Stend með strandveiðum! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 22. júní 2021 12:00 Efling sjávarbyggða landsins er mér afar hugleikin. Hef ég sem formaður atvinnuveganefndar unnið að eflingu Strandveiðikerfisins með þverpólitískri samstöðu innan atvinnuveganefndar á þessu kjörtímabili. Það hafa verið gerðar veigamiklar breytingar á strandveiðum þar sem komið hefur verið á dagakerfi með auknum fyrirsjáanleika með öryggi sjómanna að leiðarljósi, auknum aflaheimildum og jafnræði á milli landshluta. Mikil ánægja hefur ríkt meðal sjómanna og sjávarbyggðanna með þessar breytingar hver útgerðaraðili fær tólf daga í mánuði frá maí til ágúst. Það sem út af stendur til að tryggja kerfið varanlega er að hafa meiri sveigjanleika innan félagslega hluta fiskveiðistjórnarkerfisins svo að aflaheimildir verði tryggðar fyrir strandveiðisjómenn allt strandveiðitímabilið í 48 daga. Í skýrslu Byggðastofnunar sem atvinnuveganefnd lét gera kemur fram að öflugt strandveiðikerfi væri ein sterkasta byggðaaðgerðin fyrir minni sjávarbyggðir! Aflaheimildir dugðu ekki fyrir allt strandveiðitímbilið 2020 og blasað hefur við að þær myndu ekki duga í ár. Hef ég reynt með öllum ráðum að fá sjávarútvegsráðherra til að auka sveigjanleika innan kerfisins og færa t.d. af almenna byggðakvótanum í strandveiðar þegar á þyrfti að halda. Það reyndist ekki hægt sumarið 2020 nema með lagabreytingu sem reynt hefur verið að ná fram með ráðherra og aftur nú í vor með engum árangri. Það var því á lokametrum þingsins sem ég ásamt fleirum lögðum fram frumvarp sem með bráðabrigðaákvæði heimilaði að taka af byggðakvóta næsta árs ef aflaheimildir dyggðu ekki til strandveiðanna í ár. Frumvarpið kom seint fram þar sem reynt var á stuðning ráðherra fram á það síðasta. Þetta útspil mitt var því þrautarlending og þar sem allt getur gerst í þinglokasamningum ef vilji er til þá vonaðist ég vissulega til þess að þverpólitísk samstaða gæti náðst um þetta þjóðþrifamál að tryggja atvinnu sjómanna og fiskvinnslufólks út sumarið ef á þyrfti að halda með lagastoð fyrir heimild ráðherra til að færa aflaheimildir á milli ára eins og heimilt er í stóra hluta fiskveiðikerfisins og einnig í almenna byggðakvótanum. Uppi varð fótur og fit við þinglok , þinglokasamningar í uppnámi og engin samstaða náðist um málið því miður, sem sýnir í raun takmarkaðan áhuga á þessum málaflokki á Alþingi en mikil samstaða og vilji hefur þó ríkt innan atvinnuveganefndar um að efla strandveiðar en það dugði ekki til í þetta sinn enda tíminn naumur. Bent hefur verið á frumvarp ráðherra um breytingar á almenna byggðakvótanum en þær gengu m.a. út á það að festa samninga um byggðakvóta til 6 ára og skerða heimildir til strandveiða og veikja þar með kerfið, það hefðum við í VG aldrei getað samþykkt. Það frumvarp var saltað að vilja ráðherra þar sem vilji hans til að kvótasetja grásleppu náði ekki fram að ganga m.a. vegna andstöðu okkar í VG. Ég mun halda áfram að berjast fyrir málum sem snúa að öflugri landsbyggðum hvar sem þar er borið niður til sjávar eða sveita og öflugar strandveiðar eru hlekkur í þeirri keðju. Ég legg því traust mitt á að fá stuðning til áframhaldandi þingsetu í haust nú í 2. sæti, baráttusæti VG í komandi kosningum. Mitt mottó er: „við gefumst ekki upp þó móti blási“. Höfundur er alþingismaður VG í Norðvesturkjördæmi og formaður atvinnuveganefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Sjávarútvegur Byggðamál Mest lesið Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen skrifar Skoðun Villuljós í varnarstarfi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Opið bréf til Loga Einarssonar Jón Ingi Bergsteinsson skrifar Skoðun Hagsmunir stúdenta eru hagsmunir háskóla Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar Skoðun Óviðunandi viðhaldsleysi á vegum Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Aðlögun – að laga sig að lífinu Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands þarfnast afburðaleiðtoga Snorri Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar lífið snýst á hvolf Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir skrifar Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak skrifar Skoðun Tækifæri fyrir nemendur Háskóla Íslands Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson skrifar Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Efling sjávarbyggða landsins er mér afar hugleikin. Hef ég sem formaður atvinnuveganefndar unnið að eflingu Strandveiðikerfisins með þverpólitískri samstöðu innan atvinnuveganefndar á þessu kjörtímabili. Það hafa verið gerðar veigamiklar breytingar á strandveiðum þar sem komið hefur verið á dagakerfi með auknum fyrirsjáanleika með öryggi sjómanna að leiðarljósi, auknum aflaheimildum og jafnræði á milli landshluta. Mikil ánægja hefur ríkt meðal sjómanna og sjávarbyggðanna með þessar breytingar hver útgerðaraðili fær tólf daga í mánuði frá maí til ágúst. Það sem út af stendur til að tryggja kerfið varanlega er að hafa meiri sveigjanleika innan félagslega hluta fiskveiðistjórnarkerfisins svo að aflaheimildir verði tryggðar fyrir strandveiðisjómenn allt strandveiðitímabilið í 48 daga. Í skýrslu Byggðastofnunar sem atvinnuveganefnd lét gera kemur fram að öflugt strandveiðikerfi væri ein sterkasta byggðaaðgerðin fyrir minni sjávarbyggðir! Aflaheimildir dugðu ekki fyrir allt strandveiðitímbilið 2020 og blasað hefur við að þær myndu ekki duga í ár. Hef ég reynt með öllum ráðum að fá sjávarútvegsráðherra til að auka sveigjanleika innan kerfisins og færa t.d. af almenna byggðakvótanum í strandveiðar þegar á þyrfti að halda. Það reyndist ekki hægt sumarið 2020 nema með lagabreytingu sem reynt hefur verið að ná fram með ráðherra og aftur nú í vor með engum árangri. Það var því á lokametrum þingsins sem ég ásamt fleirum lögðum fram frumvarp sem með bráðabrigðaákvæði heimilaði að taka af byggðakvóta næsta árs ef aflaheimildir dyggðu ekki til strandveiðanna í ár. Frumvarpið kom seint fram þar sem reynt var á stuðning ráðherra fram á það síðasta. Þetta útspil mitt var því þrautarlending og þar sem allt getur gerst í þinglokasamningum ef vilji er til þá vonaðist ég vissulega til þess að þverpólitísk samstaða gæti náðst um þetta þjóðþrifamál að tryggja atvinnu sjómanna og fiskvinnslufólks út sumarið ef á þyrfti að halda með lagastoð fyrir heimild ráðherra til að færa aflaheimildir á milli ára eins og heimilt er í stóra hluta fiskveiðikerfisins og einnig í almenna byggðakvótanum. Uppi varð fótur og fit við þinglok , þinglokasamningar í uppnámi og engin samstaða náðist um málið því miður, sem sýnir í raun takmarkaðan áhuga á þessum málaflokki á Alþingi en mikil samstaða og vilji hefur þó ríkt innan atvinnuveganefndar um að efla strandveiðar en það dugði ekki til í þetta sinn enda tíminn naumur. Bent hefur verið á frumvarp ráðherra um breytingar á almenna byggðakvótanum en þær gengu m.a. út á það að festa samninga um byggðakvóta til 6 ára og skerða heimildir til strandveiða og veikja þar með kerfið, það hefðum við í VG aldrei getað samþykkt. Það frumvarp var saltað að vilja ráðherra þar sem vilji hans til að kvótasetja grásleppu náði ekki fram að ganga m.a. vegna andstöðu okkar í VG. Ég mun halda áfram að berjast fyrir málum sem snúa að öflugri landsbyggðum hvar sem þar er borið niður til sjávar eða sveita og öflugar strandveiðar eru hlekkur í þeirri keðju. Ég legg því traust mitt á að fá stuðning til áframhaldandi þingsetu í haust nú í 2. sæti, baráttusæti VG í komandi kosningum. Mitt mottó er: „við gefumst ekki upp þó móti blási“. Höfundur er alþingismaður VG í Norðvesturkjördæmi og formaður atvinnuveganefndar Alþingis.
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen skrifar
Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar
Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar
Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun