Körfubolti

Darri sagður hættur hjá KR

Sindri Sverrisson skrifar
Darri Freyr Atlason ku axla sín skinn eftir eitt ár í starfi sem þjálfari KR.
Darri Freyr Atlason ku axla sín skinn eftir eitt ár í starfi sem þjálfari KR. vísir/Hulda Margrét

Darri Freyr Atlason er hættur sem þjálfari karlaliðs KR í körfubolta og einn af dáðustu sveinum þessa sigursæla liðs, Helgi Már Magnússon, gæti verið að taka við liðinu.

Þessu kveðst karfan.is hafa heimildir fyrir. Það þýðir að Darri stýri KR aðeins í eina leiktíð en hann tók við liðinu fyrir ári síðan eftir að hafa verið sigursæll sem þjálfari kvennaliðs Vals.

Darri, sem er aðeins 27 ára, stýrði KR til 5. sætis í Dominos-deildinni í vetur. Liðið vann svo Val í 8-liða úrslitum en var sópað út af Keflavík í undanúrslitum.

Helgi Már, sem er 38 ára gamall, lék að meðaltali um 15 mínútur í leik fyrir KR í vetur og skoraði 4,7 stig. Hann hefur áður þjálfað KR því hann var ráðinn spilandi þjálfari liðsins sumarið 2012 en Finnur Freyr Stefánsson tók svo við þjálfun liðsins áður en fyrsta tímabil Helga var á enda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×