Hagstofan og „einstæðir foreldrar“ Lúðvík Júlíusson skrifar 21. júní 2021 13:01 Þann 18. júní birti Hagstofan niðurstöður rannsóknar á heimasíðu sinni undir fyrirsögninni „Einstæðir foreldrar og einmenningsheimili líklegust til að búa við fjárhagsvanda.“(1) Þessi fyrirsögn er því miður röng og villandi. Þegar rannsóknir eru gerðar þá þarf að setja markmið, skilgreina hugtök, tilgreina takmarkanir o.s.fr.v. Ein megin reglan er sú að ekki er hægt að svara öðrum spurningum en rannsókninni er ætlað að svara. Það er ekki hægt að spyrja fólk hvort það drekki gosdrykk A, kynna svo niðurstöður rannsóknarinnar á þann veg að þeir sem drekka ekki A drekki gosdrykk B. Það er augljóslega rangt og villandi. Þessi mistök gerir hins vegar Hagstofan. „Einstætt foreldri“ Heimilisgerðin „einstætt foreldri“ er skilgreind á Íslandi sem heimili með einu foreldri þar sem barn/börn hafa auk þess lögheimili. Búi barn til skiptis hjá foreldrum þá er önnur heimilisgerðin „einstætt foreldri“ en hin heimilisgerðin er „einstaklingur“(Barnlaust heimili). Flestir sjá að þessar skilgreiningar passa ekki við nútíma samfélag þar sem börn búa oft jafnt hjá foreldrum eftir skilnað og ábyrgð oftast sameiginleg(jöfn umgengni og forsjá sameiginleg). Hagstofan spurði ekki í rannsókn sinni hversu mörg börn hefðu lögheimili á heimilinu heldur hversu mörg börn byggju á heimilinu. Þess vegna er ekki hægt að nota hugtakið „einstætt foreldri“ þegar niðurstöður rannsóknarinnar eru kynntar og ræddar heldur aðeins „eitt foreldri með barn/börn“ án tillits til lögheimilis barnsins. Nauðsynlegt er að kynna þessar takmarkanir á niðurstöðunum. Barnabætur og stuðningur til foreldra Barnabætur eru greiddar til foreldra þar sem börn hafa lögheimili. Ekki er tekið mið af framfærslubyrði, umönnunarbyrði, álagi, umgengni o.s.fr.v. Þess vegna er ekki hægt að nota niðurstöður þessarar rannsóknar til að meta byrðar „einstæðra foreldra“, taka ákvarðanir um barnabætur, stuðning til „einstæðra foreldra“ o.s.fr.v. Niðurstöður þessarar rannsóknar nýtast ekkert þegar kemur að því að ræða stuðning við börn og foreldra eða kortleggja fátækt barna. Gamlar hugmyndir, gamlir tímar Þegar Hagstofan gerir ekki fyrirvara í framsetningu rannsókna og birtir niðurstöður með þessum hætti þá skaðar það hagsmuni bæði barna og foreldra. Ýtt er undir úreltar staðalímyndir feðraveldisins þar sem aðeins eitt heimili sér um umönnun en hitt heimilið er fyrirvinnan. Ýtt er undir úreltar staðalímyndir um að börn geti aðeins átt eitt heimili, einn umönnunaraðila og eitt heimili eigi hinn eina sanna rétt á stuðningi. Þetta er ákveðin „heilaþvottur“ sem skaðar réttindi barna og foreldra. Jafnrétti kynjanna snýst um að berjast gegn þessum úreltu staðalímyndum kynjanna en hér er Hagstofan að toga samfélagið aftur í fortíðina. Traust Það verður að vera hægt að treysta Hagstofunni. Hagstofan verður að kynna niðurstöður rannsókna sinna með faglegum hætti en ekki fúski. Það er aðeins gert með því að setja faglega fyrirvara og skilgreina faglega þau hugtök sem Hagstofan notar. Hagstofan á ekki að slá ryki í augu fólks og Alþingis sem tekur ákvarðanir byggðar á niðurstöðum rannsóknanna. Góð byrjun væri að fjalla aðeins um það efni sem rannsóknirnar ná til og varast að fjalla um eitthvað annað og draga ályktanir sem rannsóknirnar styðja ekki. Getur rannsóknin svarað spurningunum “Hver er staða foreldra?“ og „Hver er staða barna?“ Nei, hún getur það ekki. Hagstofan fær falleinkunn. Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lúðvík Júlíusson Fjölskyldumál Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Þann 18. júní birti Hagstofan niðurstöður rannsóknar á heimasíðu sinni undir fyrirsögninni „Einstæðir foreldrar og einmenningsheimili líklegust til að búa við fjárhagsvanda.“(1) Þessi fyrirsögn er því miður röng og villandi. Þegar rannsóknir eru gerðar þá þarf að setja markmið, skilgreina hugtök, tilgreina takmarkanir o.s.fr.v. Ein megin reglan er sú að ekki er hægt að svara öðrum spurningum en rannsókninni er ætlað að svara. Það er ekki hægt að spyrja fólk hvort það drekki gosdrykk A, kynna svo niðurstöður rannsóknarinnar á þann veg að þeir sem drekka ekki A drekki gosdrykk B. Það er augljóslega rangt og villandi. Þessi mistök gerir hins vegar Hagstofan. „Einstætt foreldri“ Heimilisgerðin „einstætt foreldri“ er skilgreind á Íslandi sem heimili með einu foreldri þar sem barn/börn hafa auk þess lögheimili. Búi barn til skiptis hjá foreldrum þá er önnur heimilisgerðin „einstætt foreldri“ en hin heimilisgerðin er „einstaklingur“(Barnlaust heimili). Flestir sjá að þessar skilgreiningar passa ekki við nútíma samfélag þar sem börn búa oft jafnt hjá foreldrum eftir skilnað og ábyrgð oftast sameiginleg(jöfn umgengni og forsjá sameiginleg). Hagstofan spurði ekki í rannsókn sinni hversu mörg börn hefðu lögheimili á heimilinu heldur hversu mörg börn byggju á heimilinu. Þess vegna er ekki hægt að nota hugtakið „einstætt foreldri“ þegar niðurstöður rannsóknarinnar eru kynntar og ræddar heldur aðeins „eitt foreldri með barn/börn“ án tillits til lögheimilis barnsins. Nauðsynlegt er að kynna þessar takmarkanir á niðurstöðunum. Barnabætur og stuðningur til foreldra Barnabætur eru greiddar til foreldra þar sem börn hafa lögheimili. Ekki er tekið mið af framfærslubyrði, umönnunarbyrði, álagi, umgengni o.s.fr.v. Þess vegna er ekki hægt að nota niðurstöður þessarar rannsóknar til að meta byrðar „einstæðra foreldra“, taka ákvarðanir um barnabætur, stuðning til „einstæðra foreldra“ o.s.fr.v. Niðurstöður þessarar rannsóknar nýtast ekkert þegar kemur að því að ræða stuðning við börn og foreldra eða kortleggja fátækt barna. Gamlar hugmyndir, gamlir tímar Þegar Hagstofan gerir ekki fyrirvara í framsetningu rannsókna og birtir niðurstöður með þessum hætti þá skaðar það hagsmuni bæði barna og foreldra. Ýtt er undir úreltar staðalímyndir feðraveldisins þar sem aðeins eitt heimili sér um umönnun en hitt heimilið er fyrirvinnan. Ýtt er undir úreltar staðalímyndir um að börn geti aðeins átt eitt heimili, einn umönnunaraðila og eitt heimili eigi hinn eina sanna rétt á stuðningi. Þetta er ákveðin „heilaþvottur“ sem skaðar réttindi barna og foreldra. Jafnrétti kynjanna snýst um að berjast gegn þessum úreltu staðalímyndum kynjanna en hér er Hagstofan að toga samfélagið aftur í fortíðina. Traust Það verður að vera hægt að treysta Hagstofunni. Hagstofan verður að kynna niðurstöður rannsókna sinna með faglegum hætti en ekki fúski. Það er aðeins gert með því að setja faglega fyrirvara og skilgreina faglega þau hugtök sem Hagstofan notar. Hagstofan á ekki að slá ryki í augu fólks og Alþingis sem tekur ákvarðanir byggðar á niðurstöðum rannsóknanna. Góð byrjun væri að fjalla aðeins um það efni sem rannsóknirnar ná til og varast að fjalla um eitthvað annað og draga ályktanir sem rannsóknirnar styðja ekki. Getur rannsóknin svarað spurningunum “Hver er staða foreldra?“ og „Hver er staða barna?“ Nei, hún getur það ekki. Hagstofan fær falleinkunn. Höfundur er viðskiptafræðingur.
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar