsingar, segja her staðan var, segja að nú erum við aðeins að skipta um kúrs af því að nú erum við með ný gögn og upplýsingar. Ég held að öll þessi vegferð kenni okkur það að það að eiga þessi opnu og gegnsæju samskipti við almenning í landinu er algerlega ómetanlegt. Það hefur auðvitað gert það að verkum að fólk hefur tekið þátt. Fólk hefur fært fórnir. Fólk hefur lagt mikið á sig og fólk hefur tekið þátt, af því að við vildum taka þátt. Við vildum taka skynsamlegar ákvarðanir,“ sagði Katrín. Samfélagið Þriðja atriðið sem forsætisráðherra nefndi var að þetta kenni okkur hvað það merkir að lifa í samfélagi. „Hvað það merkir að eiga þessa innviði sem bregðast við þeim hætti sem þeir hafa brugðist við, hvort sem það er heilbrigðiskerfið, skólakerfið en líka atvinnulífið sem hefur þurft að umturna allri sinni starfsemi. Fjölmiðlarnir, sem þurftu líka að umturna allri sinni starfsemi og mæta á ófáa fundina. Þetta er það sem heitir að vera í samfélagi og það kennir okkur það að styrkur samfélagsins getur verið ótrúlega mikill í svona kringumstæðum. Þetta er frábært skref sem við erum að stíga í dag.“ Að neðan sjá sjá viðtal fréttastofu við Katrínu að loknum blaðamannafundi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Öllu aflétt innanlands á miðnætti Allar takmarkanir vegna farsóttar eru að falla úr gildi hér á landi. Þetta tekur gildi á morgun, 26. júní, en það þýðir raunar að þetta taki gildi strax á miðnætti í kvöld. 25. júní 2021 11:08 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Fleiri fréttir Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Sjá meira
Öllu aflétt innanlands á miðnætti Allar takmarkanir vegna farsóttar eru að falla úr gildi hér á landi. Þetta tekur gildi á morgun, 26. júní, en það þýðir raunar að þetta taki gildi strax á miðnætti í kvöld. 25. júní 2021 11:08
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent