Fótbolti

Áfall fyrir Skota: Maður leiksins gegn Englendingum með veiruna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Billy Gilmour með verðlaunin sem hann fékk fyrir að vera maður leiksins gegn Englandi.
Billy Gilmour með verðlaunin sem hann fékk fyrir að vera maður leiksins gegn Englandi. getty/Shaun Botterill

Billy Gilmour, sem var valinn maður leiksins þegar Skotland gerði markalaust jafntefli gegn Englandi á EM á föstudaginn, hefur greinst með kórónuveiruna.

Gilmour þarf að fara í tíu daga einangrun og missir því að leiknum mikilvæga gegn Króatíu á Hampden Park á morgun.

Skotar eiga enn möguleika á að komast í sextán liða úrslit en til þess að það gerist þurfa þeir að vinna Króata, silfurliðið frá síðasta heimsmeistaramóti.

Gilmour kom inn í byrjunarlið Skota fyrir leikinn gegn Englendingum, stóð sig frábærlega og var valinn maður leiksins.

Þetta var aðeins þriðji landsleikur hins nítján ára Gilmours. Hann lék ellefu leiki með Chelsea á síðasta tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×