Stórmeistarajafntefli og bæði lið áfram

Anton Ingi Leifsson skrifar
Markaskorarar kvöldsins, Benzema og Ronaldo, fallast í faðma.
Markaskorarar kvöldsins, Benzema og Ronaldo, fallast í faðma. Franck Fife/Getty

Bæði Frakkland og Portúgal eru komin áfram í 16-liða úrslitin á Evrópumótinu í knattspyrnu en þetta varð ljóst eftir 2-2 jafntefli liðanna í lokaumferð F-riðilsins.

Cristiano Ronaldo kom Portúgal yfir úr vítaspyrnu á 31. mínútu eftir að Hugo Lloris gerðist brotlegur eftir glæfralegt úthlaup.

Önnur vítaspyrna var dæmd í uppbótartíma fyrri hálfleik en hún var umdeild. Kylian Mbappe féll í teignum og Antonio Lahoz benti á punktinn. Karim Benzema skoraði.

Benzema var aftur á ferðinni í upphafi síðari hálfleiks er hann kom Frökkunum yfir eftir stórglæsilega sendingu Paul Pogba. Markið var fyrst dæmt af vegna rangstöðu en eftir skoðun í VARsjánni var það dæmt gott og gilt.

Enn ein vítaspyrnan var dæmd eftir klukkutímaleik. Boltinn fór í hönd þeirra frönsku innan vítateigsins og Cristiano Ronaldo skoraði af miklu öryggi.

Lokatölurnar urðu 2-2 en Frakkland endar í fyrsta sæti riðilsins með fimm stig. Portúgalar endar í þriðja sætinu en fer hins vegar áfram í 16-liða úrslitin með einn besta árangurinn af liðunum í 3. sætinu.


EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira