„Óli Jó gæti fengið mann í hjólastól til að standa upp og taka vítaspyrnu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júní 2021 09:01 Ólafur Jóhannesson hefur unnið titla með bæði FH og Val. Skjámynd/S2 Sport Ólafur Jóhannesson er tekinn við FH-liðinu á ný og stýrir því í fyrsta sinn í Mjólkurbikarleik í kvöld. Strákarnir í Pepsi Max Stúkunni ræddu meðal annars endurkomu Ólafs í Kaplakrika. Þorkell Máni Pétursson hefur mikla trú á Ólafi Jóhannessyni sem er sá þjálfari sem vann bæði fyrstu Íslandsmeistaratitla og fyrsta bikarmeistaratitil FH í sögunni. FH-liðið hefur aðeins fengið eitt stig út úr síðustu fimm leikjum og steinlá 4-0 á móti Breiðabliki í síðasta leik sínum undir stjórn Loga Ólafssonar. Í uppbótartímanum í Pepsi Max Stúkunni var fyrsta umræðuefnið að svara spurningunni: Hvað getur Óli Jó gert með FH-liðið? „Ég held að hann geti stefnt á það að ná þriðja eða fjórða sætinu sem á náttúrulega ekki eftir að skila þeim neinu, það eru bara tvö lið sem fá Evrópusæti,“ byrjaði Þorkell Máni Pétursson en hélt svo áfram: „Óli Jó er einstakur þjálfari að því leiti að hann gæti fengið mann í hjólastól til að standa upp og taka vítaspyrnu í netið. Hann hefur einstakt lag á því að peppa upp sinn mannskap og telja leikmönnum sínum trú um það að þeir séu frábærir,“ sagði Þorkell Máni. Klippa: Pepsi Max Stúkan: Uppbótartíminn 21. júní 2021 „Óli Jó spilar líka mjög jákvæðan fótbolta. Hann er ekki að fara inn í FH-liðið og segja: Við þurfum að liggja niðri á vellinum, verjast eitthvað og byrja þar. Hann er að fara að spila fótbolta og hann er með fullt af leikmönnum sem eiga að geta spilað fótbolta,“ sagði Þorkell. „Það er smá rómantískt að fá Óla Jó heim. Ég held að það sé alveg gleði og stemmning með þetta hjá Fimleikafélaginu. Það verður spennandi að sjá hvað Óli Jó gerir. Ég held að niðurstaðan verði sú að hann breyti ekki miklu. Það verður engin stjarnfræðileg breyting á FH-liðinu og að við séum að fara sjá þá í einhverri toppbaráttu. Það er aldrei að fara að gerast,“ sagði Þorkell Máni. Kjartan Atli vildi þá að fá skoðun Reynis Leóssonar um endurkomu Ólafs Jóhannessonar í þjálfarastólinn hjá FH. „Þeir litu vel út í byrjun en það voru kannski smá svik af því að þeir voru alltaf einum fleiri í þessum leikjum. Þetta er frábærlega mannað lið með mikið af góðum leikmönnum. Þeir eru komnir með einn farsælasta þjálfara sem við höfum verið með í efstu deild á Íslandi,“ sagði Reynir Leósson. „Einn þann skemmtilegasta þjálfara líka, skaut Þorkell Máni inn í. „Maður þekkir hann í gegnum fótboltann en við fengum að kynnast því að vera með honum hér í sjónvarpinu. Það var frábært og það er gaman að vera í kringum Óla og ég held að það sé gaman að spila fyrir Óla,“ sagði Reynir. „Það kæmi mér ekkert á óvart að Óli Jó færi með FH-liðið upp í fjórða sætið og tæki bikarinn. Þannig getur hann laumað sér inn í Evrópukeppnina,“ sagði Reynir. Það má horfa hvað sérfræðingar Pepsi Max Stúkunni sögðu um ráðningu Ólafs Jóhannessonar og restina af uppbótartíma þáttarins hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan FH Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Sjá meira
Þorkell Máni Pétursson hefur mikla trú á Ólafi Jóhannessyni sem er sá þjálfari sem vann bæði fyrstu Íslandsmeistaratitla og fyrsta bikarmeistaratitil FH í sögunni. FH-liðið hefur aðeins fengið eitt stig út úr síðustu fimm leikjum og steinlá 4-0 á móti Breiðabliki í síðasta leik sínum undir stjórn Loga Ólafssonar. Í uppbótartímanum í Pepsi Max Stúkunni var fyrsta umræðuefnið að svara spurningunni: Hvað getur Óli Jó gert með FH-liðið? „Ég held að hann geti stefnt á það að ná þriðja eða fjórða sætinu sem á náttúrulega ekki eftir að skila þeim neinu, það eru bara tvö lið sem fá Evrópusæti,“ byrjaði Þorkell Máni Pétursson en hélt svo áfram: „Óli Jó er einstakur þjálfari að því leiti að hann gæti fengið mann í hjólastól til að standa upp og taka vítaspyrnu í netið. Hann hefur einstakt lag á því að peppa upp sinn mannskap og telja leikmönnum sínum trú um það að þeir séu frábærir,“ sagði Þorkell Máni. Klippa: Pepsi Max Stúkan: Uppbótartíminn 21. júní 2021 „Óli Jó spilar líka mjög jákvæðan fótbolta. Hann er ekki að fara inn í FH-liðið og segja: Við þurfum að liggja niðri á vellinum, verjast eitthvað og byrja þar. Hann er að fara að spila fótbolta og hann er með fullt af leikmönnum sem eiga að geta spilað fótbolta,“ sagði Þorkell. „Það er smá rómantískt að fá Óla Jó heim. Ég held að það sé alveg gleði og stemmning með þetta hjá Fimleikafélaginu. Það verður spennandi að sjá hvað Óli Jó gerir. Ég held að niðurstaðan verði sú að hann breyti ekki miklu. Það verður engin stjarnfræðileg breyting á FH-liðinu og að við séum að fara sjá þá í einhverri toppbaráttu. Það er aldrei að fara að gerast,“ sagði Þorkell Máni. Kjartan Atli vildi þá að fá skoðun Reynis Leóssonar um endurkomu Ólafs Jóhannessonar í þjálfarastólinn hjá FH. „Þeir litu vel út í byrjun en það voru kannski smá svik af því að þeir voru alltaf einum fleiri í þessum leikjum. Þetta er frábærlega mannað lið með mikið af góðum leikmönnum. Þeir eru komnir með einn farsælasta þjálfara sem við höfum verið með í efstu deild á Íslandi,“ sagði Reynir Leósson. „Einn þann skemmtilegasta þjálfara líka, skaut Þorkell Máni inn í. „Maður þekkir hann í gegnum fótboltann en við fengum að kynnast því að vera með honum hér í sjónvarpinu. Það var frábært og það er gaman að vera í kringum Óla og ég held að það sé gaman að spila fyrir Óla,“ sagði Reynir. „Það kæmi mér ekkert á óvart að Óli Jó færi með FH-liðið upp í fjórða sætið og tæki bikarinn. Þannig getur hann laumað sér inn í Evrópukeppnina,“ sagði Reynir. Það má horfa hvað sérfræðingar Pepsi Max Stúkunni sögðu um ráðningu Ólafs Jóhannessonar og restina af uppbótartíma þáttarins hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan FH Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Sjá meira