Óreglulegar blæðingar eftir bólusetningu orsakast líklega af hita Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 24. júní 2021 23:37 Jón Magnús Jóhannesson, sérnámslæknir á Landspítalanum. Bjarni Einarsson Ekki þarf að koma á óvart að konur geti fengið óreglulegar blæðingar eftir bólusetningu við Covid-19. Slíkt þekkist af öðrum bóluefnum og sjúkdómum og gæti skýrst af hita og bólgum, að sögn Jóns Magnúsar Jóhannessonar, sérnámslæknis í lyflækningum á Landspítalanum. Jón Magnús ræddi þessi mál í Reykjavík síðdegis í dag eftir að greint var frá því að 78 tilkynningar sem snúa að tíðahring kvenna í kjölfar bólusetningar hefðu borist Lyfjastofnun. Hann segir að ekki hafi enn verið sýnt fram á klárt orsakasamhengi milli bólusetninganna og breytinga á tíðablæðingum en þetta verið talsvert kannað erlendis þar sem fleiri hafa verið bólusettir. „Og við þurfum að skoða þessar tilkynningar til að sjá hvort það sé orsakasamhengi. Tilkynningar þýðir ekki að það sé sannað að þetta sé afleiðing hins. Nákvæmlega eins og tilkynningar um allar aðrar aukaverkanir. En við þurfum að tilkynna allt sem gerist,“ sagði Jón Magnús. Hiti og bólga brengla hormónaframleiðslu Hann nefnir þó að slíkar breytingar hafi sést í tengslum við mörg önnur bóluefni og marga aðra sjúkdóma. „En þá er þetta aldrei langvinn breyting sem hefur áhrif á tíðablæðingar til lengri tíma eða nokkra aðra þætti sem tengjast frjósemi,“ ítrekar hann. „Þetta er mikilvægt að undirstrika því við höfum séð að allar ástæður hita, allt sem veldur hita, hvort sem það er bólusetning eða Covid-19 eða aðrir sjúkdómar, valda stundum óreglulegum blæðingum hjá konum,“ heldur hann áfram. Hann reifar þá eina kenningu um það hvers vegna hiti og bólga geti valdið breytingum á blæðingum og í sumum tilfellum hjá konum sem hafi þegar gengið í gegn um tíðahvörf: „Það verður ójafnvægi í hormónaframleiðslu út af bólgunni sem veldur því einmitt að meira að segja þegar maður er búinn að fara í gegn um tíðahvörf að þá verður aukning á vissum hormónum eða minnkun á öðrum hormónum sem veldur þessari tímabundnu breytingu sem að hverfur síðan þegar rót bólgunnar er horfin.“ Hann segir því að aukaverkunin sé ekkert til að hafa áhyggjur af og sérstaklega ekki í samanburði við Covid-19. „Það sem við höfum séð með Covid-19 er að það veldur óreglulegum blæðingum og er náttúrulega hættulegt á meðgöngu út af því að það eykur hættu á skaðlegum fylgikvillum þungunar, eins og ótímabærum dauðsföllum bæði móður og fósturs, í sjaldgæfum tilfellum blessunarlega, en við höfum séð það.“ Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kvenheilsa Reykjavík síðdegis Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Jón Magnús ræddi þessi mál í Reykjavík síðdegis í dag eftir að greint var frá því að 78 tilkynningar sem snúa að tíðahring kvenna í kjölfar bólusetningar hefðu borist Lyfjastofnun. Hann segir að ekki hafi enn verið sýnt fram á klárt orsakasamhengi milli bólusetninganna og breytinga á tíðablæðingum en þetta verið talsvert kannað erlendis þar sem fleiri hafa verið bólusettir. „Og við þurfum að skoða þessar tilkynningar til að sjá hvort það sé orsakasamhengi. Tilkynningar þýðir ekki að það sé sannað að þetta sé afleiðing hins. Nákvæmlega eins og tilkynningar um allar aðrar aukaverkanir. En við þurfum að tilkynna allt sem gerist,“ sagði Jón Magnús. Hiti og bólga brengla hormónaframleiðslu Hann nefnir þó að slíkar breytingar hafi sést í tengslum við mörg önnur bóluefni og marga aðra sjúkdóma. „En þá er þetta aldrei langvinn breyting sem hefur áhrif á tíðablæðingar til lengri tíma eða nokkra aðra þætti sem tengjast frjósemi,“ ítrekar hann. „Þetta er mikilvægt að undirstrika því við höfum séð að allar ástæður hita, allt sem veldur hita, hvort sem það er bólusetning eða Covid-19 eða aðrir sjúkdómar, valda stundum óreglulegum blæðingum hjá konum,“ heldur hann áfram. Hann reifar þá eina kenningu um það hvers vegna hiti og bólga geti valdið breytingum á blæðingum og í sumum tilfellum hjá konum sem hafi þegar gengið í gegn um tíðahvörf: „Það verður ójafnvægi í hormónaframleiðslu út af bólgunni sem veldur því einmitt að meira að segja þegar maður er búinn að fara í gegn um tíðahvörf að þá verður aukning á vissum hormónum eða minnkun á öðrum hormónum sem veldur þessari tímabundnu breytingu sem að hverfur síðan þegar rót bólgunnar er horfin.“ Hann segir því að aukaverkunin sé ekkert til að hafa áhyggjur af og sérstaklega ekki í samanburði við Covid-19. „Það sem við höfum séð með Covid-19 er að það veldur óreglulegum blæðingum og er náttúrulega hættulegt á meðgöngu út af því að það eykur hættu á skaðlegum fylgikvillum þungunar, eins og ótímabærum dauðsföllum bæði móður og fósturs, í sjaldgæfum tilfellum blessunarlega, en við höfum séð það.“
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kvenheilsa Reykjavík síðdegis Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira