Markaveisla hjá Spánverjum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Martin Dubravka skoraði afar slysalegt sjálfsmark þegar Spánn komst í 1-0.
Martin Dubravka skoraði afar slysalegt sjálfsmark þegar Spánn komst í 1-0. Getty/David Ramos

Spánn lenti í nákvæmlega engum vandræðum með Slóvakíu í síðustu umferð E-riðilsins en Spánverjar enda í öðru sæti riðilsins. Lokatölur 5-0.

Spánn fékk vítaspyrnu strax á 12. mínútu en Alvaro Morata brást bogalistinn. Þeir komust þó yfir skömmu síðar eftir hörmuleg mistök Martin Dubravka sem kýldi boltann í eigið net.

Klippa: Sjálfsmark Dubravka

Aymeric Laporte skoraði sitt fyrsta landsliðsmark fyrir Spán skömmu fyrir hálfleik er hann skallaði boltann í netið. Staðan 2-0 í hálfleik.

Spánverjar héldu uppteknum hætti í síðari hálfleik og Pablo Sarabia gerði þriðja markð eftir stoðsendingu Jordi Alba á 56. mínútu.

Fjórða markið kom á 66. mínútu er varamaðurinn Ferran Torres skoraði eftir glæsilegt samspil. Stutt hornspyrna, samleikur og hælspyrna Torres í netið.

Annar varamaður Pau Torres gerði fimmta markið á 71. mínútu en hann hafði líkt og nafni sinn bara verið inni á vellinum í fáeinar mínútur. Lokatölur 5-0.

Spánn endar í öðru sæti riðilsins með fimm stig en Svíar enda í toppsætinu með sjö stig.

Slóvakar enda í þriðja sætinu með þrjú stig og Pólland á botninum með tvö stig.


EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira