Átján giftingar á einum degi í Grafarvogskirkju Nadine Guðrún Yaghi skrifar 24. júní 2021 19:33 María Rún Ellertsdóttir mun ganga í það heilaga í Grafarvogskirkju og laugardag og Guðrún Karls Helgudóttir, prestur í kirkjunni mun gefa hana og tilvonandi eiginmanninn saman. vísir/egill Algjör sprenging varð í svokölluð „drop-in“ brúðkaup sem verða í Grafarvogskirkju á laugardag. Átján pör ætla að gifta sig og átta pör eru á biðlista. Óhætt er að segja að laugardagurinn verði heldur óhefðbundinn í Grafarvogskirkju en þar verða svokölluð „drop-in“ brúðkaup. Sóknarpresturinn segir að hugmyndin komi frá Svíþjóð þar sem hún var áður prestur. „Laugardagurinn er dagur ástarinnar í Grafarvogskirkju. Þá munu koma hingað í hið minnsta átján pör og ganga í hjónaband frá tíu til hálf sjö,“ segir Guðrún Karls Helgudóttir, prestur í Grafarvogskirkju. Kirkjan auglýsti þennan möguleika og Guðrún segist ekki hafa haft hugmynd um hvernig aðsóknin yrði. „Það bara varð sprenging. Það fylltist allt um leið og komin biðlisti auk þess,“ segir Guðrún. Sjö pör eru nú á biðlistanum og telur Guðrún ólíklegt að fleiri brúðhjón komist. Hver athöfn verður um hálftíma löng og allt þarf að ganga smurt fyrir sig. Fjórir prestar og tveir organistar sjá um brúðkaupin. María Rún Ellertsdóttir var sú fyrsta sem skráði sig til leiks fyrir um þremur vikum. „Við trúlofuðum okkur í október í fyrra og ætluðum alltaf að halda stórt draumabrúðkaup en sparnaðurinn leyfði það ekki alveg þannig við ákváðum að slá til,“ segir María en vegna kórónuveirunnar missti hún og tilvonandi eiginmaðurinn vinnuna. Þau eiga tíma klukkan þrjú á laugardag og ætla að mæta með sínu nánasta fólki. Aldursbil fólksins sem ætlar að gifta sig á laugardaginn er mjög breitt. „Einhver hringdi og þau voru búin að vera saman í 39 ár og nú komin tími til að gifta sig,“ segir Mögulega verði fleiri drop-in brúðkaup. „Kannski verður bara einn dagurinn ástarinnar á ári í kirkjunni,“ segir Guðrún. María Rún hlakka til laugardagsins. „Þetta er allt bara að smella og við erum bara að bíða eftir hringunum og þetta reddast allt,“ segir María. Þjóðkirkjan Reykjavík Ástin og lífið Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar Sjá meira
Óhætt er að segja að laugardagurinn verði heldur óhefðbundinn í Grafarvogskirkju en þar verða svokölluð „drop-in“ brúðkaup. Sóknarpresturinn segir að hugmyndin komi frá Svíþjóð þar sem hún var áður prestur. „Laugardagurinn er dagur ástarinnar í Grafarvogskirkju. Þá munu koma hingað í hið minnsta átján pör og ganga í hjónaband frá tíu til hálf sjö,“ segir Guðrún Karls Helgudóttir, prestur í Grafarvogskirkju. Kirkjan auglýsti þennan möguleika og Guðrún segist ekki hafa haft hugmynd um hvernig aðsóknin yrði. „Það bara varð sprenging. Það fylltist allt um leið og komin biðlisti auk þess,“ segir Guðrún. Sjö pör eru nú á biðlistanum og telur Guðrún ólíklegt að fleiri brúðhjón komist. Hver athöfn verður um hálftíma löng og allt þarf að ganga smurt fyrir sig. Fjórir prestar og tveir organistar sjá um brúðkaupin. María Rún Ellertsdóttir var sú fyrsta sem skráði sig til leiks fyrir um þremur vikum. „Við trúlofuðum okkur í október í fyrra og ætluðum alltaf að halda stórt draumabrúðkaup en sparnaðurinn leyfði það ekki alveg þannig við ákváðum að slá til,“ segir María en vegna kórónuveirunnar missti hún og tilvonandi eiginmaðurinn vinnuna. Þau eiga tíma klukkan þrjú á laugardag og ætla að mæta með sínu nánasta fólki. Aldursbil fólksins sem ætlar að gifta sig á laugardaginn er mjög breitt. „Einhver hringdi og þau voru búin að vera saman í 39 ár og nú komin tími til að gifta sig,“ segir Mögulega verði fleiri drop-in brúðkaup. „Kannski verður bara einn dagurinn ástarinnar á ári í kirkjunni,“ segir Guðrún. María Rún hlakka til laugardagsins. „Þetta er allt bara að smella og við erum bara að bíða eftir hringunum og þetta reddast allt,“ segir María.
Þjóðkirkjan Reykjavík Ástin og lífið Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar Sjá meira